miðvikudagur, júlí 04, 2007

fróðleiksglápan

Er farin að upplifa það illilega að fólk sé með glápuna á mig sama hvort ég sé í fötum eða í littlum fötum á sundlaugarbökkunum..frekar vandræðalegt...en anyhó hef fengið ýmis komment frá littlum púkum varðandi vömbina mína en fékk einn mjög heljarinnar fróðleiksmola frá einni ca 9 ára í sturtunni í sundlaug mosó í dag þegar hún sagði mér að ég mætti alls ekki vera að hlaupa og skokka mikið því þá yrði barnið lofthrætt!! ómæ ómæ ekki gott en ég held ég sé nú ekki búin að hlaupa það mikið að chilbab eigi eftir að verða lofthrætt...


tími kominn á nýja bumbumynd á netið (27vikur), er einhvað lítið að taka myndir að berri vömbinni en það ætti að vera óhætt núna fyrst að kristrún er búin að sjá naflann með berum augum þannig að naflamynd fer að nálgast ;) hehe...mér líður ekkert illa eða einhvað svoleiðis ég er bara með svona skrítinn svip..hvað er málið með svipinn?? og hvernig í helv á maður að vera á svipinn þegar það er verið að taka mynd af vömbinni á manni...



...lausn.. bara ekki vera með svip heldur bara reyna að sjá á sér tærnar !?!?




kveðja ögn

-sem er í skýjunum yfir því að Chilbab hefur ekki enn kvartað yfir hafragrautnum á morgnanna með ógleði og uppköstum-

|