mánudagur, febrúar 28, 2005

komin heim

jæja þá er maður kominn heim frá króatíu.

ferðasagan!!
miðvikudagur - byrjaði á því að fljúga til danmerkur og þaðan til austurríkis og síðan keyrðum við í gegnum slóveniu og komum síðan til króatíu. það er enginn smá munur á vegakerfinu, um leið og við komum yfir landamæri austurríkis-slóveniu þá fækkaði merkingum um helming og vegirnir versnuðu, lentum í þvílíkri snjókomu allt stopp við vegatollana og svona ca 100 flutningabílar stopp út um allt og máttu ekki fara lengra vegna hálku og ferðin frá isl-zagreb tók 19 tíma !

skíðasvæðið var fínt en lítið, krakkarnir stóðu sig vel á fyrsta FIS mótinu sínu og fengu að njóta þess heiðurs að vera fyrst til að keppa á flóðlýstu kvöldmóti fyrir 13-14 ára ;) gaman af því. það snjóaði á okkur allann tímann en sammt gott veður.

fór í svaka partý með hinum þjálfurunum niðrí zerbíu á laugardagskvöldinu, skemmti mér svaka vel en hata hvað ég er léleg í ensku þarf að æfa mig svo ég geti talað meira í svona partýum og sagt frá hinni skemmtilegu mér.

vaknaði svona frekar þreitt á sunnudeginum pakkaði niður og síðan var lagt í hann, villtumst smá í zagreb og líka í maribor í slóveniu sem varð meðal annars til þess að við mættum á flugvöllinn í wienna 35 min fyrir brottför og þurftum að hlaupa í vélina alveg banhungruð af því að við gátum ekkert stoppað á leiðinni. síðan þegar við komum til köben þá var komin 2 tíma einkun á vélina okkar þannig að við fórum í rólegheitunum að fá okkur burger king vitandi það að vélin færi ekki fyrr en eftir 3 tíma og ég ætlaði bara að fara niðrí bæ og skoða köben, en þá komu einhverjir islenski gæjar hlaupandi og sögðu að hætt væri við seinkunina og að vélin væri að fara, þannig að við hlupum á eftir þeim og náðum vélinni og ég með smá fílusvip að fá ekki að skoða köben.

það var alveg heiðskýrt í báðum flugunum þannig að ég hékk úti í glugga allann tímann veit ekki nákvæmlega hvaða lönd ég sá en allavegana þegar við vorum að flúga yfir danmörk þá sagði flugstjórinn að við værum að fljúga yfir arhus og ég er ekki frá því að ég hafi séð þig bjarki (bjarkitekt) þú varst að koma út úr kjörbúðinni - passar það ekki? ;)

en allavegana þá var ferðin skemmtileg þrátt fyrir ég sé með reykingahósta á háu stigi króatar reykja út um allt og alveg ógeðslega mikið. þeir tala eins og þeir séu alltaf reiðir. maður sér afleiðingar stríðsins vel í zagreb, húsin eru brotin og illa farin og fólkið er í gömlum fötum, allt voðalega ólíkt okkar lífsmunstri en ég væri sko alveg til í að fara þarna um sumar það eru rosalega flottar strendur þarna og margt hægt að skoða !

púff orðið soldið lang blogg.. farin að fá mér að borða!!
|