sunnudagur, janúar 29, 2006

home

komin heim úr ameríkunni, ógeðslega gott að vera komin aftur í land eðlilegra skammtastærða af öllu, það er svakalegt hvað allt er mikið þarna maður átti alltaf helminginn eftir á disknum en sammt alveg pakkaður, ef maður kaupir gos í plasti þá eru það ekki 500 ml heldur 591 ml, sem sagt búin að vera vel södd allann tímann ;)
var að þjálfa frá 8-15 og eftir það dinglaði maður sér bara og drakk bjór, fór í bobsleðabrautina sem var gerð fyrir ólympíuleikana 1980..ógó gaman þvílíkur hraði ;) komst að því að ameríkanar eru yfirmáta kurteisir var meira að segja bara soldið vandræðalegt, allavegana þar sem ég var :)

ohh hvað það var æðislegt að hitta tíkurnar mínar aftur, ný orðnar 3 ára :) áttu afmæli síðasta föstudag þessar elskur ;) nótt er gjörsamlega orðin hárlaus þannig að ég slapp við hárlosið en rósa og anna eru örugglega búnar að vera með ryksuguna fasta við lófann á sér á meðan ég var í burtu :o/ tíkurnar voru víst voða góðar hjá þeim frábært að hafa svona góða ræktendur á bak við sig :) :)

staðreyndir: boot camp í fyrramálið, skóli á morgun og enginn snjór á íslandi í dag!! svona er það bara daglega lífið komið í gang.
|

föstudagur, janúar 20, 2006

Ameríka

já bara í ameríkunni! landi djúpsteikingar, vonds óholls morgunmats og stórra umbúða. Lake Placid - New York hef það fínt 5 tímum á eftir ykkur, er að þjálfa frá 8.30-15.00 og síðan bara hafa gott. það er ekkert gsm símasamband hérna sammt er ég sko ekki á hjara veraldar bara einhvað annað kerfi hérna, skrítið að vera ekki með síma og enginn með síma ;)

I miss my bitch´s svo mikið, anna þú verður að knúsa þær reglulega fyrir mig ;)

ég er mega þreitt... ennþá þreitt eftir 14 tíma ferðalag.

later :)
|

mánudagur, janúar 16, 2006

MMM

mætti í skólann í morgunn og nei nei hann byrjar ekki fyrr en Á morgun.. það vantar ekki metnaðinn í stelpuna ;)híhí

það eru greinilega til kraftaverk eftir allt saman..í heilt ár er ég búin að vera að syrgja kassa sem ég hélt að hafi farið í ruslið í flutningunum, í kassanum voru bækur sem ég fékk í stúdentsgjöf, allar matreiðslubækurnar mínar (á soldið margar því fólk vill hjálpa mér með "að búa sjálf til mat" fælnina) og það versta var að það var líka box sem ég erfði frá langaafa mínum með fullt af persónulegu í... og hvað?..kristinn fann allt draslið í geymslutiltektinni og ég bara grét af gleði :) :)

og síðan bara ameríka og miðvikud, tími varla að fara af því að það er snjór í bænum og hægt að fara á sleðanum frá útidyrahurðinni minni sem er náttúrulega bara draumur og algert æði !!
Nótt og Ugla eru ánægðustu dýr í heimi núna eru allann daginn úti í garði að leika sér í snjónum og fá síðan að draga mömmu sína á sleðanum um allann grafarvoginn ;)

my beautiful baby

|

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Frétt !

bara að láta ykkur vita að ég er með bananabrauð í ofninum, þá er ég ekki að meina barn í maganum heldur alvöru deig í formi ! þeir sem þekkja mig vita vel að þetta eru náttúrulega stórtíðindi á þessu heimili og hjá mér sem persónu ;) ójá ójá
|

föstudagur, janúar 06, 2006

fun fun

Bitch´s sledding around the hood

|

þriðjudagur, janúar 03, 2006

árin

2005 búið og öll hin árin líka 2006 komið!..heirði umræðu í útvarpinu þar sem fólk var að tjá sig um hvort að áramót væru tímamót eða ekki, mér finnst þetta vera tímamót ég hugsa allavegana allt í árum síðan árstíðum ;)
2005 byrjaði vel ég var fegin að ömurlegasta ár lífs míns (2004) væri allavegana liðið úr því að ég gat engu breytt í því, 05 hófst í sumarbústað með skemmtilegu fólki og allt leit vel út anna lára vann í keppninni um fyrsta barn ársins :) 2 jan var vaknað kl 06.00 keirt heim úr bústaðnum skipt um föt fór að þjálfa uppí skálafelli síðan farið heim að pakka og stoppað við á kfc áður en við brunuðum að við héldum til ísafjarðar...- hremmingar á steingrímsfjarðarheiði - hremmingar í djúpinu - meiri hremmingar og svo...veðurteppt í súðavík kl 01.00 brjálað veður :( okkur var reddað inn hjá einhverri konu í súðavík sem betur fer var hún ekki ein af þeim sem er á móti hundum/úlfum og leifði okkur að hafa tíkurnar inni í herbergi hjá okkur í TVO daga takk fyrir, lifðum á súkkulaðirúsínum og toblerone.. enduðum með því að vera rifin upp úr rúmminu björgunarbátur á leiðinni að koma að sækja okkur hentum hundamat, tölvunum og naríum í tösku og skildum allt annað eftir...komumst loxins til ísafjarðar og þar var ísak slökkviliðsmaður á slökkvuliðsjeppa og kom okkur á leiðarenda til mömmu!

stemmingin í herberginu ..

stemmingin í bátnum..


annars var árið 2005 fljótt að líða, var ógeðslega mikið á skíðum, fór til Króatíu með krakka á fis mót, mörg golfmót og ég vann eitt þeirra ;), sumarið allt of fljótt að líða gerði ekki nærri því allt sem ég ætlaði að gera en það var sumarfrí með árna og siggu (og ásbyrgis maríu :) ), gæsun og brúðkaup í hæsta gæðaflokki, línuskautar og meiri línuskautar með nótt og uglu og fullt meira og já ég eignaðist þrítugann kærasta ;) hehe en það er allt í lagi :) híhí

ljóð til 30 ára manna !

þetta er allt í góðu lagi
vertu hress og til í allt
þú ert bara flottur gæi
30 ára, getur enn gert ótalmargt !

gleðilegt ár og takk fyrir gömul.
--
kveðja
Ögnin sem heldur að 2006 verði medium gott ár
|