miðvikudagur, nóvember 30, 2005

jebbs

prófatörnin hafin ! þó ég sé búin að vera að læra undir fullt af prófum síðastliðnar vikur þá er hin eiginlega prófatörn hafin... einkennist af því að vera innipúki, tala svo lítið að það er ekki venjulegt og hugsa svo mikið að það er ekki venjulegt. ætla að komast í gegnum þetta á herbalife súkkulaði og tei ;) og allur minn spare time fer í hundana!! :) og of corse einhvað í jólagjafainnkaup þar sem ég er ekki búin fyrr en 21 des kl 16.30!! ekki mönnum sæmandi að ræna manni þessum gleðimánuði þar sem flestir halda upp á fæðingu frelsarans á meðan ég held upp á hátíð ljóss og friðar (sem mætti nú alveg vera meiri en held allavegana upp á að það sé einhver friður til)
en allavegana lítið um blogg í desember kannski einhver ljóð ef andinn kemur yfir mig þegar ég er í miðjum pælingum bókanna

jólumst !
|

föstudagur, nóvember 25, 2005

dog pride

dagurinn er sko á morgun baráttudagur hundaeigenda "dog pride" niður laugarveginn ;) ég verð sko á staðnum með aðal tíkurnar !! berjumst fyrir því að fá hunda samþykkta í reykjavík og nágrenni, ef þið vissuð það ekki að þá eru hundar bannaðir samkvæmt lögum í reykjavík þannig að allir hundaeigendur eru að brjóta lög nema þeir sem eru á undanþágu með tilskilin leifi og merkingar !! pælið í ruglinu þetta er eins og að banna kindur upp á heiðum já rugl eins og margt annað í þessum heimi...
og halló halló greiið drengurinn í herra ísland í gær, nei nei það bara gleimdist að setja nafnið hans og andlitið í símakosninguna sem gilti 100% um hver mundi vinna, og gaurinn sem var að kynna sagði að eina sem skjár 1 gæti gert væri að byðjast afsökunar og síðan sagði hann að þetta væri bara leikur...heirðu heirðu er ég að missa af einhverju..leikur! hvaða fífl segir að þetta sé bara leikur klisjan "að málið sé bara að vera með" er fyrir krakka 15 ára og yngri bara svona svo þau komist í gegnum þroskann án mikillar slæmrar höfnunar sem gæti haft ill áhrif á sjálfsálitið. hver keppir í íþróttum, fegurðasamkeppnum, bridge, hönnun eða einhverju öðru án þess að ætla sér að vinna eða allavegana hafa möguleika eða reyna allt til að vinna ?
og síðan er ég að klepra á afgreiðslustelpu hnátum í bakaríum, þær gætu ekki hreift sig mikið hægar...reka þetta lið !!

annars er ég bara hress ;)
|

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

daglegt

blogg blogg bara að blogga til að blogga hef ekkert að segja nema að það eru 4 vikur eftir af skólanum og ég með í maganum.. anna lára systir er að ná því að pranga upp á mig ýmsum herbalive vörum og lofar að ég muni fá næringu og verði vel vakandi í prófatörninni.. ekki slæmt :) en það varð þá dagurinn sem ögnin fór að fá sér fæðurbótaefni.. uss tuss ;)
boot camp námskeiðið að verða búið og því taka við dagar án harðsperra og eymsla!
get lítið annað gert þessa dagana en að dreyma um viku hundasleðaferð í svíþjóð gista í tjaldi í snjónum og þeisast um á sleða með husky hunda fyrir framan mig .. dreim dreim.... = jólagjöf fyrir ykkur til að gefa mér !!

farin að studdía
|

föstudagur, nóvember 18, 2005

---

Jæja elskulegu lesendur það er komið að því !!
Lóuþrælarnir úr Húnavatnssýslunni undir stjórn föður míns eru mættir í borgina og verða með létta dagskrá sem mun kæta eyru ykkar í fella og hólakyrju kl 16.00 á laugardaginn :)
ögnin verður á svæðinu og býst við að þið félagar góðir sýnið ykkur á staðnum ;)
|

laugardagur, nóvember 12, 2005

...

