mánudagur, maí 29, 2006

---------

jæja þá er það loxins byrjað...sumarið!
helgin fór í ýmislegt, tók fyrstu 2 golf hringi sumarsins og bara nokkuð góða = 13 punktar og síðan 20 punktar, ekkert yfir því að kvarta :) fór í huskygöngu og síðan "þeistist" stelpan um jósepsdalinn á enduro hjólinu hans kristins og krossaranum hans bjarka :) og síðan fór ég á fyrstu boot camp æfinguna í morgun eftir 6 vikna meiðslafrí og ég hef það bara fínt nema fóturinn er oggu pons þreittur í sér :/
nú er bara að skipta um dekk á línuskautunum og fara að skauta þá er þetta fullkomið ;) :)

kveðja ögnin sem er að reyna að fara hægt af stað (með fótinn) en getur það bara ómögulega ekki :o/
|

þriðjudagur, maí 23, 2006

Sveitt !

fór í gær í minn fyrsta "alvöru daglega göngutúr" síðan einhvertíman um páskana og eftir aðgerð. alvöru daglegur göngutúr = tíkurnar í lengingarólum og gengið um göngustíga grafarvogsins í ca 1klst með félaga mína í reykjavík síðdegis í eyrunum ;) ég tók vetrarveðrið eða kalda sumarveðrið heldur of alvarlega þar sem ég fór út í...
-gönguskóm og ullarsokkum
-tvennum gammasíum og í skíðabuxum.
-hlírabol, rúllukragabol, prjónaðari peysu, vindheldri flíspeysu og dúnvesti.
-með húfu og vetrargönguhanskana mína...

...þá spyr maður sig??
Hélt ég að ég væri fyrir norðan eða austan ?
vildi ég fá mýkri lendingu ef ég mundi detta ?
þurfti ég að halda hnénu heitu ?
var ég að vonast til að það væri kaldara ?
langað mig bara að klæða mig í öll fötin mín ?
vildi ég verða sveitt til að brenna meiru í göngutúrnum ?
eða var ég bara með Önnu láru stæla ?
|

fimmtudagur, maí 18, 2006

::::::::::::::::::

svo mikil ást :)

Íshellir í jarðri Langjökuls
|

blogg 17 maí (sammt kominn 18)

jeii fyrsti göngutúrinn um hverfið í margar vikur fóturinn sammt til leiðinda :( uhu en trúi á það að hann verði fínn eftir 2 vikur..ég, nótt og ugla erum allavegana að klepra á þessu ástandi á banni við mikklum fótahreyfingum :(
Mjög mikill ánægjudagur í dag þar sem Lena og Gunni eignuðust lítinn dreng :) :)
raunveruleikinn er alltaf að fæða fleiri og fleiri börn..búin að bæta við nokkrum barna-síðu linkum en þeir eru þó ekki orðnir jafn margir og hunda-síðu linkarnir...ég veit ekki hvað það segir um mig en ég er allavegana greinilega meira í hundunum en börnunum :o/

mér líst ekki á blikuna með elskulega bjórinn minn..eftir djammið mitt 1 apríl hafa bjór-ánægju-heilasellurnar mínar líklegast horfið því síðan þá finnst mér bjór vondur og maría ögn guðmundsdóttir keipti sér breeser á barnum á próflokadjamminu á laugardaginn...ef þetta eru ekki fréttir þá veit ég ekki hvað!!!
|

þriðjudagur, maí 16, 2006

........

er bara að sitja í sófanum að horfa á tv og hanga í tölvunni ÁN samviskubits ;) svo ljúft svo ljúft!!
|

fimmtudagur, maí 11, 2006

og þá rann dagurinn upp !

síðustu fróðleiksmolarnir þar til næsta haust, hendi á ykkur slatta af mis góðum fróðleik til að þið lifið sumarið af ;)
- 1914 var mömmum ráðlagt að byrja að klósettvenja 3 mánaða gömul börn.
- Það er ekki hægt að segja að börn byrji að brosa fyrr en 2-3 mánaða, því brosin sem koma fyrir þann aldur eru ekki út af neinu, bros verður að hafa ástæðu til að geta kallast bros.
- Rannsóknir á geð/tilfinninga-tengslum milli móður og barns sýna að börn 7-9 mánaða sem leika minna eða ekkert við móður sína sýna ekki eins góð tengsl en hin sem hafa meiri "leik" samskipti við móður sína. Þannig að það dugar ekki að mamman sinni bara grunnþörfunum hún verður líka að leika :)
- Það hvenær börn byrja að skríða veltur á þroska heilans en ekki á líkamlegri færni barnsins, heilinn verður að vera tilbúinn fyrir "áreitin" sem verða á vegi barnsins.
- Þeir sem eru lesblindir eru með færri heilafrumur í heyrnarberki heilans og þar af leiðandi eru þeir með lélega heyrn og eru seinni til að byrja að tala og eiga í erfiðleikum með að tengja saman áreiti, orð, setningar. Lesblinda tengist því augljóslega heyrninni en ekki heimsku ! ;)
- Þeir sem eiga við einhverskonar lærdómserfiðleika að stríða, oftast lestur eða stærðfræði eru með greindarvísitölu á eða yfir meðaltali.
- Fyrir 50 árum þá náðu kk fullri líkamshæð 26 ára en núna 16 ára.
- Til að orð geti verið orð þá verður það að standa fyrir einhvað annað en bara sjálft sig, um 13 mánaða geta börn sagt um 10 orð en skilja sammt 100.
- ég er búin í prófunum :) og heita veðrið er farið :(
|

