föstudagur, október 12, 2007

flutt...

með tilkomu stórprinsessunnar í þennan heim dugir lítið annað en að splæsa í lén þar sem myndir og texti gefa sýnishorn af lífinu á reykjaveginum ;) þannig að núna er bara að fylgjast með á slóðinni http://www.reykjavegur63.is/

kveðja maría ögn :)
|

miðvikudagur, október 03, 2007

vikugömul :)

iss ég nennti ekkert að klára þetta blogg hér að neðan og man sko ekki hvað átti að standa meira :o/ en takk kærlega fyrir allar kveðjurnar, gaman að fá svona kveðjur og vita hverjir eru að fylgjast með :)
en allavegana þá gengur allt alveg súper vel hér á heimilinu, littla manneskju krílið sefur á nóttunni og sefur á daginn og vakir, drekkur og gerir í bleyju þess á milli nánast eins og klukka :) hún fær sko nóg að borða og er svaka dugleg, var bara 10gr undir fæðingarþyngdinni þegar hún var viktuð 3 daga gömul :) marr er síðan bara strax komin í blöðin en það er venjan að allir sem fæðast á akranesi koma í blaðinu skessuhorni þannig að hún er í blaðinu í dag en annars ætlum við að reyna að halda öllum fjölmiðlum frá henni eins lengi og hægt er..mikið verið að hryngja og bjóða háar upphæðir fyrir viðtal og myndir og svona :o/ ;) hehe (djókur)

mér finnst ég algjör hetja og á skilið hrós hehe...að vera búin að vera inni í heila viku, ég er ekki beint þekkt fyrir að geta setið á rassgatinu og verið inni svona lengi og einn dagur hefur hingað til verið nóg fyrir mig, en tíminn er svakalega fljótur að líða enda mikklu að venjast :) fór sammt allaleið út í búð í dag og já það var vægast sagt spes..líka spes að hafa getað rennt upp dúnvestinu mínu ;)
getið smellt á myndirnar til að stækka þær..

búúú...ég er afturganga
kúri kúr
svona sefur maður og síðan heyrist annarslagið mal úr vöggunni :)
úff hvað við erum glaðar með lífið ;)
testa bílstólinn, reyndar búin að testa hann smá í heimferðinni frá akranesi og gekk það rosa vel
hún er einhvað crasy yfir því að fá ekki að fara á rúntinn í dag :o/
komin í gallann sem amma og afi á ísó gáfu henni..
(ekki hægt að stækka þessa, veit ekki af hverju)
mússí mússí...
við að leika saman ;) voða létt að leika við svona vakandi stubba, bara tala og tala um bara ekki neitt (á ekkert erfitt með það sko) veit sammt ekki hvort henni finnist það skemmtilegt en það á eftir að koma í ljós :)
og aftur er ég sofnuð, í flottu vöggunni sem amma og afi á ísó gáfu henni, með sætispúðana sem eiga að vera í tripp trapp stólnum sem afi og amma á hvammstanga gáfu henni, tilraun til að örva skilningavitin í vökustundunum ;) hehe
kv ögn
|

þriðjudagur, október 02, 2007

..unfinished blog...

getið smellt á myndirnir til að stækka þær
maður sefur alveg doldið mikið..
grætur voða lítið en smá er nauðsynlegt ;)
einhverjar geiflur, held að það sé engin hugsun á bak við þennan svip nema bara vöðvaæfingar.
alveg steinsofandi og fallegust
í slökun
einhvað að tjá sig, held að hún sé að byðja um "bara aðeins meira, mamma mín"
kjúlli á skiptiborði að syngja gloríu ;)
Nótt og Ugla að rífast um það hvor á að vera stóra systir, þær eru jafn gamlar en Nótt er frekari þannig að hún er sem sagt stærri systirin en báðar stóra systur, gott að þær gátu útkljáð málið áður en littla chill mætti í heiminn, fórum daginn áður en hún fæddist í 2 tíma göngutúr til að leysa málin ;)

....á eftir að klára bloggið...farin að sinna mannveru meðan hún er vakandi með augun opin sem gerist ekki mjög oft...
|

föstudagur, september 28, 2007

Chilbab var Stúlka ! :o)

