föstudagur, mars 25, 2005

jeiii

hundasleðinn er kominn frá svíþjóð http://www.bjorkis.com/sladar/S13/slade13.htm við auðvita óð í að prófa hann, erum búin að vera uppí skálafelli í allann dag það var svo lítill snjór að við prófuðum sleðann bara smá nótt og ugla kunna líka ekkert að draga en það verður sko þjálfað upp í þeim í sumar þannig að þær verði sénar næsta vetur!! (setti myndir inn á yndislegu afkvæmin mín í möppu þar) eftir sleðarallið fórum við í svona 2-3 klst göngutúr um fjallið, nótt og ugla rosalega duglegar í að vera lausar ;)

búin með matarfíkn ritgerðina mína held hún hafi bara heppnast ágætlega þrátt fyrir knappann skrifunar tíma, ég er sem sagt orðin séní í fólki með matarfíkn .. ekki slæmt það ;o)

er að fara í matarboð hjá jóhönnu og jóhanni á eftir og síðan í brúðkaup hjá magga og sunnu á morgun lau og fram á sunnud, svaka stuð gistum á hóteli hjá arnarstapa sem leifir ekki hunda :( sem er fúlt af því að við ætluðum að fara á snæfellsjökul með tíkurnar og sleðann á sunnudaginn en það verður ekkert úr því :(
mig vantar bara að láta bjóða mér í mat eða partí á sunnudaginn til að fullkomna páskana...á maður ekki alltaf að borða hjá einhverjum öðrum á svona sérstökum frídögum ??
|