laugardagur, janúar 27, 2007

ammal-í-da

fallegustu og yndislegustu tíkurnar eiga afmæli í dag, stelpurnar mínar orðnar 4 ára. ég fékk þær reyndar ekki til mín þennan dag, heldur fékk Nótt formlega 5 apríl 2003 og Uglu 1 Júlí 2004. ég er svo ánægð með skvísurnar mínar að það hálfa væri nóg, fólk sem á ekki hunda mun aldrei skilja hvernig þetta er og fólk sem á ekki hunda heldur líka að fólk eins og ég sem dýrka hundana mína sé einhvað gaga! þær fá mann til að brosa og hlæja oft á dag, maður getur gleimt sér í því að horfa á þær sofa, bláu augun sem horfa beint í augu manns þegar þær eru að byðja um einhvað hlýja manni, að heira í andadrættinum þeirra þegar maður fer að sofa....já kannski stoppa hér orðið allt of væmið innlegg sem er ekki beint maríu-legt hehe en þær eru bara svo æðislegastar!
Heimskauta Vetrar Nótt, fyrsti dagurinn heima

bara yndisleg

Heimskauta Vetrar Ugla,fyrsti dagurinn heima

bara svona pínulítil husky stelpa

systrakærleikurinn




það er svo margt sem við höfum farið og gert með þeim sem ég held að við hefðum annars aldrei gert ef við ættum þær ekki

já og það endar oft svona að allir sofa á gólfinu ;)


vill líka óska mér til hamingju með að vera svo heppin að eiga þær!

kveðja Ögn, Nótt og Ugla
|

fimmtudagur, janúar 25, 2007

sólarkaffi

í dag borða allir á ísafirði pönnukökur með rjóma og sultu, af því að sólin er komin í sólgötuna og allir eru glaðir í bragði.
sólarkaffi haldin um allann bæ og í reykjavík og víðar

littla sætasta frænka mín að smakka rjómann pent (þessi með puttann) ;)
mynd tekin af www.bb.is

og síðan

-- bíll er alltaf hann! nema hann sé drusla! --
|

þriðjudagur, janúar 23, 2007

helgi pelgi

Tíminn líður hratt
Helgin troðfull eins og vanalega
Fór í göngutúr með Önnu minni með tíkurnar og Champ dobermann ;)

Var síðan að þjálfa á föstudagskvöldið þegar slokknaði á bláfjöllunum, Rúv-arar góðir...taka upp frétt og slökkva síðan bara á eftir sér..maður spyr sig en veðrið var svo fallegt að ég hef barasta aldrei séð jafn störnubjartann himinn ;) skíðuðum síðan bara niður með lokuð augun, ekki það að Hafsteinn skíðaþjálfarinn minn hafi ekki látið mig gera það áður, límdi brúnt teip fyrir glerið á skíðagleraugunum og síðan átti maður bara að skíða niður hehe reyndar með hjálparmann sem skíðaði fyrir aftan mann eins og er gert með blinda skíðamenn :)

Aftur að þjálfa snemma á laugardags morgun og fór síðan beint á fjalla/göngu skíðin mín með husky buddís, gengum upp um allt á bláfjallasvæðinu í fjóra klst, nótt og ugla duglegar að draga og já við vorum búnar á því í lokin hehe

þessa mynd tók hún Anna-Vindur

Um kvöldið fór ég síðan í fallegt BC partý hjá Robba þar sem fallegu BC félagar mínir voru allir samankomnir í heldur betur gúddí fíling ;)
Síðan bara brunað í fjallið á sunnudagsmorgun að þjálfa og síðan fór restin af deginum í rúnt, bakarísmat, borða pönnsur hjá ömmu og afa kristins, horfa á dvd og eta poppkorn og vínber fram eftir nóttu ;)
|

sunnudagur, janúar 14, 2007

júhú

ég er alveg að vera búin með Quality Street dolluna mína..góðu molarnir eru búnir og ég er að spá í að henda restinni af þessum sem eru ekki eins góðir, en ætla sammt að hugsa málið aðeins ;)
helgin var alveg drakkhlaðin af skemmtun, byrjaði á föstudagskvöldið að láta nótt og uglu draga mig um hverfið á nýju fjalla gönguskíðunum mínum,

fór að þjálfa í bláfjöllum á laugardagsmorgunn..alltaf gott að komast í fjallið aftur :) fór þaðan beint á gönguskíðaæfingu með Husky félögum mínum og þaðan beint upp í skálafell með nótt og uglu þar sem þær skoppuðu upp og niður í púðrinu, þvílíka gleðin :) og um kvöldið var ísópíu hittingur þar sem maður gat alveg etið á sig gat og fyllt sig af skemmtilegum fróðleik ;)

fór síðan að þjálfa aftur á sunnudagsmorgun og síðan brunuðum við inn í kaldadal og inn haukadalsheiðina og gengum á skjaldbreið með tíkurnar og linus, náðum nú ekki á toppinn vegna myrkurs en seinna þá bara :)

mikið action!!