Jebb Chilbab er lítil stelpuhnáta :) og þetta líka stundvís að mæta á settum degi 26 september kl 14.19 á Akranesi, hún tók sko ekki langann tíma í þetta enda keppnismanneskja :) 14 merkur og 53 cm algjör Elite með topp einkunn frá toppi til táar!! bara yndisleg og meira yndisleg :) hendi inn nokkrum mont myndum :)
getið smellt á myndirnar til að stækka þær.
seinnipartinn 26 september nokkurratíma gömul. með pétursspor frá pabba sínum og valbrá milli augnanna eins og manna sín :)

ossomikið glæný
1 dags gömul, mega spennt að fara í bílinn frá akranesi og heim í mosóinn
nótt og ugla eru í skíjunum ;) og heilmikið að gera á heimilinu þannig að fleiri myndir seinna :)
kv ögn
|

mánudagur, september 24, 2007

tú days tú gó

þið misstuð af mikklu um helgina...Skíðagöngufélagið stóð fyrir fyrsta hjólaskíðagöngumóti sem vitað er að haldið hefur verið á íslandi, gengnir 10km í brekku allann tímann :) gott hjá mér að vera í stjórn félagsins og skipuleggja svona mót þar sem ég hef aldrei prufað svona græjur :o/ ég gat bara þóst vera svakalega klár :) skelli mér deffinettlí á hjólaskíði þegar lífið leifir en hef á tilfinningunni að línuskautarnir eigi eftir að vera meira notaðir þar sem reyndu mennirnir segja að það sé erfiðara að stoppa sig á hjólaskíðum en á línuskautunum...nema að ég fari bara á þjóðveginn og láti tíkurnar draga mig þangað til þær eru búnar á því... :o/ ég er með strípiþörf ;) og ætla sko ekki að hætta að setja myndir af mér hálf berrasaðari á netið eftir að chillarinn er mættur í heiminn!!...hinsvegar var ég með hausverk og sleppti því að taka mynd af honum :P þessi er tekin 11 sept og þá var ég komin 38 vikur af þessum skipulögðu 40.

ég er hissa á því að ég sé enn með jafnvægi, reyndar togar rassinn í hinumegin og vegur einhvað upp ;) með tilkomu þessarrar vambar hef ég komist að því að ég er subba...er alltaf að hella einhverju niður eða missa mat á vömbina, hingað til hefur þetta greinilega bara allt farið á gólfið nótt og uglu til mikillar gleði :) bidda bjöss tók þessa á laugardaginn.
það bólar ekkert á þessu barni og ekkert gefur til kynna að það ætli sér að mæta á svæðið á næstunni kannski er þetta eftir alltsaman bara kókapuffsvömb!! :-O
|

fimmtudagur, september 13, 2007

sept rann upp

engin bloggleti búin að vera í gangi heldur bara mjög svo upptekin manneskja, farið að hægjast um og Chillarinn má bara fara að láta sjá sig :) sumarið er heldur betur búið og ómæ ómæ hvað það leið hratt og ég náði sko ekki að gera allt sem ég ætlaði mér að gera...er sammt ekkert grenjandi yfir því sko :)

er þægilega að upplifa öðruvísi haust en vanalega, fyrsta skiptið síðan 1989 (jebb 2007 í dag) þá kem ég hvergi að haustþrekæfingum, hvorki sem iðkandi né þjálfari ! hinsvegar fá félagsstarfskraftar mínir að njóta sín því ég er í stjórn nýstofnaðs skíðagöngufélags á höfuðborgarsvæðinu :o/ sjebb búin að skipta bara yfir í gönguna frá alpagreinunum sem er bara spennandi kúl :) er svo sannarlega lélegust af þeim í stjórninni á gönguskíðum, bara einhverjir Vasakeppnis-reynsluboltar en ég á hunda sem geta dregið mig ;)

veðrið hefur algjörlega sökkað síðustu vikur ég hefði haldið að geitungar héldu sig bara inni í búinu sínu í svona veðri en nei nei þeir vilja vera inni í timburhúsinu mínu :( þrjá daga í röð í síðustu viku komu um 5-6 geitungar inn á dag, ég og nótt vorum sveittar á veiðunum þar til ég fékk nóg og reddaði málunum með því að hanna gluggavarnir...franskur rennilás og tjull !! snyrtilegt, virkar og ég ósveitt og áhyggjulaus ;)

samkvæmt planinu á Chillarinn að mæta 26 sept og það þýðir að í dag eru bara 13 dagar í þetta, er reyndar að vona að hann sé fljótfærinn og láti sjá sig fyrr, reyndar fínt að hafa hann stundvísann en það væri dæmigert að hann verði bara sauður og seinn :( en allavegana í mesta lagi 27 dagar í mætingu :) sem er alveg agalega stutt, tel mig bara ágætlega setta með allt tilbúið..nema kannski ungbarnakunnáttu en börn eru háþróaðar verur þannig að þetta ætti ekki að vera flókið :o/
er annars alveg mega hress og gæti alveg eins gleimt því að ég sé ófrísk nema ég er bara vanalega ekki með svona vömb :)
(tekið 21ágúst, komin 35v sem er 8mánuðir og einhvað farin að síga)




