föstudagur, nóvember 03, 2006

hlæjum oftar !!

var sem sagt að klára að safna gögnum fyrir rannsóknarverkefni sem ég og einn gaur erum að gera, það gekk í stuttu máli út á það að athuga hversu margir mundu hlæja ef ég hlæ af því að hann hellir hrikalega mikilli mjólk á gólfið þegar hann er að fá sér kaffi á kaffistofum háskólans :) ég er sem sagt búin að vera að gera mér upp hlátur og æfa mig í hlátri síðustu daga...það er algerlega málið!! ef maður er súr og svekktur þá á maður bara að gera sér upp hlátur og ef maður er nógu skemmtilegur þá endar það í hláturskasti híhíhí ;) ein skemmtilegustu hlátursköstin sem ég hef tekið eru þau þegar ég og skíðafélagar mínir fórum í leikinnn hóphlátur!...einn byrjar að hlæja bara smá og síðan hlær næsti meira og svo framvegis þar til þetta endar allt í hláturskasti híhí alveg hrikalega gaman...

dagskrá helgarinnar só far er að fara á hunda ræktunarnámskeið í dag og í fyrramálið hjá Hans-Ake Sperne, þetta verður án efa mjög fróðlegt og gaman, hann er atferlisfræðingur og mun að mestu leiti tala um byggingu og atferli hunda :)
síðan er stefnan sett á að kíkja á kaffihúsalífið með the gells í kvöld og fá sér einhvað rosa hollt, engar kökur og engann cervesa :( því það verður tekið hrikalega á því á morgun eftir námskeiðið þar sem Elítuæfingarnar sem ég er að stefna að verða testaðar í real environment og í full action !!

ég er búin að finna ofurmömmu íslands...sá hana á mikklubrautinni áðan..hún gat hlustað á útvarpið, keyrt á 80, talað í símann og gefið barninu sínu pela, allt í einu!! hún var sammt örugglega á sjálfskiptum bíl.

kveðja
Ögnin
sem veit NÚNA hvar himnastiginn er !! hehe
|