sunnudagur, september 24, 2006

"I´am the viking, I´am the king !"

..fór með strákunum á myndina um Jón Pál áðan, ekkert smá gaman að sjá þessa mynd ég var nú alveg hoocked á þessum kraftakeppnum þegar ég var yngri. en algerlega mynd sem fólk ætti að sjá og það í bíó! :)

elskulega uglan mín er held ég barasta komin í sitt bestasta úthaldsform á æfinni. krafturinn og úthaldið sem tíkin hefur þessa dagana er að gera út af við mig, nótt er og hefur alltaf verið í góðu úthaldsformi enda hugsar hún svo vel um mataræðið þessi elska annað en ugla sem væri til í að úða í sig allann daginn ;)

en við tíkurnar skelltum okkur á esjuna snemma á laugardagsmorguninn, ég sé ekki fram á það að ég eigi einhvertíman eftir að fara alveg á toppinn..þó ég sé ekki mikil kveif að þá þori ég barasta ekki upp klettana með tvo husky í taum og hvað þá niður þannig að ég læt mér nægja að koma bara við klettana ;) en á leiðinni niður þurfti ég endilega að mæta einhverjum púkum og unglingum í gallabuxum og fleignum bolum þeir voru reyndar ekki komnir langt en sammt þá lækkaði það esju stoltið mitt :( lenti líka í því að hópur fólks sem var greinilega í einhverjum stafagönguklúbb króuðu mig af með stöfunum sínum og kjöftuðu mig í kaf og tóku myndir af mér (eða kannski bara af tíkunum :) síðan þegar ég hélt göngu minni niður áfram heirði ég í tveim konunum segja við hvor aðra "þessi var sko í góðu formi og dugleg að eiga svona hunda en hún á nú kannski kall en alveg örugglega ekki börn!!" maður spyr sig :o/ fannst þetta alveg hrikalega findið

vorkenni lærdóminum mínum fyrir að vera ekki nægjanlega sinnt
vorkenni mér þegar ég fæ allt í bakið aftur

...hvað ætli það sé hægt að borða mikið af pistasíuhnetum án þess að æla ??

kv ögnin

já og svona áður en ég gleymi því :P
ps
ísak 28,9 strákurinn er orðinn 27,4 strákurinn, ætli ég verði ekki gleðjast með honum þó hann sé að stinga mig af í laumi ;o/
|