sunnudagur, desember 18, 2005

OK

þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa eflaust fengið segulspjald til að setja á ísskápinn með Geðorðunum 10, en þið vitið ekki það að ég tel mig eiga hugmyndina af þessu..á ég að segja að henni hafi verið stolið af mér eða bara vera ánægð með það að hafa hjálpað til..ánægð held ég bara :) ég var nefninlega í áfanga síðasta vor þar sem komu fullt af fyrirlesurum úr heilbrygðisgeiranum og fræddu okkur um þeirra starf og svona og síðan var eitt verkefni áfangans að skrifa um 3 fyrirlestra sem manni höfðu þótt áhugaverðir og skila þeim á blaði og í tölvutæku (til að senda fyrirlesurunum)..og ég skrifaði um fyrirlesturinn frá geðrækt og talaði sérstaklega um það hversu sniðugt væri að hafa geðorðin 10 á ísskápnum hjá sér og enn sniðugra ef fólk gæfi sér tíma í að lesa þau...þannig að í hvert skipti sem þið horfið á spjaldið á ísskápnum ykkar skuluð þið hugsa til MÍN ;) híhí af því að ég er svo klár ;) OK!

varðandi lærdóminn þá er hann farinn til fjandans, sólahryngurinn minn farinn til anskotans og mig langar bara til kína...fer að sofa 04 og vakna 12 og prófið á morgun er kl 09.00 já veit ekki hvernig það fer..
|