þriðjudagur, mars 22, 2005

...

komin heim frá siglufirði, gaman og góður árangur hjá krökkunum ekkert til að kvarta yfir. kom sérstaklega glöð heim þegar ég sá að starfsmenn reykjavíkurborgar eru búnir að sópa gangstéttirnar þannig að nú hefst gamanið línuskautaæfingar hjá okkur mæðgunum á hverjum degi, legg til að við byrjum rólega af því að við erum ekki í neinu formi eftir veturinn en síðan verður sko tekið á því !!

er ekki búin að vera að læra neitt í vetur en í staðin er buddan full af peningum (veit ekki hvort er betra :/ ) og refsingin fyrir lærdómsleysið er að ég verð í borginni að læra um páskana, fer reyndar í brúðkaup á snæfellsnesið hjá magga og sunnu á laugardaginn og kem aftur heim á sunnud..hlakka til :) ohh langar svo mikið að fara á ísafjörð þarna á sunudeginum en það verður ekkert af því, en fer vestur um hvítasunnunna.

-mig vantar ennþá vinnu í sumar !!
-er með rosalegt kvef og hnerra geibilega mikið.
-ef þú ert að lesa þetta blogg þá skaltu nú vera kurteis og kommenta einhvað þarf ekki að vera merkilegt ;o)
-þoli ekki hundana sem búa fyrir neðan mig, þeir gelta endalaust mikið og ekki út af neinu, nótt og ugla sitja bara útí garði og hneikslast af þeim, ohh þær eru svo fullkomnar !! :)

...jæja best að halda áfram með ritgerðina um matarfíkla sem eru í 12 spora kerfi OA samtakanna ;)
|