fimmtudagur, júní 21, 2007

frænku blogg

sætustu og bestustu frænkurnar í garðinum hjá ömmu og afa á ísó.
Nótt, Júlía Ósk og Ugla...
Júlía stendur sig vel í að þjálfa tíkurnar fyrir komu Chilbab :)
Júlía að taka sig til við að fara að knúsa Nótt...og tungan úti...júlíu tungan er alltaf úti! hehe
kveðja
María Ögn
|

sunnudagur, júní 17, 2007

uhu

Ég ætla að reyna að díla við guð um jafnrétti kynjanna í barneignamálum, karlar eiga líka að geta verið óléttir! Eða þá að guð breyti þessu og láti mannskepnuna bara ganga með afkvæmi sín jafn lengi og hundar, 63 dagar væri nefninlega fínt. Já ímyndið ykkur ef þið þyrftuð að hætta öllu sem ykkur finnst skemmtilegt og ekkert nýtt komi í staðin nema vömb og fylgikvillar hennar, ég á mér rather óheppileg áhugamál og öll þau helstu eru núna komin niður í stórann pappakassa *grát* og bíða óþolonmóð eftir því að vera tekin aftur inn í líf mitt.

áhugamál eins og "taka til í bílskúrnum" fékk hins vegar að njóta sín um helgina og er bílskúrinn hinn glæsilegasti :) og síðan var það afmælisveisla á föst, útskriftarveisla á lau og afmælisveisla á eftir sem ná nú að gleðja át-áhugamálið mitt :)
|

fimmtudagur, júní 14, 2007

snilld !!

Nýafstaðin helgi og fram í vikuna var snilld !

byrjuðum á því að tjalda á Höfn, þar sem við tíkurnar sváfum meira úti en inni í tjaldi, ef það er ekki lífið þá veit ég ekki hvað :)

Nótt í útsvefningi...

Vorum við Jöklasel á Skálafellsjökli sem er á austanverðum Vatnajökli, ég og Ugla ;)

hluti af hópnum á leiðinni upp jökulinn í brakandi blíðu og besta göngusnjó sem hægt var að panta :D

Kristinn og Nótt...

Einar "hvannadalshnjúkur" og Rökkvi

Tíkurnar stóðu sig vel í að draga hlunkinn um jökulinn :P

Fórum út í Ingólfshöfða...og Ugla bara ullar

Fórum líka á tunglið ! ...fjaran á Ingólfshöfða

Ég að vera "Þ" í grasinu


kveðja Ögn

|

föstudagur, júní 08, 2007

some

akkúrat á þessum degi fyrir ári síðan gerðum við tilboð í húsið okkar :) ...reyndar ásamt 9 öðrum sem gerðu líka tilboð en við erum svo frábær að við unnum auðvita og lokuðum dílnum daginn eftir um 17.00 :) bara gleði...héldum upp á það með snöggri ákvörðun um að gefast upp á suðurlandsrigningunni...ég, kea, bjarki, sakki og the dogs sátum í trukknum fyrir utan kfc í mosó um 20.00 á föst tilbúin í gönguskóm með svefnpoka og tjald, meðan við átum franskar og meira kólesterol var stefnan sett á sólina, keyrðum að mývatni þaðan ófærann slóða að ásbyrgi, vorum að tjalda 5 um nóttina.."sváfum" og vöknuðum í 20° og sól og ég heldur betur glöð, átum hádegismat á húsavík og þar tók gellan við stýrinu og brunuðum í jarðböðin á mývatni, lágum þar allann daginn og the gæs innbyrgðu svalandi öl, fórum þaðan til akureyrar og átum kvöldmat á greifanum um 21 á lau, þá var bara tekin aftur stefnan á borgina, stelpan undir stýri og gaurarnir blautir og náði að skutla Bj á laugardagskvöldsdjammið...heldur betur gaman ;)

stefnan sett vatnajökul um helgina og fram á þriðjudag með husky fólki, flottur hundasleða keppnis kall frá ítalíu ætlar að kenna okkur íslendingunum tökin, verðum á fjallaskíðunum og líka með sleðann :) víví

anyhó...chilbab þrengir að líffærunum mínum, hélt upp á 24vikna óléttu í fyrradag með því að hlaupa 5,6km...raunsætt mat þá held ég að ég þurfi að sleppa 10km reykjavíkurmaraþoninu í ágúst þetta árið svona miðað við það sem er á dagskránni þessa vikuna samkvæmt heimildum frá ljósmodir.is og barnalandi.....Legið er nú á stærð við fótbolta og þú orðin meiri um þig, barnið er farið að þrýsta á rifbeinin þín og einnig á meltingarveginn...dísús það á heldur betur að traðka á manni!!

Bara fyrir ykkur til að sjá hverjar eru svo algjörlega flottastar !!
http://www.youtube.com/watch?v=jews4OgmVfc
BC görlísin...ögn, begga, kristín björg, hildur edda, erla hrönn, ólöf ;)
|

föstudagur, júní 01, 2007

jabbadabbadú

loxins ploxins :o) komin í svona pínu smá oggu en langþráð sumarfrí, skilaði ritgerðinni sem er búin að eiga hug minn og tíma allann síðan í prófunum og eyðilagði fyrir mér hvítasunnuhelgina. nú er stefnan sett á að spila golf, fara með tíkurnar í langþráða göngutúra, klessast í pottunum, ekki vera með samviskubit þegar ég horfi á nýju Sky græuna í mosó ;) gera einhvað skemmtilegt um helgar og svo ógeðslega geðslega margt fleira :)

hef lítið sem nákvæmlega ekkert að segja, nema um mannkynbætur ef þið hafið áhuga...
|