miðvikudagur, september 27, 2006

kallinn

finnst algerlega við hæfi að byrta aftur davíðs ljóðið mitt því í dag er ár frá því hann davíð okkar hætti sem pólítíkus og settist í seðlabankann ;)

ó davíð ó davíð
ég mun sakna þín sárt
horfinn úr pólitík
með hárið svo grátt
þú ert sammt ennþá kóngurinn
og íslandið átt
ó davíð ó davíð
við metum þinn mátt!
|

sunnudagur, september 24, 2006

"I´am the viking, I´am the king !"

..fór með strákunum á myndina um Jón Pál áðan, ekkert smá gaman að sjá þessa mynd ég var nú alveg hoocked á þessum kraftakeppnum þegar ég var yngri. en algerlega mynd sem fólk ætti að sjá og það í bíó! :)

elskulega uglan mín er held ég barasta komin í sitt bestasta úthaldsform á æfinni. krafturinn og úthaldið sem tíkin hefur þessa dagana er að gera út af við mig, nótt er og hefur alltaf verið í góðu úthaldsformi enda hugsar hún svo vel um mataræðið þessi elska annað en ugla sem væri til í að úða í sig allann daginn ;)

en við tíkurnar skelltum okkur á esjuna snemma á laugardagsmorguninn, ég sé ekki fram á það að ég eigi einhvertíman eftir að fara alveg á toppinn..þó ég sé ekki mikil kveif að þá þori ég barasta ekki upp klettana með tvo husky í taum og hvað þá niður þannig að ég læt mér nægja að koma bara við klettana ;) en á leiðinni niður þurfti ég endilega að mæta einhverjum púkum og unglingum í gallabuxum og fleignum bolum þeir voru reyndar ekki komnir langt en sammt þá lækkaði það esju stoltið mitt :( lenti líka í því að hópur fólks sem var greinilega í einhverjum stafagönguklúbb króuðu mig af með stöfunum sínum og kjöftuðu mig í kaf og tóku myndir af mér (eða kannski bara af tíkunum :) síðan þegar ég hélt göngu minni niður áfram heirði ég í tveim konunum segja við hvor aðra "þessi var sko í góðu formi og dugleg að eiga svona hunda en hún á nú kannski kall en alveg örugglega ekki börn!!" maður spyr sig :o/ fannst þetta alveg hrikalega findið

vorkenni lærdóminum mínum fyrir að vera ekki nægjanlega sinnt
vorkenni mér þegar ég fæ allt í bakið aftur

...hvað ætli það sé hægt að borða mikið af pistasíuhnetum án þess að æla ??

kv ögnin

já og svona áður en ég gleymi því :P
ps
ísak 28,9 strákurinn er orðinn 27,4 strákurinn, ætli ég verði ekki gleðjast með honum þó hann sé að stinga mig af í laumi ;o/
|

miðvikudagur, september 20, 2006

það kom að því..

... það er búið að klippa af östrunni minni góðu og núna stendur hún bara yfirgefin á reykjavíkurflugvelli :( allir þeir sem vilja kaupa hana er bent á að tala við mig! ;) en hún er til sölu sko ef einhvern langar að annaðhvort laga hana eða rally-ast á henni einhverstaðar á ólöglegum stöðum utan borgarmarkanna ;)

vikan líður allt of hratt :o/ er að spá í að hætta að labba í daglega lífinu og fara að hlaupa allt sem ég fer til að nýta tímann betur ;)

kv ögnin
|

sunnudagur, september 17, 2006

og það varð blogg ;)

jæja góðir hálsar og félagar tíminn líður víst, mikið búið að vera að gera bæði skemmtilegt og leiðinlegt en það er nú bara uppskriftin af lífinu! stelpan er loxins orðin mosó-búi bý í drauminum mínum með hesta brokkandi fram hjá húsinu, kanínur í garðinum og get farið kollhnís á pallinum á naríunum :)

ég eins og aðrir er búin að lifa mig algerlega inn í rockstar, sofnaði næstum í bónus út af magnavökum. magni var nottla bestur og toby svo svo sætur..hann er sko alveg efni í að hafa upp á vegg ;)

sumarið búið..það var barasta alveg ágætt þó ég hafi ekki náð að gera allt sem ég ætlaði mér. fór td ekki miðnætur esjugönguna mína, hef aldrei farið eins lítið á línuskauta og golfið var spilað alveg hneikslanlega lítið en jósepsdalurinn var genginn fram og til baka af okkur tíkunum, kynntist sundlaugum íslands vel og steig niður fæti í þórsmörk og landmannalaugum :)

rosaleg helgi afstaðin, 12 tíma djamm á föst sem byrjaði með vísindaferð í landsbankann, síðan kom brúna fólkið frá ísafirði á lau og endaði laugardagskvöldið á fjörugu dans og bús partýi þar sem allt var á útopnu fram eftir nóttu ;)

...maður spyr sig með harðsperrurnar í lærunum eftir æfinguna á föst!!
|