þriðjudagur, júlí 26, 2005

Grundarfjarðardagar

Ekki slæm helgi að baki, við dverghamrafjölskyldan ásamt heimalingum skelltum okkur á grundarfjarðadaga til soffa og félaga á laugardaginn fórum í skrúðgöngu með gula hverfinu og sötruðum bjór og G&T í mikklu magni öllum til mikillar gleði og skemmtunar og dansað alveg þvílíkt á kaffi 59 ;) (getið séð myndir í myndasafninu hennar rutar www.rut.bloggari.is)

síðan vorum við vittleisingarnir búin að skrá okkur í mót á grundarfirði á sunnud kl 11.50 rétt náðum að skríða út úr tjaldinu og mættum frekar illa á okkur komin beint á teig, eitt af því erfiðara sem við höfum gert en þetta gekk bara fínt hjá mér (lækkaði um heilann í forgjöf híhí) en strákarnir voru ekki alveg að meika það :(

er komin með sund æði langar bara alltaf að fara í sund þannig að ef ykkur langar í laugina og vantar félagsskap call me :)

verslunarmannahelgin óráðin ef einhver hefur góðar hugmyndir þá er það vel þegið ;o)

þangað til næst...ca
|