föstudagur, mars 11, 2005

var að koma úr frænkuklúbb þar sem 10 frænkur sem eiga ættir sínar að rekja að Garði á kópaskeri hittast og kjafta og kjafta allavegana eiga þessar frænkur mínar sko ekki erfitt með það, mikið fjör og gaman.

shitt ég fór í mínu mesta sakleysi í bónus í dag til að setja aðeins meira í ískápinn en bara vogaídýfu og tómatsósu, fólkið var brjálað það var eins og fólk væri í einhverjum gleði transi yfir vöruverðinu geðshræringin var þvílík og fólk hrópandi út um allt verð á vörum eins og "vínber á 21 krónu" og hrifsuðu vörurnar úr hillunum. það voru örugglega allir að kaupa meira en þeir þurfa þannig að íslendingar eiga eftir að vera óvenjulega saddir næstu daga og í framhaldi af því held ég að offita aukist af því að fólk borðar eins og það getur svo það geti farið og keipt meira af ódýrri matvöru, þetta er svo mikil klikkun en gott það er allt svo dýrt á íslandi þannig að það er ekki furða að fólk tapi sér í svona stríði.

bara láta ykkur vita að ég á eftir að lenda í árekstri á alla næstu dögum, síðan á sunnudaginn hefur 5 sinnum verið illa svínað á mig og þá meina ég illa ég átti sammt sökina einu sinni en í öll skiptin hefur munað alveg geðveikt littlu þurft að keira upp á kanntstein og alles...

ó vell ætla að klára bjórinn og fara síðan að sofa..kannski að ég bjóði nótt og uglu að sofa uppí af því að kristinn er í þýskalandi, ohh það er svo kósý (þó það sé bannað :o/ )
|