sunnudagur, janúar 29, 2006

home

komin heim úr ameríkunni, ógeðslega gott að vera komin aftur í land eðlilegra skammtastærða af öllu, það er svakalegt hvað allt er mikið þarna maður átti alltaf helminginn eftir á disknum en sammt alveg pakkaður, ef maður kaupir gos í plasti þá eru það ekki 500 ml heldur 591 ml, sem sagt búin að vera vel södd allann tímann ;)
var að þjálfa frá 8-15 og eftir það dinglaði maður sér bara og drakk bjór, fór í bobsleðabrautina sem var gerð fyrir ólympíuleikana 1980..ógó gaman þvílíkur hraði ;) komst að því að ameríkanar eru yfirmáta kurteisir var meira að segja bara soldið vandræðalegt, allavegana þar sem ég var :)

ohh hvað það var æðislegt að hitta tíkurnar mínar aftur, ný orðnar 3 ára :) áttu afmæli síðasta föstudag þessar elskur ;) nótt er gjörsamlega orðin hárlaus þannig að ég slapp við hárlosið en rósa og anna eru örugglega búnar að vera með ryksuguna fasta við lófann á sér á meðan ég var í burtu :o/ tíkurnar voru víst voða góðar hjá þeim frábært að hafa svona góða ræktendur á bak við sig :) :)

staðreyndir: boot camp í fyrramálið, skóli á morgun og enginn snjór á íslandi í dag!! svona er það bara daglega lífið komið í gang.
|