fimmtudagur, júní 30, 2005

,,..,,

lífið á ísafirði er rólegt er bara að sinna þessum helstu lögfræðistörfum sem lögfræðingar sinna ;) eins og að fara í héraðsdóm og solleis :o/ ;)
sakna náttla nótt og uglu alveg sjúkt mikið og get ekki beðið eftir að hitta þær :) ohh síðan er ég orðin svo pirruð á því þegar fólk spyr mig hvenær ég ætla að losa mig við tíkurnar og eignast barn eða bara yfir höfuð að losa mig við þær, þið þarna úti sem finnst ég vera vittlaus að eiga tíkurnar mínar hættið að spurja mig! þær eru það besta í lífinu og ég ætla alltaf að eiga hundA! og hana nú! :p
|

sunnudagur, júní 26, 2005

já já

búin á því eftir helgina golf og meira golf, krassaði í tjaldi á flúðum vaknaði við cosy rigningu sem var minna cosy þegar við þurftum að taka saman tjaldið.

hundasýning sem endaði ágætlega en ekki alveg eins vel og síðast enda frekar erfitt að toppa það en ánægð með fystu einkunn og meistaraefni :)

ætla að eiga heima á ísafirði alla næstu viku og reyna fyrir mér sem lawyer ! ;) ef það er einhver á ísafirði sem nennir að spila við mig golf þá má hann endilega call me :)

stefni síðan á kvenna golfmót á næsta laugardag :) :)
|

miðvikudagur, júní 22, 2005

uppskrift mánaðarins

þar sem ég er mjög aktív í eldhúsinu og luma á mörgum góðum uppskriftum fyrir fólk sem er á hraðferð og hefur lítinn tíma í eldhús dúllerí langar mig að deila með ykkur nýjustu uppskriftinni minni sem ég kalla júní :)

1. takið cherrios og hellið í djúpa skál (magn fer eftir dýpt skálar og svengd)
2. skerið niður banana og setjið ofaná cherriosið
3. hellið léttmjólk yfir cherriosið og bananana
4. takið nesquic kakómalt og stráið yfir (verið ófeimin með magnið)
5. borðið og verið ánægð með það að hafa ekki eitt meiri tíma í eldamennskuna
ég mæli síðan með því að þið farið í golf og takið 18 af því að þiðhafið svo mikinn tíma.

Takk fyrir mig
|

mánudagur, júní 20, 2005

já já stelpan sko..

við lena vorum að keppa á opna par-fimm golfmótinu á bakkakoti í dag og ég gerði mér lítið fyrir og sigraði mótið!! og alveg 92 konur að keppa :) fékk metalíu, golfskó, geðveikann golfjakka og 5000 kr gjafabréf í par fimm í verðlaun ekki slæmt, ætla sammt að skipta skónnum og fá mér golfbuxur og þá á ég sammt fullt af afgang og get fengið mér einhvað meira flott ;)
líf mitt snýst soldið mikið um golf þessa dagana, búin að spila samtals 63 holur síðustu 4 daga síðan erum ég, gunni, lena og kristinn að fara á flúðir á föstudaginn að keppa á midnight sun open og það verður matur og flottheit í golfskálanum :) síðan á laugardagskvöld er jónsmessumótið sem er svona passlega alvarlegt mót :/ drykkir svífa um svæðið og fólkið líka þegar líður á hringinn...gaman gaman :)

en allavegana farin að sofa þreitt eftir golfið og dösuð eftir baðið--- CUT
|

miðvikudagur, júní 15, 2005

.

lost kvöldi lokið þvílíka spennan bjarki og kristinn voru sammt ekki alveg eins spenntir og ég (ég kannski soldið ýkt spennt ;) en úff golfmót á sunnudaginn, kíropraktor á mánudaginn, golfkennsla og kvennagolf á þriðjudaginn og síðan þarf ég líka að vera dugleg að fara með tíkurnar þá sérstaklega uglu bollu átvagl á línuskauta fyrir sýninguna...ég verð örugglega alveg hrikalega búin á því eftir vikuna :o/ en það er bara cool ;)

komið miðnætti, ætti kannski bara að skella mér á línuskauta...já ég ætla bara að gera það

