föstudagur, ágúst 18, 2006

hundablogg ;)

bara 2 vikur í afhendingu :) ég gæti sprungið úr speningi og í tilefni af því þá fórum ég nótt og ugla á línuskautum inn í mosó í gær og lágum þar í sólbaði og skautuðum svo til baka. við erum búnar að skauta voða lítið í sumar en þetta voru ca 30 km og greiið hún ugla var alveg búin á því ég var á tímabili ekki viss um að ég ætti 2 husky hunda en þessi elska hún fitnaði soldið í sumarfríinu og síðan er hún bara svo mikil dúlla ;), nótt var hins vegar sannur husky og alveg til í meira :) nú þarf bara að koma þeim í gott dráttarform fyrir sleðann í vetur...hef trú á því að mosó sé mjög svo ákjósanlegur staður fyrir sleðaferðir er strax farin að sjá þetta fyrir mér :)

ATH
dugnaðarforkar óskast í girðingarvinnu í sept þegar flottasta girðing landsins verður reist í mosó...þannig að ef þú ert klár eða veist um einhvern klárann talið við moi ;)
|

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

það er þrennt !

kjörorð rúmfatalagersins er að hann segist vera "aðeins ódýrari"...en aðeins ódýrari en hvað??
eimundsson segir að það sé mjög mikilvægt sé að skólatöskur séu öruggar...öruggar fyrir hverju??
og af hverju í ansk er ég búin að sofa yfir mig á tveim síðustu BC æfingum??

kv
ögnin, nótt og ugla sem ætla að fara í heljarinnar göngu frá jósepsdal upp í bláfjöll og til baka ;)
|

mánudagur, ágúst 14, 2006

þaðvarsvoógisslegagaman ;)

helgin var sko góóð! byrjaði á 2 tíma hard core Boot Camp æfingu á lau, sumarhátíð BC um daginn og svo BC djamm á glaumbar um kvöldið :) sem var hrikalega skemmtilegt :) var síðan mætt í sund á flúðum um 15 daginn eftir ;) voða næs laug og það var meira að segja sól í henni :) en var síðan ógó glötuð og svaf yfir mig á bc æfingu í morgun hvað er meira pirr en að vakna kl 7.32 þegar maður á að mæta 7.30 :(

ég nótt og ugla erum loxins búnar að afreka það að fara á esjuna fórum sammt bara að 5 staur vegna roks, rigningar og þoku en stefnum á toppinn í vikunni, það er "létt" að fara upp en að fara með 2 sleðahunda í taum niður er erfitt! sérstaklega í rigningu en þessar helv kindur þurfa nottla að vera á esjunni líka þannig að lausaganga husky hunda er ekki æskileg :(

bara svona ykkur til fróðleiks að þá hef ég átt 2 dýr fyrir utan nótt og uglu, fyrst var það svarti gullfiskurinn Helgi (mamma átti Gísla og anna sys átti Eirík) og síðan átti ég KIND sem hét Golsa og ég var svo einstaklega heppin að golsa mín var mjög frjó og var yfirleitt tvílemd sem færði mér doldna money þannig að þó kindur séu ekki í uppáhaldi hjá mér núna þá var hún golsa mín góð kind!! :o)

er ekki enn búin að eignast þvottavél því ég get ekki ákveðið hvernig ísskáp ég á að kaupa...svartann svona skæslegann eða stál eins og allir eiga :o/ flókið mál ;) á sammt ennþá eftir nokkrar naríur í skápnum þannig að þvottamálið er ekki komið á hættustig :)

18 days í að verða mosóbúi :)

farin að horfa á Jarhead með nótt og uglu
|

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

post

THE sumarfríið is over en sumarið ekki ;) þræddum vestfirðina og enduðum á ísaf um versló sem var mjög mjög fínt og sérstaklega hangikétið, uppstúfurinn og kartöflurnar sem my mom meikaði og grillaði humarinn hjá hauk, lindu og óla :)

það eru kindur út um ALLT land ef þið vissuð það ekki! lambakjöt er gott en ég þoli ekki þessi kvikindi upp um öll fjöll allstaðar þar sem mig langar að ganga með tíkurnar lausar :(

nett pirruð yfir því að eiga ekki lengur þvottavél...hún er ónýt sem þýðir að ég er búin að vera að þrífa það allra nauðsynlegasta í höndum og núna þarf að spandera money í þvottadruslu en ekki sætann sófa eða einhvað í nýja húsið mitt sem við fáum by the way afhent eftir 22 daga ;) víví

kominn tími á eina vel úthugsaða hnipru ;)

gúddí gúddí
í veðra múddí
súdd súdd lúddí
sólar kúddí
ástand vott í landi túddí

THE ögnin
|

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

sumarfríið...

svona var veðrið allann tímann fyrir utan fyrsta daginn..finnst ég heppnasta veður manneskja í heimi með þetta ferðalag :)

enda vorum við dugleg að horfa á hann sigga minn storm ;)

það var heilmikið og margt grillað og sopið :o/

stelpurnar voru auðvita alltaf kátar enda alveg þrælskemmtilegar :)

og strákarnir ekkert síðri ;)

það var ekki alltaf alveg ákveðið hvar það átti að tjalda ;o)

þessi staður var góður, brúna fólkið í hvíld fyrir tjöldunina í atlavík

hitinn var svo svakalegur að flíkum var sveiflað á mývatni

við mæðgurnar nutum útiverunnar í botn og sváfum sem mest úti áður en dagurinn kom :) :)


síðan var spilaður kani í kassavís (frk sigga vann), farið í flekaferðir með árna, skiptar skoðanir um hver var brúnn og hver var hvítur, jarðböðin ella heimsótt, steingrímur spurður um veðrið ;), farið á árabát með tíkurnar á lagarfljóti, silgt og dansað í orminum og í fellabæ, metið var 234 hjá kea og árna í babinton, búið til nýtt tjaldsvæði á húsavík, hlegið alveg helling og siggudýfa étin upp til agna ;)

erum núna heima í örstuttu pit stoppi til að senda út reikninga í NH, setja í þvottavél og ná sér í 2 boot camp tíma til að svala boot camp þörfinni það er ekkert grín að elska þessa geðveiki ;) en síðan er stefnan tekin á fjallvegina í gönguskónnum eftir að vera búin með malbikið með siggu og árna. en verslunarmannahelgin er óráðin og á bara eftir að koma í ljós en vestfirðirnir heilla :)
|