fimmtudagur, nóvember 03, 2005

jáhá

kominn tími á smá blogg...
fór í alvöru ammali með danskeppni og öllu á laugardagskvöldið ég og biggi herrann minn unnum nottla :) ekki að spyrja af því maður vinnur náttla alltaf allt..nema kannski góðar einkunnir í skólanum :(
síðan er ég hundanörd..á dagskránni í nóvember er hundafélagadjamm eftir hundagöngu og þar verður rætt um hunda og örugglega líka ekki hunda..veit ekkert skemmtilegra en að tala um hvað tíkurnar mínar eru æðislegar ;) hehe

djö..helv.. þessi flugvöllur á ekki að fara neitt allavegana ekki út fyrir hafnafjörð, mér finnst að þeir sem eru einhvað að ráða þessu ættu frekar að tala við fólkið úti á landi sem notar innanlandsflug heldur en reykvíkingana sem hafa aldrei flogið og eru bara í sínum 101 rvk... þetta er bara rugl sem pirrar mig. einn kallinn kom með alveg "snilldar" ástæðu fyrir því að völlurinn ætti að fara til keflavíkur.. jú það er svo gott að geta flogið beint frá td akureyri og hoppa síðan upp í vélina til london.. er maðurinn ekki í lagi ég bara spyr hann er greinilega einn af þeim sem notar ekki innanlandsflug, á maður þá bara að gista á flugvellinum í marga klukkutíma á meðan maður er að bíða eftir utanlandsfluginu..það er ekki fræðilegur að maður yrði svo heppinn að það væru bara ca 2 tímar á milli fluga.. og veit maðurinn ekki að á íslandi breytist veður fljótt og góðar líkur eru á því að maður verði veðurtepptur úti á landi á veturna ! halló !!
síðan er þetta bara auka fyrirhöfn fyrir alla, skólakrakki að fara í borgarferð þarf að láta ná í sig eða borga leigubíl.. flugið er nú nógu dýrt, að fara að bæta þessu ofaná er bara crasy.
og síðan allt fólkið sem kemur suður með fyrri vélinni og sinnir sínum erindum í borginni og fer aftur heim með seinni vélinni.
og síðan sá tími sem það tekur að setja allt í bílinn, keyra til keflavíkur, gera ráð fyrir auka tíma á reykjanesbrautinni til að vera viss um að missa ekki af vélinni, og síðan flugið sjálft = alveg eins gott að keyra bara og örugglega bara orðið alveg jafn dýrt.
og síðan er ég með fullt af öðrum ástæðum fyrir því að völlurinn á ekki að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið..pirr pirr.. allavegana búin að koma þessu frá mér og bíð eftir að áhrifamenninrnir í landinu detti inn á síðuna mína og hryngi í mig og leifi mér að ráða !! HEIR HEIR !!!
|