þriðjudagur, maí 23, 2006

Sveitt !

fór í gær í minn fyrsta "alvöru daglega göngutúr" síðan einhvertíman um páskana og eftir aðgerð. alvöru daglegur göngutúr = tíkurnar í lengingarólum og gengið um göngustíga grafarvogsins í ca 1klst með félaga mína í reykjavík síðdegis í eyrunum ;) ég tók vetrarveðrið eða kalda sumarveðrið heldur of alvarlega þar sem ég fór út í...
-gönguskóm og ullarsokkum
-tvennum gammasíum og í skíðabuxum.
-hlírabol, rúllukragabol, prjónaðari peysu, vindheldri flíspeysu og dúnvesti.
-með húfu og vetrargönguhanskana mína...

...þá spyr maður sig??
Hélt ég að ég væri fyrir norðan eða austan ?
vildi ég fá mýkri lendingu ef ég mundi detta ?
þurfti ég að halda hnénu heitu ?
var ég að vonast til að það væri kaldara ?
langað mig bara að klæða mig í öll fötin mín ?
vildi ég verða sveitt til að brenna meiru í göngutúrnum ?
eða var ég bara með Önnu láru stæla ?
|