sept rann upp
er þægilega að upplifa öðruvísi haust en vanalega, fyrsta skiptið síðan 1989 (jebb 2007 í dag) þá kem ég hvergi að haustþrekæfingum, hvorki sem iðkandi né þjálfari ! hinsvegar fá félagsstarfskraftar mínir að njóta sín því ég er í stjórn nýstofnaðs skíðagöngufélags á höfuðborgarsvæðinu :o/ sjebb búin að skipta bara yfir í gönguna frá alpagreinunum sem er bara spennandi kúl :) er svo sannarlega lélegust af þeim í stjórninni á gönguskíðum, bara einhverjir Vasakeppnis-reynsluboltar en ég á hunda sem geta dregið mig ;)
veðrið hefur algjörlega sökkað síðustu vikur ég hefði haldið að geitungar héldu sig bara inni í búinu sínu í svona veðri en nei nei þeir vilja vera inni í timburhúsinu mínu :( þrjá daga í röð í síðustu viku komu um 5-6 geitungar inn á dag, ég og nótt vorum sveittar á veiðunum þar til ég fékk nóg og reddaði málunum með því að hanna gluggavarnir...franskur rennilás og tjull !! snyrtilegt, virkar og ég ósveitt og áhyggjulaus ;)
samkvæmt planinu á Chillarinn að mæta 26 sept og það þýðir að í dag eru bara 13 dagar í þetta, er reyndar að vona að hann sé fljótfærinn og láti sjá sig fyrr, reyndar fínt að hafa hann stundvísann en það væri dæmigert að hann verði bara sauður og seinn :( en allavegana í mesta lagi 27 dagar í mætingu :) sem er alveg agalega stutt, tel mig bara ágætlega setta með allt tilbúið..nema kannski ungbarnakunnáttu en börn eru háþróaðar verur þannig að þetta ætti ekki að vera flókið :o/
er annars alveg mega hress og gæti alveg eins gleimt því að ég sé ófrísk nema ég er bara vanalega ekki með svona vömb :)
(tekið 21ágúst, komin 35v sem er 8mánuðir og einhvað farin að síga)

á ekki nýrri bumbumynd í tölvunni en vömbin er sko búin að stækka meira og er nú farin að rekast í veggina :o/ en þrátt fyrir vömbina þá er ég að fara á kostum og algjörlega að bæta danshæfileikana mína í bumbuleikfiminni, kannski ekki dansæhæfileikar en fyrir manneskju sem hefur í mestalagi farið 2 sinnum í erobik eða pallatíma þá er ég ánægð með mig ;) þessi leikfimi er algjör snilld og ég mæli með því að þið óléttu eða þið sem þekkið óléttulínur látið þær vita af http://www.fullfrisk.is/ sem er án efa má segja harðasta óléttuleikfimi sem er í boði, mikið af æfingunum svipar til boot camp og eru ótrúlega fjölbreittar og allt undir stjórn tveggja hjúkka þannig að það er allt undir control :) gerðist súpermodel einn daginn (þá komin 34vikur) og árangurinn sést í þremur mismunandi bannerum og í linknum "myndir" á síðunni hjá fullfrísk :)
annars er Uglu að dreima einhvað svakalega skemmtó hérna við hliðina á mér, "geltir" og kippist til..bara krúsí :)
Ugla að pústa eftir mikil hlaup um helgina :) "lífið er yndilegt" er hún pottþétt að hugsa !
laaang blogg og farin að sinna Sky og nammipokanum ;)
kv ögn