sunnudagur, mars 13, 2005

kuldi er af hinu góða

þá er þessi kulda helgi að vera búin, mikið búið að vera að gera. við mæðgurnar horfðum á idolið og hökkuðum í okkur snakk og reykt svínseyru ég var sammt meira í snakkinu. eftir það fórum við og gistum uppí skálafelli sem gekk ágætlega nema nótt og ugla voru að veiða einhverjar hlussu fiskiflugur alla nóttina, vöknuðum síðan fyrir kl 7 til að halda svigmót KR 9-12 ára, smá stress en það reddaðist allt á endanum.

svekkjandi svekkjandi allur snjórinn farinn á ísafirði þannig að það verður ekkert unglingameistaramót um næstu helgi sem þýðir að ég fer ekki vestur fyrr en 14 maí sem er bara allt of langt þangað til, í staðin fer ég til siglufjarðar sem er sko engin sárabót :(

var að koma af æfingu í bláfjöllum og það var KALT!! giska á -17 gráður en fréttatíminn sagði -26 gráður sem mér finnst soldið ótrúlegt, kannski ekki alveg að marka mig var nebbla í þrem rúllukragabolum, vindheldri flíspeysu, tveim úlpum, tvær húfur, tveim gammasíum og skíðabuxum..soldið íkt ;)

stundum get ég verið alveg sko ! fjórir af mínum krökkum fermdust í dag ég fór í eina veislu en sendi sammt fjögur skeiti, sem sagt einu of mikið greiið hlynur fékk skeitið sitt mánuði of snemma :/ hann er auðvita búinn að hryngja í mig og panta nýtt skeiti á fermingardaginn..hann fær sko skeiti!!

bryndís sys hér kemur smá um þig af því að þú ert alltaf að kvarta yfir því að ég bloggi ekkert um þig. bryndís er að fara að fá bílpróf eftir 5 mánuði, hún á kærasta sem heitir grétar, hún talar alveg rosalega hratt, er rosalega fjörug og skemmtileg stelpa sem fær sér flúmmí reglulega ;o)
|