sunnudagur, janúar 07, 2007

Þrettándinn

..var í gær og þessi færsla var skrifuð þá aaæt ;)
Já bara komin heim í mosóinn minn, ekkert smá gott enda frábært heimili sem ég á :)kanarí var alveg það sem ég þurfti eftir þessa crasy prófatörn og já viðurkenni smá jólastress í þessa fáu klukkutíma sem ég hafði í það frá því ég kláraði prófin og var sest í vélina, man mjög óljóst hvað ég skrifaði í þau fáu jólakort sem ég sendi og man alls ekkert hverjum ég sendi..anyhó heilinn var dofinn og ef ég skrifaði einhvað sálfræðirugl sem ég hefði frekar átt að skrifa í prófin þá byðst ég afsökunar á því!

Ég held ég sé búin með eftirréttakvótann minn fyrir árið 2007, það var allt leifilegt á kanarí og það voru sko alveg tveir eftirréttir á móti einni máltíð hehe. Spilaði gott golf mér til mikillar furðu þá var maður alveg að para og svona þrátt fyrir að hafa átt lélegasta golfsumarið í sumar :p ...góð í sveiflunni marr


bjórinn var sko alveg drukkinn og allar gerðir af kokteilum runnu ljúft niður alla daga og eiginlega allann daginn...ýmsar tegundir af cervesa, vaya vaya og þessi hér strawberry dequry voru með þeim vinsælustu..


fórum nokkrum sinnum í svaðalega Gokart braut með tímatöku og alles bara gaman sko..svo gaman. Sá síðan slatta af gömlum köllum á tippunum þar sem þeir lágu á nektarströndinni með þau liggjandi ýmist til hægri eða vinstri...ýmynd mín um nektarstrendur er ónýt hélt nebbla að það væru bara spengilegir og stinnir kroppar á svona ströndum en nei ég held barastasta í alvörunni að ég hafi skohh verið í topp þremur á ströndinni hehe.
...er ég pervert fyrir það að taka myndir af berrössuðu fólki?? :p


Frí eru góð en fínt að fara að gíra sig niður í daglega lífið reyna að hafa stjórn á drykkjunni og átinu og koma sér í æfingaform (sem fór algerlega eftir fyrstu 6 dagana).

Þvílíkt sem maður saknaði tíkanna sinna úti og Ugla mín vældi bara og vældi í mig þegar við komum heim. Fórum síðan í husky göngu í dag sem endaði ekki betur en svo að Nótt endaði uppi á dýraspítala í svæfingu og 10 sporum í eyrað, alveg ömurlegt að sjá hundinn sinn svona svæfðann en hún er öll að koma til en þvílíkt döhh ennþá :(
Síðan þegar við losnuðum loxins af spítalanum þá mallaði maður saman einum uppstúf eða svo, sauð sko hangikétið í morgun og átum hangikét, laufabrauð og það sem því tilheirir, maður er svo búlegur hér í mosósveitinni híhí...jummí alveg uppáhalds maturinn minn og síðan var ráðist á mackintoshið og opna pakkana :D

sæta Nóttin mín ný vöknuð eftir svæfinguna


well búin með 14 mackintosh nömmi, dollan bara hálf og þarf að einbeita mér að því að klára hana og ég á sko alla uppáhalds molana mína ein !! múhahaha
|