mánudagur, febrúar 27, 2006

bolludagur

það var sko enginn bolludagur hjá mér í dag :( búin að liggja killiflöt í rúminu síðan á sunnudagsmorgun með beinverki og pest. var nú sammt hress á laugardaginn og fór með Uglu í Husky göngu, Nótt fékk ekki að koma með þar sem hún var á hálóðarí og þá nennum við ekki að hitta einhverja sæta Husky gaura, en Ugla var þvílíkt ánægð með lífið og daginn. dæmið hefur snúist við á heimilinu, núna er það Nótt sem er að æra Uglu með lóðarís greddu og núna situr Nótt útí garði vælandi og ýlfrandi og vill fá Uglu út að leika við sig...endalausir tíkarstælar á heimilinu :o/

frétti af því að fleiri en einn og tveir voru ekki að lesa rétt í ljóðið hér að neðan og héldu að einhvað svakalegt væri nýlega búið að gerst hjá mér sem léti mig harma í hljóði, þannig að ég ætla að útskýra mál mitt aðeins. Ljóðið heitir 20.02.04 sem er dagsetningin 20 feb 2004 sem er hræðilegasti dagur sem ég mun nokkurtímann á æfinni lifa, fyrsta erindið er um hálkuna, annað erindið er um littlu stelpurnar mínar tvær sem dóu þann dag og þriðja erindið er um mig. þetta ætti þá að vera á hreinu og leiðrétta allann misskilning ;)

ps
búin að bæta við alveg böns af hundasíðulinkum :) sem er náttúrulega bara gaman að skoða ;)
|