fimmtudagur, maí 11, 2006

og þá rann dagurinn upp !

síðustu fróðleiksmolarnir þar til næsta haust, hendi á ykkur slatta af mis góðum fróðleik til að þið lifið sumarið af ;)
- 1914 var mömmum ráðlagt að byrja að klósettvenja 3 mánaða gömul börn.
- Það er ekki hægt að segja að börn byrji að brosa fyrr en 2-3 mánaða, því brosin sem koma fyrir þann aldur eru ekki út af neinu, bros verður að hafa ástæðu til að geta kallast bros.
- Rannsóknir á geð/tilfinninga-tengslum milli móður og barns sýna að börn 7-9 mánaða sem leika minna eða ekkert við móður sína sýna ekki eins góð tengsl en hin sem hafa meiri "leik" samskipti við móður sína. Þannig að það dugar ekki að mamman sinni bara grunnþörfunum hún verður líka að leika :)
- Það hvenær börn byrja að skríða veltur á þroska heilans en ekki á líkamlegri færni barnsins, heilinn verður að vera tilbúinn fyrir "áreitin" sem verða á vegi barnsins.
- Þeir sem eru lesblindir eru með færri heilafrumur í heyrnarberki heilans og þar af leiðandi eru þeir með lélega heyrn og eru seinni til að byrja að tala og eiga í erfiðleikum með að tengja saman áreiti, orð, setningar. Lesblinda tengist því augljóslega heyrninni en ekki heimsku ! ;)
- Þeir sem eiga við einhverskonar lærdómserfiðleika að stríða, oftast lestur eða stærðfræði eru með greindarvísitölu á eða yfir meðaltali.
- Fyrir 50 árum þá náðu kk fullri líkamshæð 26 ára en núna 16 ára.
- Til að orð geti verið orð þá verður það að standa fyrir einhvað annað en bara sjálft sig, um 13 mánaða geta börn sagt um 10 orð en skilja sammt 100.
- ég er búin í prófunum :) og heita veðrið er farið :(
|