mánudagur, maí 08, 2006

Lore

það sem stendur í bókinni minni núna (nema er á ensku) er að kk og kvk fara ekki með sama hugarfari í gagnkynhneigt samband. kk byrja með há markmið um kynferðislega fullnægju og smám saman læra þeir að tileinka sér dýpri félagsleg- og tilfinninga tengsl við hitt kynið. kvk byrja með há markmið um félagsleg- og tilfinningaleg tengsl og síðan smám saman fara þær síðan að leita efitr kynferðislegri fullnægju.

og annað, það er ekki beint aldurinn sem ræður því hvenær kvk byrja á túr heldur er það einna helst þyngdin og kólesterólmagnið sem viðkomandi innbyrgðir...feitar og þéttar stelpur byrja fyrr á túr en þær sem eru grannar, heilbrygðar í líkamsvexti og æfa íþróttir.

jáhá !!
|

sunnudagur, maí 07, 2006

I-I-I-I

ég hugsa og hugsa um allt sem ég mundi vilja vera að gera úti núna í sól og sumaril..en sit inni að læra og reyndar mundi ég hvort sem er ekki geta gert neitt af þessu sem mig langar að gera því fóturinn þarf ennþá að vera í hvíld..hann má allavegana ekki fara í fjallgöngur, á línuskauta, fara í langann göngutúr eða einhvað svona skemmtilegt þannig að ég er ekki eins súr hér inni og ég mundi vera ef ég væri með fullkominn fót

any hó
komin á bls 501 og miðar vel áfram ;)

kveðja Stelpan!
|

laugardagur, maí 06, 2006

boob

ég held að Ugla mín sé að missa vitið yfir þessarri prófatörn hjá mér :( ég er aldrei heima og hitti þær bara rétt á meðan ég er að tannbursta mig inn og síðan aftur út um morguninn..allavegana þegar ég kom heim um 3 leitið um nóttina í gær eða fyrradag eða einhvað (tímaskynið mitt ónýtt) þá byrjaði hún á því að éta mig og síðan gjörsamlega trilltist hún og fór að hlaupa fram og til baka um íbúðina og síðan út í garð og aftur inn þar til hún endaði upp á náttborðinu mínu og upp í gluggakistu því hún gat ekki stoppað sig..híhí :) Nótt er nú rólegri yfir þessu nema að hún husky-baular bara á mig þegar ég kem heim og er bara að skamma mömmu sína :o/ en úff hvað ég á eftir að bæta þeim þetta upp í sumar ætla að splæsa í ný dekk og legur á línuskautana mína hin eru orðin soldið mikið eydd!!

komin á bls 419 af 664 ..í þessarri bók tek það fram að hún er fullvaxta og er á ensku !!
Dúleg?? = jáhá !!
|

fimmtudagur, maí 04, 2006

fróðleiksmoli gærdagsins

Börn sem ekki hafa náð að mynda tilfinningatengsl við annað fólk hafa dáið! átt er við börn á munaðarleysingjahælum.
|

þriðjudagur, maí 02, 2006

fróðleikur dagsins

í stuttu máli þá er beinagrind kvk 3 vikum þroskaðari en kk á miðri meðgöngu og 4-6 vikum þroskaðari við fæðingu sem sést síðan í því að kvk verða kynþroska 2 árum á undan kk. þannig að þetta verður auðvita til þess að stelpur byrja að geta gert ýmislegt sem krefst líkamlegrar færni á undan strákum eins og td að sitja og standa :)

með fræðakveðju úr odda
ögnin
|

mánudagur, maí 01, 2006

?

Guð á ensku er God
GOD skrifað aftur á bak er DOG !

já maður spyr sig !
|