svo svo graceful :)


við tíkurnar gengum á toppinn á skálafellinu í vikunni í þessu líka fallega veðri!

|

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Dísús kræstur minns er pínu æstur..

vegna “að taka mér spólu” klúðurs míns...sagan...í fyrrakvöld ætluðum við tíkurnar að eiga góða kvöldstund og ég tók mér eina nýja og eina gamla fría með, horfði á nýju en þegar ég ætlaði að horfa á gömlu þá var vittlaus spóla í hulstrinu..ok og síðan í gærkvöldi vorum við ennþá videoþyrstar og ég tók eina nýja og fékk réttu spóluna í hulstrið sem ég tók kvöldið áður, kom heim og enginn diskur í nýjuspólu hulstrinu og búið að loka leigunni..urur fór síðan áðan að skila spólunni og tóma hulstrinu og vildi nottla fá skaðabætur..jújú allt í lagi segir stelpan þú færð þessa þá bara fría..döhh ég var nottla búin að borga fyrir enga spólu kvöldið áður þannig að þessi var ekkert frí ég vildi fá spóluna og eiga aðra inni í skaðabætur...bla bla bla..hún var ekki að skilja..”þú færða þessa þá frítt” grrr heimska fólk og heimska ég labbaði bara út með eina spólu sem ég borgaði fyrir í gær! og by the way shétt hvað það er lagt síðan ég tók mér síðast spólu..kostar 600 kell! Hvað kostar þá eiginlega í bíó..þyrfti að fara að skella mér í bíó.

..nótt og ugla voru sammt ekkert svaka pirraðar yfir þessu, enda frekar erfitt að pirra þær hehe
|

sunnudagur, janúar 07, 2007

Þrettándinn

..var í gær og þessi færsla var skrifuð þá aaæt ;)
Já bara komin heim í mosóinn minn, ekkert smá gott enda frábært heimili sem ég á :)kanarí var alveg það sem ég þurfti eftir þessa crasy prófatörn og já viðurkenni smá jólastress í þessa fáu klukkutíma sem ég hafði í það frá því ég kláraði prófin og var sest í vélina, man mjög óljóst hvað ég skrifaði í þau fáu jólakort sem ég sendi og man alls ekkert hverjum ég sendi..anyhó heilinn var dofinn og ef ég skrifaði einhvað sálfræðirugl sem ég hefði frekar átt að skrifa í prófin þá byðst ég afsökunar á því!

Ég held ég sé búin með eftirréttakvótann minn fyrir árið 2007, það var allt leifilegt á kanarí og það voru sko alveg tveir eftirréttir á móti einni máltíð hehe. Spilaði gott golf mér til mikillar furðu þá var maður alveg að para og svona þrátt fyrir að hafa átt lélegasta golfsumarið í sumar :p ...góð í sveiflunni marr


bjórinn var sko alveg drukkinn og allar gerðir af kokteilum runnu ljúft niður alla daga og eiginlega allann daginn...ýmsar tegundir af cervesa, vaya vaya og þessi hér strawberry dequry voru með þeim vinsælustu..


fórum nokkrum sinnum í svaðalega Gokart braut með tímatöku og alles bara gaman sko..svo gaman. Sá síðan slatta af gömlum köllum á tippunum þar sem þeir lágu á nektarströndinni með þau liggjandi ýmist til hægri eða vinstri...ýmynd mín um nektarstrendur er ónýt hélt nebbla að það væru bara spengilegir og stinnir kroppar á svona ströndum en nei ég held barastasta í alvörunni að ég hafi skohh verið í topp þremur á ströndinni hehe.
...er ég pervert fyrir það að taka myndir af berrössuðu fólki?? :p


Frí eru góð en fínt að fara að gíra sig niður í daglega lífið reyna að hafa stjórn á drykkjunni og átinu og koma sér í æfingaform (sem fór algerlega eftir fyrstu 6 dagana).

Þvílíkt sem maður saknaði tíkanna sinna úti og Ugla mín vældi bara og vældi í mig þegar við komum heim. Fórum síðan í husky göngu í dag sem endaði ekki betur en svo að Nótt endaði uppi á dýraspítala í svæfingu og 10 sporum í eyrað, alveg ömurlegt að sjá hundinn sinn svona svæfðann en hún er öll að koma til en þvílíkt döhh ennþá :(
Síðan þegar við losnuðum loxins af spítalanum þá mallaði maður saman einum uppstúf eða svo, sauð sko hangikétið í morgun og átum hangikét, laufabrauð og það sem því tilheirir, maður er svo búlegur hér í mosósveitinni híhí...jummí alveg uppáhalds maturinn minn og síðan var ráðist á mackintoshið og opna pakkana :D

sæta Nóttin mín ný vöknuð eftir svæfinguna


well búin með 14 mackintosh nömmi, dollan bara hálf og þarf að einbeita mér að því að klára hana og ég á sko alla uppáhalds molana mína ein !! múhahaha
|