föstudagur, nóvember 25, 2005

dog pride

dagurinn er sko á morgun baráttudagur hundaeigenda "dog pride" niður laugarveginn ;) ég verð sko á staðnum með aðal tíkurnar !! berjumst fyrir því að fá hunda samþykkta í reykjavík og nágrenni, ef þið vissuð það ekki að þá eru hundar bannaðir samkvæmt lögum í reykjavík þannig að allir hundaeigendur eru að brjóta lög nema þeir sem eru á undanþágu með tilskilin leifi og merkingar !! pælið í ruglinu þetta er eins og að banna kindur upp á heiðum já rugl eins og margt annað í þessum heimi...
og halló halló greiið drengurinn í herra ísland í gær, nei nei það bara gleimdist að setja nafnið hans og andlitið í símakosninguna sem gilti 100% um hver mundi vinna, og gaurinn sem var að kynna sagði að eina sem skjár 1 gæti gert væri að byðjast afsökunar og síðan sagði hann að þetta væri bara leikur...heirðu heirðu er ég að missa af einhverju..leikur! hvaða fífl segir að þetta sé bara leikur klisjan "að málið sé bara að vera með" er fyrir krakka 15 ára og yngri bara svona svo þau komist í gegnum þroskann án mikillar slæmrar höfnunar sem gæti haft ill áhrif á sjálfsálitið. hver keppir í íþróttum, fegurðasamkeppnum, bridge, hönnun eða einhverju öðru án þess að ætla sér að vinna eða allavegana hafa möguleika eða reyna allt til að vinna ?
og síðan er ég að klepra á afgreiðslustelpu hnátum í bakaríum, þær gætu ekki hreift sig mikið hægar...reka þetta lið !!

annars er ég bara hress ;)
|