á ekki nýrri bumbumynd í tölvunni en vömbin er sko búin að stækka meira og er nú farin að rekast í veggina :o/ en þrátt fyrir vömbina þá er ég að fara á kostum og algjörlega að bæta danshæfileikana mína í bumbuleikfiminni, kannski ekki dansæhæfileikar en fyrir manneskju sem hefur í mestalagi farið 2 sinnum í erobik eða pallatíma þá er ég ánægð með mig ;) þessi leikfimi er algjör snilld og ég mæli með því að þið óléttu eða þið sem þekkið óléttulínur látið þær vita af http://www.fullfrisk.is/ sem er án efa má segja harðasta óléttuleikfimi sem er í boði, mikið af æfingunum svipar til boot camp og eru ótrúlega fjölbreittar og allt undir stjórn tveggja hjúkka þannig að það er allt undir control :) gerðist súpermodel einn daginn (þá komin 34vikur) og árangurinn sést í þremur mismunandi bannerum og í linknum "myndir" á síðunni hjá fullfrísk :)

annars er Uglu að dreima einhvað svakalega skemmtó hérna við hliðina á mér, "geltir" og kippist til..bara krúsí :)

Ugla að pústa eftir mikil hlaup um helgina :) "lífið er yndilegt" er hún pottþétt að hugsa !

laaang blogg og farin að sinna Sky og nammipokanum ;)

kv ögn

|

mánudagur, ágúst 20, 2007

sjúbbírallarei

...búin að vera í einangrun frá útiveru og glensi síðustu daga með höfuð ofan í bókunum...EN ég er vöknuð upp til lífsins og er nú frjáls allra ferða ! :) kúlan er held ég bara orðin nokkuð stór og farin að síga niður á læri og vaxa upp í kok...EN ég get sammt ennþá nagað á mér táneglurnar, ekki það að ég geri það reglulega, þurfti bara að prófa og æ did it ! :D talandi um táneglur þá fylgist maður nú með því hvað ætti að vera að gerast í hverri viku og ég á víst að vera orðin svo rosalega viðkvæm af hormónum að ráðið sem pabbanum er gefið á einni síðunni í viku 35 er "Do something special like polish Mom's toenails. She can't see or reach her toes, and she'll feel nice going to the hospital with pretty toes." Ó GOD það er sko enginn að fara að lakka á mér táneglurnar, á minni stuttu æfi hafa þær aldrei verið lakkaðar og kristinn er sko ekki að fara að taka á skarið!! :o/

minns ætlar að fara að klappa og klóra og knúsa tíkurnar mínar :)
...later
|

laugardagur, ágúst 11, 2007

die summerfrei ist kabúff ;)

og komin heim til að vera... byrjaði á malbikinu í viku með brúnu fólki (brúnt = skemmtilegt) eltum góðaveðrið og tókst það helvíti vel í stuttu máli þá var það borgarfjörðurinn, fljótshlíð, atlavík og norðurleiðin heim sem var reyndar tekin á spítti því það var ekkert gott veður þar. það var etið vel, aðrir en ég drukku drykk djöfulsins með rjóma og púðusykri og drykk maríu mey sem kallast cervesa. við vorum dugleg að baða okkur og brúnkuðumst í hverri höfn, spiluðum uno og krikket og í minningunni var ég nottla best í báðu! (enda enginn hér sem getur mótmælt því)
...við elskum úti !!!
þær elska lífið..og hvora aðra :)

eftir malbikið var stutt stopp í mosó til að skipta af bensanum yfir á patrolinn, ná í krossarana og fara í hálendisfötin og engann svitaliktaeyðir :P keirðum upp í landmannalaugar og vorum þar nokkrar nætur, kristinn og bjarki þeistust um á hjólunum upp að langasjó ofl á meðan við tíkurnar fórum í fjallgöngur, gengum ca 10 km inn á laugarveginn áleiðis að hrafntinnuskeri en urðum þá að snúa við því við vorum ekki beint á leiðinni 45km í viðbót í þórsmörk :(
það er fallegt..

