sunnudagur, apríl 30, 2006

DDD

ohh ég hlakka svo til að verða skemmtileg og eiga mér líf eftir 11 daga :) og hlakkar ennþá meira til eftir svona ca 24 daga (vonandi ekki meira) þegar ég get farið að sinna börnunum mínum, golfsettinu mínu, línuskautunum og veðrinu úti !!

dagurinn hjá mér í dag á eftir að einkennast af lestri um samsetningu gena og gena sjúkdóma en ég fagna því að anatomia skynjunar mannsins og öll skynjun yfir höfuð sé lokið...

..en best að fara að skynja bókina ;)
|

föstudagur, apríl 28, 2006

Sjæse

ég er svo gjörsamlega að ærast yfir öskrunum í krakkanum við hliðina !
hann er búinn að vera að öskra og lemja einhverju priki í pallinn hjá sér í tvo tíma samfleitt og ég að reyna að læra...þýðir ekkert að loka hurðum og gluggum..langar að kvarta undan nágrannahávaða !! mundi örugglega komast í DV fyrir vikið..æmín it...það er meira ónæði að hafa krakka nágranna en hunda !
ég bara spyr af hverju er barnið ekki á leikskólanum að leika við önnur börn ?

ég vildi að það væri rigning

já ég er vond :(

og líka soldið pirruð :( :(
(er að fara í próf á morgun)
|

fimmtudagur, apríl 27, 2006

"Ekur þú reglulega yfir mann í hjólastól?"

svo flottasta setning á auglýsingaspjaldi sem ég hef séð!
vona að fólk sem ég þekki sé ekki að aka yfir mann í hjólastól þegar það leggur í stæði í daglega lífinu !!
|

þriðjudagur, apríl 25, 2006

URUR

það verður að viðurkennast að það er ekki mikið um blogg þessa dagana...manneskjan er þvílíkt upptekin.
páskar með illann hósta og kvef
andrésarleikar
jarðaför á ísafirði
og svo
læra
og á morgun
aðgerð..liðþófarnir eru að fara að fá hvíldina sína
hækjur og algert hreifingaleysi næstu allavegana 4 vikurnar :(
EN
ég verð sko algerlega tilbúin í sumarið eftir svona 6 vikur
spila golf
fara á línuskauta
jeppaferðir á urur bílnum
husky hitt og þetta
sund
sólbað
fjallgöngur
boot camp
meiri ferðalög og gleði
..og síðan vinna smá..og kannski læra smá fyrir sumarpróf

fróðleikur dagsins
fróðleikur 1. Sólarljósið er breiðbandsljós og nær þannig yfir allt litróf sjáanlegs ljóss og gerir okkur þannig kleift að sjá alla litina.
Fróðleikur 2. Fjarsýnir eru með of stutt auga og nærsýnir með of langt auga.
|

sunnudagur, apríl 16, 2006

Páskadagur

málshættir páskaeggjana

Ég = Elskan dregur elsku að sér.
Kallinn = Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
|

laugardagur, apríl 08, 2006

lærdóms fróðleikur 1 og 2

1. Aristotele um heyrn: Sjálft er loftið hljóðlaust, vegna þess að það dreifist auðveldlega, en þegar það er hindrað í að dreifast, veldur hreyfing þess hljóði.

2. Svarið við spurningunni "af hverju er himininn blár?" Vegna Atmospheric persepective = hann er blár af því að blátt ljós dreifist mest (sjáum blárri og blárri mynd eftir því sem við horfum lengra í sjóndeildarhringinn)

þekking í boði agnarinnar
|

mánudagur, apríl 03, 2006

uhuhu

Vorfagnaður boot camp á föstudagskvöldið..vægast sagt mikil stemming frá kl 19 sem endaði með því að ég borgaði leigubílinn með úrinu mínu..ég á sem sagt ekkert úr lengur og já já laugardagurinn klúðraðist nátúrulega bara alveg..fór gjörsamlega í klóstið en ekki meir um það :o/

Husky gengið skellti sér á vægast sagt dramatíska tára mynd í bíó í gær, sátum um 20 manns í miðjum bíósalnum með kökkinn í hálsinum og þónokkur tár á kinnunum..já svona erum við tilfinningarík en sammt ótrúlega cool fólk ;) fórum sem sagt á Eight below þar sem Husky hundar leika aðalhlutverkið í myndinni og já ég er nokkuð viss um að fólk hafi keyrt frekar hratt heim og knúsað hundana sína extra mikið og þefað í feldinn á þeim ;)

en dómur dómur...lærdómur bíður mín stanslaust næstu 5 vikurnar :(
|