þetta getur bara ekki verið hollt...að lesa um þunglyndi, sjálfsvíg, margfaldann persónuleika og geðklofa í marga daga..ég er orðin illa samhverf bókinni minni í klínískri sálfræði !

lyftið mér upp og segið mér einhvað skemmtilegt í commentum...td hver þið eruð þarna fólk sem eruð að skoða párið mitt..þekkið þið mig þekki ég ykkur eða eruð þið að njósna um mig og viljið ekkert segja?
|

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

?

eru rúsínur hollar ? og ef þær eru það hvað er það sem er hollt við þær ;)
|

laugardagur, nóvember 05, 2005

:o(

fór í klippingu á föstudaginn, nema hvað að það var svona ca 14 ára gömul stelpa í klippingu það var búið að klippa á hana topp og rosa fínt en hárgreiðslukonan hafði einhvað misskilið hvað hann átti að vera síður nema greiið stelpan var alveg miður sín og hágrátandi, æji ég vorkenndi henni svo mikið það er ekki auðvelt að vera unglingsstelpa með ömurlegt hár og þó það vaxi aftur þá bara gerist það ekki nógu hratt þegar ástandið er svona hræðilegt, greiið stelpan gekk út af hárgreiðslustofunni með grátbólgin augu og lopahúfu :(

ef þær eru ekki flottar þá veit ég ekki hvað ! ;o)

|

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

jáhá

kominn tími á smá blogg...
fór í alvöru ammali með danskeppni og öllu á laugardagskvöldið ég og biggi herrann minn unnum nottla :) ekki að spyrja af því maður vinnur náttla alltaf allt..nema kannski góðar einkunnir í skólanum :(
síðan er ég hundanörd..á dagskránni í nóvember er hundafélagadjamm eftir hundagöngu og þar verður rætt um hunda og örugglega líka ekki hunda..veit ekkert skemmtilegra en að tala um hvað tíkurnar mínar eru æðislegar ;) hehe

djö..helv.. þessi flugvöllur á ekki að fara neitt allavegana ekki út fyrir hafnafjörð, mér finnst að þeir sem eru einhvað að ráða þessu ættu frekar að tala við fólkið úti á landi sem notar innanlandsflug heldur en reykvíkingana sem hafa aldrei flogið og eru bara í sínum 101 rvk... þetta er bara rugl sem pirrar mig. einn kallinn kom með alveg "snilldar" ástæðu fyrir því að völlurinn ætti að fara til keflavíkur.. jú það er svo gott að geta flogið beint frá td akureyri og hoppa síðan upp í vélina til london.. er maðurinn ekki í lagi ég bara spyr hann er greinilega einn af þeim sem notar ekki innanlandsflug, á maður þá bara að gista á flugvellinum í marga klukkutíma á meðan maður er að bíða eftir utanlandsfluginu..það er ekki fræðilegur að maður yrði svo heppinn að það væru bara ca 2 tímar á milli fluga.. og veit maðurinn ekki að á íslandi breytist veður fljótt og góðar líkur eru á því að maður verði veðurtepptur úti á landi á veturna ! halló !!
síðan er þetta bara auka fyrirhöfn fyrir alla, skólakrakki að fara í borgarferð þarf að láta ná í sig eða borga leigubíl.. flugið er nú nógu dýrt, að fara að bæta þessu ofaná er bara crasy.
og síðan allt fólkið sem kemur suður með fyrri vélinni og sinnir sínum erindum í borginni og fer aftur heim með seinni vélinni.
og síðan sá tími sem það tekur að setja allt í bílinn, keyra til keflavíkur, gera ráð fyrir auka tíma á reykjanesbrautinni til að vera viss um að missa ekki af vélinni, og síðan flugið sjálft = alveg eins gott að keyra bara og örugglega bara orðið alveg jafn dýrt.
og síðan er ég með fullt af öðrum ástæðum fyrir því að völlurinn á ekki að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið..pirr pirr.. allavegana búin að koma þessu frá mér og bíð eftir að áhrifamenninrnir í landinu detti inn á síðuna mína og hryngi í mig og leifi mér að ráða !! HEIR HEIR !!!
|