og fagurt..
við erum svo bestar ;) komnar á leiðarenda þessarrar göngu, bara eftir að ganga til baka.
komnar aftur niður í landmannalaugar
eftir landmannalaugar keirðum yfir sprengisand ætluðum að gista á leiðinni en keyrslugleðin var það mikil að við ákváðum að taka ódáðahraun líka og stefnan sett á öskju og víti
Ugla og Nótt á sprengisandi með hofsjökul í baksýn
aðeins að hleipa úr til að auka þægindin á þvottabrettinu á sprengisandi
yfir ódáðahraun, það sést ekki vel en hægramegin á myndinni eru tvær vegstikur..vegurinn er sem sagt vinstra megin við þessar stikur :o/ vegurinn bauð upp á alveg töluverðann hraða..allt upp í 20 km/klst
við vorum ívið lengur á leiðinni yfir hraunið því draugar og tröll stóðu fyrir okkur í þokunni sem lá yfir svörtu hrauninu, engin nenna var til að tjalda fellihýsinu upp undir morgunn þannig að við sváfum í bílnum, tíkurnar í skottinu, strákarnir í framsætunum og ég fékk svítuna ÖLL aftursætin þrjú ;) þar sem við vorum einhverstaðar í rassgati við öskju og maturinn allur í fellihýsinu þá var þetta morgunmaturinn, morgunkaffið, hádegismaturinn og kaffitíminn...fyrir þrjá :o/
byrjuðum daginn snemma eftir góðann svefn í bílnum og tókum 6km göngu upp að öskjuvatni og víti, fengum þetta fína veður í 1100metra hæð kafalds-snjókoma í júlí, bjarki baðaði lærin á sér í víti en við kristinn héldum bara áfram að vera skítug :D þarna er bumban á 32 viku um 7 mánuðina..
á leiðinni til baka úr víti, vorum ekki beint með réttu fötin í snjókomuna, strákarnir í stuttbuxum og sandölum og bjarki á tánnum ;)



brunuðum styðstu leið upp á malbikið og böðuðum okkur í jarðböðunum á mývatni..gooottt, átum mat á greifanum um kvöldið..gooottt og planið var að fara í afmæli í rvík en nennan var lítil þegar við vorum komin í mosóinn um 2.

stoppuðum aftur stutt í mosó og fórum síðan til ísafjarðar um verslunarmannahelgina og þar var þemað, mýrarbolti, leti, ball og matur :)

well farin í sturtu, svo sumarhátíð BC svo barna-ammali svo BC sumarhátíðardjamm á glaumnum...

kv ögn

|

föstudagur, júlí 13, 2007

...

Farin í sumarfrí út á land, upp á hálendi og yfir sand.
Markmiðið er að labba, borða, sitja, liggja, brosa, spila, syngja, hlæja og baða mig með öðru fólki :)
kveðja Ögn, Ugla og Nótt
|

miðvikudagur, júlí 04, 2007

fróðleiksglápan

Er farin að upplifa það illilega að fólk sé með glápuna á mig sama hvort ég sé í fötum eða í littlum fötum á sundlaugarbökkunum..frekar vandræðalegt...en anyhó hef fengið ýmis komment frá littlum púkum varðandi vömbina mína en fékk einn mjög heljarinnar fróðleiksmola frá einni ca 9 ára í sturtunni í sundlaug mosó í dag þegar hún sagði mér að ég mætti alls ekki vera að hlaupa og skokka mikið því þá yrði barnið lofthrætt!! ómæ ómæ ekki gott en ég held ég sé nú ekki búin að hlaupa það mikið að chilbab eigi eftir að verða lofthrætt...


tími kominn á nýja bumbumynd á netið (27vikur), er einhvað lítið að taka myndir að berri vömbinni en það ætti að vera óhætt núna fyrst að kristrún er búin að sjá naflann með berum augum þannig að naflamynd fer að nálgast ;) hehe...mér líður ekkert illa eða einhvað svoleiðis ég er bara með svona skrítinn svip..hvað er málið með svipinn?? og hvernig í helv á maður að vera á svipinn þegar það er verið að taka mynd af vömbinni á manni...



...lausn.. bara ekki vera með svip heldur bara reyna að sjá á sér tærnar !?!?




kveðja ögn

-sem er í skýjunum yfir því að Chilbab hefur ekki enn kvartað yfir hafragrautnum á morgnanna með ógleði og uppköstum-

|