þriðjudagur, febrúar 22, 2005

ohh veðrið

þetta veður er alveg óþolandi! af hverju getur ekki bara verði kallt og snjór og síðan voga veðurfréttamennirnir að segja að það sé góð tíð framundan þegar það eru rauðar tölur í kortunum. góð tíð á veturnar er kuldi og snjór og maður fer ekki út án þess að hafa húfu...og hana nú.
var að láta panta fyrir mig hundasleða, hlakkar ekkert smá til að fá hann vona bara að snjórinn verði ekki alveg farinn þegar hann kemur, en þá fer ég bara á langjökul :)
Af hverju er ekki búið að fynna upp þvottavél sem er bæði þvottavél og þurrkari, asnalegt að vera með tvö tæki þvottavélin á bara að skila þvottinum þurrum. en af þvi að ég á ekki þurrkara bara venjulega þvottavél þá þarf ég að fara núna að taka úr vélinni og hengja allt upp til að það þorni - tæknin er svo skrítin það eru til flugvélar sem geta rúmað 20 eða einhvað hús og ég er ennþá að hengja upp þvottinn minn !!
langar í diskinn með emiliönu hann er svona fílingur eins og norah jones sem mér finnst æðisleg...en allavegana þá er ég farin í þvottaupphengingu
|