laugardagur, apríl 30, 2005

:o/

-nótt og ugla eru vargar
-átu friends hulstur
-fjarstýringu
-og fleira
-ugla át penna
-og annann penna
-er nú blár hundur
-prófið í atferlisfræði búið
-ekkert hræðilegt
-nema að ég var að pissa á mig
-er að fara að lesa lífeðlisfræði
-sýnishorn af dagskrá næstu daga
-anatomia of the nervous system
-psychopharmacology
-amnesia
-og fleira skemmtilegt!
-strembnir dagar
-og sól úti
-fólk að borða ís
-og hlæja
-ég inni
-slæmt !!
|

fimmtudagur, apríl 28, 2005

hóst

ohh þessi atferlisfræði er alveg að fara með mig, hvað var ég eiginlega að þykjast vera með að skrá mig í sálfræði ?? en allavegana þá ræðst framtíð mín á morgun þegar próf dauðans verður sett á borðið hjá mér!!

en það er alltaf einhvað sem er gott.. td maturinn sem "ég og kristinn" buðum lenu og gunna í í gær :) dæmið hennar lenu með bananana og cammelbertinn jammý.. takk fyrir mig ! og síðan átti að fara að læra en nei nei blóðsúthellingar á heimilinu takk fyrir! en lærði síðan samviskusamlega til 3 :)

--en allavegana ég ætla að halda áfram að lesa um research in applied behavior analysis.. og skella mér síðan í upprifjun restina af deginum.
|

mánudagur, apríl 25, 2005

jæja búin að vera að borða alveg síðan á miðvikudag, fyrst á kea nokkrar máltíðir síðan fermingaveislur á laugardag og síðan boðið í sunnudagssteik hjá önnu og þórir þannig að ég ætti ekki að þurfa að borða aftur fyrr en eftir prófin :)

árangur KR krakka á andrés alveg til fyrirmyndar fullt af verðlaunum hjá littlum hóp og sérstaklega áberandi í 13-14 ára flokknum mínum ;) mont !

ugla var að byrja að missa feld og sú ætlar að gera það með stæl annað en nótt sem er búin að vera að dunda sér að þessu í einhverjar vikur en er nú að klára, ugla á eftir að líta út eins og anorexiu sjúklingur eftir nokkra daga þegar allur undirfeldurinn er farinn, kembdi henni í gær og er komin vel á veg með kodda ;) en allavegana ef einhver ætlar að koma í heimsókn þá ráðlegg ég honum að koma í leðurgallanum sínum !!

fyrsta prófið á föstudaginn = hólý mólý er að farast úr stressi er svo stressuð að ég hef mig ekki í það að byrja að læra er bara í einhverjum transi og horfi á bókina sem býður eftir að ég lesi um establishing operations!

---ljóð í tilefni dagsins
______

með fullann maga
hún mun fleigja sér,
í gólfið,
og grenja í marga daga.
ef hún ekki fer að sýna sér
harðann her aga!
_______

kveðja maría og hárin
|

þriðjudagur, apríl 19, 2005

dudduruurumm

shétturinn hvað ég er með í maganum yfir þessum prófum og var að komast að því að prófið sem ég ætlaði að eyða minnstum tíma í er 50% ritgerð + einhverjar skilgreiningar = gangi mér vel :/ hóst!

og ég að fara á andrésarleikana á morgun, þannig að það er vinna næstu 4 dagana (andrés er ekki aflöppunarferð fyrir þjálfara!) vaknað snemma farið á skíði verið á skíðum - komið heim - preppa skíði - verðlaunaafhending - preppa skíði og vera síðan eins skemmtilegur og maður getur allann tímann og reyna að slá metið sitt í að segja brandara = hard work en gisti sammt á kea og fæ næringaríkann mat!! :). fer síðan beint úr fjallinu á lau og bruna á hvammstanga í fermingaveislur, verð því miður að sleppa kirkjunni hjá andra bróðir, og síðan verður farið í bæinn á laugardagskvöld til að geta lært næstu 16 dagana sem ég vildi frekar að væru 30!

búin að prumpa mér sódavatn og kaupa mér kíví, jarðaber, harðfisk (frá stiganda=laang bestur) og snöre lakkrís og ætla að massa kafla 10 um conditioned reinforcement
|

laugardagur, apríl 16, 2005

já já það er frábært að eiga hunda en ! ég er ekki frá því að ég þurfi að fara að drífa mig í nærfataverzlun og verzla mér nærur, yndislegu tíkurnar mínar réðust sem sagt á óhreinatauið :( og ég bara að lesa um investigating human aggression...
|

föstudagur, apríl 15, 2005

já spurning að fara að hætta að yrkja svona, en allavegana þá er komið að því að læra eins og vittleisingur undir prófin. lífið mitt er mjög spennandi þessa dagana-
vakna
vera stressuð
læra
skíðaæfing
læra
vera stressuð
sofa
og ekkert þar á milli nema kannski borða smá.