CUT
|

mánudagur, júní 13, 2005

love golf

úff ég er orðin svo golf sjúk langar bara alltaf að vera í golfi, búin að keppa á hatta og pilsamóti kjalarkvenna og var í 4 sæti fékk maskara, varalit og boddylotion kannski ekki alveg gjafir fyrir mig en alltaf gaman að fá einhvað ;)
náði síðan að plata lenu til að koma með mér í golfmót núna á sunnudaginn, svaka mót 94 búnar að skrá sig og ég orðin svaka spennt.. við ætlum sko að vinna þetta :o/ hehe. og síðan er jónsmessumót á þar næstu helgi sem er öl mót dauðans :) golfbíllinn keirir um svæðið með veigar og gleði og síðan rúlla allir inn í klúbbhús og fá sér ljúffengasta grillmat sem til er ;) hlakka svo til og síðan sömu helgi er hundasýning ohh það verður svo gaman við tíkurnar ætlum að fá okkur íslenskt meistarastig nótt og ugla verða bara að ákveða það sín á milli hver fær það ;)

en allavegana farin að vinna svo ég komist í golf á eftir ... :)
|

föstudagur, júní 10, 2005

call 901 5001

mér finnst..
vera of mikið af hálvitum í umferðinni
hús á höfuðborgasvæðinu vera of þétt byggð
roðamaurar vera pirrandi
að ég ætti að vera betri í golfi
matur sem er eldaður fyrir mig vera bestur
tíkurnar mínar vera dýrlegustu lífverur jarðar
gaman að vera úti
íslendingar vinna of mikið fyrir lífsgæðakapphlaupinu
að menningin hér ætti að vera eins og í danmörku
lost vera hrikalega góðir þættir
vera of mikið af holum í garðinum mínum
fjarstýringin af sjónvarpinu mínu vera léleg
dómskerfið á íslandi vera hrikalegt
ég ekki eiga það skilið að vera illt í eyrunum
að paddan sem er að skríða upp gluggann eigi að drepast
bensín eigi að vera ódýrara
samræmd próf í framhaldsskólum vera rugl
skemmtilegt að fara á línuskauta með nótt og uglu
að veðrið ætti alltaf að vera eins og ég vil
...
|

þriðjudagur, júní 07, 2005

ókei ókei..ógisslea töff

já já langt síðan síðast og mikið búið að gerast, búin að fara nokkrum sinnum í golf og á línuskauta með tíkurnar og Lenu ;) fórum upp í húsafell á laugardaginn að kíkja á nýja óðalið sem er verið að reisa þar og síðan var farið á ærlegt djamm á laugardagskvöld með passova, bjór, lenu, gunna og bjarka og auðvita kristni fórum niðrí bæ sem var svona ekkert spes skemmtilegt alveg sammála lenu að maður á bara að vera í partýi í reykjavík en fara á ball í sínum heimabæ, var sammt ekki komin heim fyrr en um hálf 6 og þá var farið í að grilla.. og kristinn.. já tölum ekki um það ;) djammið varð til þess að sunnudagurinn fór í að horfa inn í augnlokin þangað til ég fór á sýningaþjálfun með nótt og uglu...ég er sko að æfa og keppa í hundum !! var síðan svaka dugleg og tók 3 fötur = 105 bolta á æfingasvæðinu sem var nokkuð strembið þannig að sunnudagurinn endaði með höfðingja, riz og sultu ;)

komst að einu í vikunni... desperate housewives er á rúv en ekki stöð tvö ! ég er sem sagt ekki búin að vera að fylgjast með þáttunum af því að ég hélt að þeir væru á stöð 2 og ég er ekki áskrifandi, ég var búin að vera að furða mig á því hvað allir væru með stöð 2 í kringum mig og meira að segja fátækustu námsmennirnir.. meira ruglið ! (en takk fyrir árni að upplýsa mig)

(skjár 1 á fimmtudögum)

silvía nótt
góða nótt
sofðu rótt
amen

(Snilldarþáttur)
|

fimmtudagur, júní 02, 2005

:o/ :o) ;o) :o(

ó já ég er hætt í einmannalegustu vinnu sem ég veit um og ekki orð um það meir er núna að vinna í nethönnun og í garðinum heima.. shit hvað ég er að drepast í bakinu eftir dugnaðinn í kvöld en garðurinn er hinn glæsilegasti! fór í kvennagolf með hjördísi í gær sem var mjög gaman stefnum á að vera með bestu mætinguna í sumar síðan verður pilsa og hatta kvennagolf á næsta þriðjudag sem verður fróðlegt, er að spá í að fara í minipilsi og með londonbaby hattinn minnn :) sé til :) híhí

ég er búin að finna mest ógnvekjandi mann íslands eða frekar mest ógnvekjandi augabrýr íslands.. kallinn á efri hæðinni er með svo svakalegar augabrýr sem er hægt að greiða í allar áttir, nótt og ugla voru einhvað að leika sér í garðinum þá koma augabrýrnar og hreita einhverju tauti í mig og ég bara hljóp skíthrædd inn og gat ekkert sagt nema bara góða kvöldið :/

það sem er best:
-nótt og ugla
-vera úti
-bjór
-sódavatn
-diskurinn með emiliönu torrini
-ná öllum prófunum
-mild sumar kvöld

það sem er verst:
-að leiðast
-fólk sem talar illa um hundana mína in my face
-vöðvabólga
-króatísk útgáfa af jagemaster
-fólk sem er sama

---ég er með stóra kúlu á nefinu eftir að ég barði hrífu í andlitið á mér þegar ég var að reyna að taka hana úr umbúðunum :( ---
|