mánudagur, ágúst 29, 2005

djókur

Kona nokkur var að versla í Bónus-verslun í hverfinu. Hún var búin að setja 3 lítra af léttmjólk í körfuna ásamt 1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréfi af beikoni. Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega: "Þú ert örugglega einhleyp"! Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt, hún var einhleyp. Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði:
"Þetta er vissulega hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??"
Og drukkni maðurinn svaraði:
..
..
..
..
..."Af því að þú ert ljót!"
|

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

menning

var engannveginn menningarleg um helgina þrátt fyrir menningaveislu íslands í höfuðborginni, horfði á flugeldasýninguna undir bensínstöðvarskyggni á sæbrautinni vegna ótta við rigninguna, var síðan vel dugleg í bænum fram eftir morgni. brúðkaup hjá dóru og dána á ísafirði um helgina og síðan skólinn eftir helgi og síðan ætla ég að fara að taka mig á i golfinu stefni á 2 mót í september, búin að vera í meðferð hjá kíropraktor þannig að ég ætti að fara að vera góð :)
læt fylgja með mynd frá grundarfjarðardögum sem ég rændi af rut, hún ætti að gefa ykkur smjörþefinn af gleðinni í bænum.

síja
|

föstudagur, ágúst 19, 2005

ligga lái

er í nýju tölvunni minni :) sem er IBM x41, 12" skjár, 1 GB minni, 60 GB diskur, 128 MB skjákort, fingrafaraskanni og með extra stórri rafhlöðu sem ætti að duga kannski í svona 11 klst ekki slæmt hjá stelpunni !!
|

mánudagur, ágúst 15, 2005

gæs gæs dóra gæs

híhíhaha.. það var svo gaman ísvélin ;) og saumavélin vorum að gæsa dóru á laugardaginn, ymislegt gert dóra í flugvél, dóra í sjúkrabíl, dóra í "reykköfun", dóra lenti í geitungaárás vem verður til þess að hún ætlar ekki að vera í mini pilsi í brúðkaupinu :( slæmt ! og síðan hlaupa hlaupa í skemmtilegasta ratleik/amazing race sem ég hef vitað um, beint í breik hjá grétari bróðir bjarka og viðars og síðan í rennibrautina í árbæjarlaug og þaðan í sumarbústað á vatnsleysunni.
mikið fjör í bústaðnum sem endaði með því að bókaklúbburinn var stofnaður ;) og var haldið upp á það með furðulegustu pottaferð ever, heitu/köldu dúddlís og merki félagsins... hvað var eiginlega í gangi? hehe :o). vaknaði með harðsperrur (kenni ákafa mínum í breikinu um) og miður ánægðann maga, fyrstu verk bókaklúbbsins voru að ganga frá og leysa sitt fyrsta verkefni = að finna ruslagám, sem var alls ekki áreinslulaust en tókst !! híhí

takk takk fyrir frábæra helgi og dóra takk fyrir að vera að fara að gifta þig :)

--gæsunin lengi lifi Húrra Húrra Húrra (Húrra)
|

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

urur

ég alger gella á glæ nýjum dodge durango var á leiðinni í bónus frá því að kaupa ryksugupoka í heimilistækjum þegar strákpjakkur sem var ný búinn að borða sig saddann af kfc kom á runo clio og keyrði bara inn í hliðina á mér ! ég var svo brjáluð urur og rauk út úr bílnum og hellti yfir hann ýmsum ljótum helv.... ansk..... hvað varstu að hugsa urur orðum. greiið strákurinn stamaði og þorði ekkert að segja við þessa brjáluðu kellingu sem þrammaði um faxafenið bölvandi og stappandi niður fótunum. síðan þegar reiðin fór að renna af mér hafði ég vit á því að afsaka mig af þessum ógurlegu látum svo að strákurinn mundi nú ekki hræðast konur það sem eftir væri. ég fór síðan bara í bónus og keypti allar helstu nauðsynjar ab mjólk, flatkökur og klósettpappír.
|

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Stelpan aftur ;)

ég vil þakka sjálfri mér fyir að hafa endað í 4 sæti af 79 keppendum á golfmótinu á nesinu á laugardaginn og guði vil ég þakka stífann vind allann tímann og marbert (snirtivörur) fyrir alveg heilann helling af vinningum :) er búin að vinna rúmlega 50 þús kall á mótum í sumar = jaðrar við atvinnumennskulaun ;)
fór á feikna djamm með strákunum og bertu sem endaði mjöög seint og var skemmtilegt þar til ég vaknaði daginn eftir.

en..
..did you know that tuna fish float up to the surface !
|

föstudagur, ágúst 05, 2005

djúpt

mót með lenu á nesinu á morgun vonandi heldur maður einbeitingu allann tímann og stendur sig vel.. kemur í ljós.. krossa fingur ;)

bara að pæla, af hverju flokkast td kristin trú ekki undir hjátrú auðvita eru trúarbrögð, guð og sona bara hjátrú alveg eins og að það að trúa því að "happa" trefillinn minn geti gert einhvað fyrir mig. að fara með vísu (bæn) virkar náttúrulega ekkert frekar en að segja bara plís plís! og plís virkar meira að segja betur ef maður er að suða í mömmu eða pabba um að fá einhvað ;). maður þarf sammt að trúa á einhvað af hverju ekki bara að trúa á sjálfann sig, ef ég stóla á sjálfa mig og geri allt sem ég get td í mótinu á morgun mun það ekki virka betur en að tala út í loftið og láta einhvern annann sjá um þetta fyrir mig og bíða síðan bara eftir úrslitunum ??

mun það að krossa fingur fyrir mótið hjálpa mér að vinna það eða vinn ég það frekar ef ég tala upp í himininn (sami pakkinn), ég ætti kannski að krossa fingur upp í himininn til að vera alveg save um að vinna mótið.. ég meina þetta getur ekki klikkað er það nokkuð ? guð ætlar að hjálpa mér !!
|

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

skiluru

kominn tími á verslunarmannahelgarblogg, hittum soffa á föstud og fékk síðan tvær tillögur um hvert ég ætti að fara um helgina ein var allt of langt í burtu þannig að ég tók hinni, fórum sem sagt til pabba og famelíu í borgarfjörðinn og tjölduðum á fossatúni lentum í svaka fjöri með vinum vors og blóma með begga söngvara síðan á sunnadagskvöldinu var okkur boðið í heimsókn til önnu og þóris og þar var setið á rósavíns og bjór sumbli fram eftir nóttu, mjög fín helgi ;)

grasið mitt er ónýtt, þýðir ekkert að hafa gras fyrir svona hunda sem eru að leika sér allann daginn erum að spá í að setja bara steina..og ég ný búin að kaupa slátturvél.. uss tuss.

nótt er orðin alger kelirófa og ugla er mömmustelpa :)
|