andrésarleikarnir í næstu viku
og ég er farin að læra...kafli 6 Aversive control of behavior
|

miðvikudagur, apríl 13, 2005

ðójl

fláðu mig "ljóðið" í blogginu hér á undan er ljótt, bjó þetta til þegar ég var vittlaus unglingur, er ekki frá því að ég hafi meira að segja verið í þjóðhagfræði tíma þegar ég gerði þetta :/ en bæti þetta upp með að henda í eitt svona ljúfara...
_______

Fröken.
einhvað pisst?
þetta er bara leikur
líf
og list!
_____________
|

þriðjudagur, apríl 12, 2005

eee..
vantar ennþá vinnu, helvítis klúður þarna í fyrra :o/

humm
ha læra!
betra en að vera gæra
í sauðahúsi

grrrrrr

fláðu mig lifandi
skjóttu af mér hausinn
farðu í fílu
þú getur átt þig
ettu mig strax!
(full ástæða til að taka það fram að þessi klausa lýsir engu raunverulegu í mínu lífi bara kroti)
|

föstudagur, apríl 08, 2005

tuss tuss og ég sem hélt að það hefðu bara verið paparatzar í hvalfjarðargöngunum að reyna að ná myndum af mér.. en nei þá var það bara littla myndavélalöggan, ég fékk sem sagt sekt, en það var sko ekki alveg mér að kenna ég var nebbla að keira heim úr brúðkaupinu á snæfellsnesinu og bensínljósið var kviknað og ég ekki með pening þannig að ég þurfti að spara allt sem ég átti og í örvæntingu minni lét ég mig renna niður göngin á alveg 89 alger glæpon! ég rétt komst heim í grafarvoginn en er nokkuð viss um að ég hefði orðið úti á hringbrautinni ef ég byggi ennþá út á nesi.. þannig að hjúkket!!

ísland.. voðalega óákveðið land einhvað
|

mánudagur, apríl 04, 2005

bloggíddi blogg

enn ein helgi í viðbót flogin í burtu, margt félagslegt gert um helgina en lærdómurinn ekki mjög áberandi en kláraði sammt næst síðustu ritgerðina af 4, heilar 15 bls um atferlisfræði og tilraunir á rottum og geri aðrir betur segi ég nú bara !!. fórum í mat til lenu og gunna sósumeistara á laugardagskv í nýju íbúðina þeirra sem er vægast sagt flott sko (veit að vala matt er einhvað farin að banka á glugga og hurðir hjá þeim en þau þora ekki til dyra) en kvöldið endaði auðvita með hlátrasköllum og öli ;) vaknaði eins fljótt og ég gat á sunnudaginn hoppandi af gleði yfir snjónum og fórum upp í bláfjöll með nótt, uglu og nýja sleðann, rósa ræktandinn okkar kom líka með mánuskin, sól, latino og jörð og það var sko "sleðað" myndir á króatía ofl hér til hægri.

eins og kannski margir vita þá hef ég geibilegann áhuga á auglýsingum og þið verðið að sjá nýju auglýsinguna frá umferðastofu þar sem littlikrakkinn í pollagallanum rífur kjaft hún er svo findin að ég held barasta að hún fari í topp 10 hjá mér :)

...ugla er vittleisingur og nótt er furðuleg !
|

föstudagur, apríl 01, 2005

keppni á keppni ofan

ef það er einhver sem er glaður með lífið þessa dagana þá er það hún vetrar ugla!! vill alltaf vera að leika og ef það er enginn sem nennir að leika við hana þá finnur hún sér bara einhvað að gera, nótt heldur allavegana að hún sé eldri og þroskaðari en ugla og er stundum bara soldið hneiksluð krakkanum :P

ég ætla að efna til samkeppni um girðingar og garðahönnun í dverghömrunum, þarf nebbla að fara að ákveða hvernig við ætlum að hafa girðinguna, þannig að þeir sem vilja taka þátt mæta bara í heimsókn og mæla garðinn út og síðan verður veglegt grill teiti í boði fyrir sigurvegarann, ekki missa af einstöku tækifæri til að sýna snilli ykkar ! og sá sem finnur vinnu fyrir mig í sumar fær líka veglegt grillpartý + pakka !! til mikils að vinna.

jæja búin með tvær ritgerðir og þá er bara að byrja á þeirri næstu...gaman ! :/
|