þriðjudagur, janúar 03, 2006

árin

2005 búið og öll hin árin líka 2006 komið!..heirði umræðu í útvarpinu þar sem fólk var að tjá sig um hvort að áramót væru tímamót eða ekki, mér finnst þetta vera tímamót ég hugsa allavegana allt í árum síðan árstíðum ;)
2005 byrjaði vel ég var fegin að ömurlegasta ár lífs míns (2004) væri allavegana liðið úr því að ég gat engu breytt í því, 05 hófst í sumarbústað með skemmtilegu fólki og allt leit vel út anna lára vann í keppninni um fyrsta barn ársins :) 2 jan var vaknað kl 06.00 keirt heim úr bústaðnum skipt um föt fór að þjálfa uppí skálafelli síðan farið heim að pakka og stoppað við á kfc áður en við brunuðum að við héldum til ísafjarðar...- hremmingar á steingrímsfjarðarheiði - hremmingar í djúpinu - meiri hremmingar og svo...veðurteppt í súðavík kl 01.00 brjálað veður :( okkur var reddað inn hjá einhverri konu í súðavík sem betur fer var hún ekki ein af þeim sem er á móti hundum/úlfum og leifði okkur að hafa tíkurnar inni í herbergi hjá okkur í TVO daga takk fyrir, lifðum á súkkulaðirúsínum og toblerone.. enduðum með því að vera rifin upp úr rúmminu björgunarbátur á leiðinni að koma að sækja okkur hentum hundamat, tölvunum og naríum í tösku og skildum allt annað eftir...komumst loxins til ísafjarðar og þar var ísak slökkviliðsmaður á slökkvuliðsjeppa og kom okkur á leiðarenda til mömmu!

stemmingin í herberginu ..

stemmingin í bátnum..


annars var árið 2005 fljótt að líða, var ógeðslega mikið á skíðum, fór til Króatíu með krakka á fis mót, mörg golfmót og ég vann eitt þeirra ;), sumarið allt of fljótt að líða gerði ekki nærri því allt sem ég ætlaði að gera en það var sumarfrí með árna og siggu (og ásbyrgis maríu :) ), gæsun og brúðkaup í hæsta gæðaflokki, línuskautar og meiri línuskautar með nótt og uglu og fullt meira og já ég eignaðist þrítugann kærasta ;) hehe en það er allt í lagi :) híhí

ljóð til 30 ára manna !

þetta er allt í góðu lagi
vertu hress og til í allt
þú ert bara flottur gæi
30 ára, getur enn gert ótalmargt !

gleðilegt ár og takk fyrir gömul.
--
kveðja
Ögnin sem heldur að 2006 verði medium gott ár
|