föstudagur, september 28, 2007

Chilbab var Stúlka ! :o)

Jebb Chilbab er lítil stelpuhnáta :) og þetta líka stundvís að mæta á settum degi 26 september kl 14.19 á Akranesi, hún tók sko ekki langann tíma í þetta enda keppnismanneskja :) 14 merkur og 53 cm algjör Elite með topp einkunn frá toppi til táar!! bara yndisleg og meira yndisleg :) hendi inn nokkrum mont myndum :)
getið smellt á myndirnar til að stækka þær.
seinnipartinn 26 september nokkurratíma gömul. með pétursspor frá pabba sínum og valbrá milli augnanna eins og manna sín :)

ossomikið glæný
1 dags gömul, mega spennt að fara í bílinn frá akranesi og heim í mosóinn
nótt og ugla eru í skíjunum ;) og heilmikið að gera á heimilinu þannig að fleiri myndir seinna :)
kv ögn
|

mánudagur, september 24, 2007

tú days tú gó

þið misstuð af mikklu um helgina...Skíðagöngufélagið stóð fyrir fyrsta hjólaskíðagöngumóti sem vitað er að haldið hefur verið á íslandi, gengnir 10km í brekku allann tímann :) gott hjá mér að vera í stjórn félagsins og skipuleggja svona mót þar sem ég hef aldrei prufað svona græjur :o/ ég gat bara þóst vera svakalega klár :) skelli mér deffinettlí á hjólaskíði þegar lífið leifir en hef á tilfinningunni að línuskautarnir eigi eftir að vera meira notaðir þar sem reyndu mennirnir segja að það sé erfiðara að stoppa sig á hjólaskíðum en á línuskautunum...nema að ég fari bara á þjóðveginn og láti tíkurnar draga mig þangað til þær eru búnar á því... :o/ ég er með strípiþörf ;) og ætla sko ekki að hætta að setja myndir af mér hálf berrasaðari á netið eftir að chillarinn er mættur í heiminn!!...hinsvegar var ég með hausverk og sleppti því að taka mynd af honum :P þessi er tekin 11 sept og þá var ég komin 38 vikur af þessum skipulögðu 40.

ég er hissa á því að ég sé enn með jafnvægi, reyndar togar rassinn í hinumegin og vegur einhvað upp ;) með tilkomu þessarrar vambar hef ég komist að því að ég er subba...er alltaf að hella einhverju niður eða missa mat á vömbina, hingað til hefur þetta greinilega bara allt farið á gólfið nótt og uglu til mikillar gleði :) bidda bjöss tók þessa á laugardaginn.
það bólar ekkert á þessu barni og ekkert gefur til kynna að það ætli sér að mæta á svæðið á næstunni kannski er þetta eftir alltsaman bara kókapuffsvömb!! :-O
|

fimmtudagur, september 13, 2007

sept rann upp

engin bloggleti búin að vera í gangi heldur bara mjög svo upptekin manneskja, farið að hægjast um og Chillarinn má bara fara að láta sjá sig :) sumarið er heldur betur búið og ómæ ómæ hvað það leið hratt og ég náði sko ekki að gera allt sem ég ætlaði mér að gera...er sammt ekkert grenjandi yfir því sko :)

er þægilega að upplifa öðruvísi haust en vanalega, fyrsta skiptið síðan 1989 (jebb 2007 í dag) þá kem ég hvergi að haustþrekæfingum, hvorki sem iðkandi né þjálfari ! hinsvegar fá félagsstarfskraftar mínir að njóta sín því ég er í stjórn nýstofnaðs skíðagöngufélags á höfuðborgarsvæðinu :o/ sjebb búin að skipta bara yfir í gönguna frá alpagreinunum sem er bara spennandi kúl :) er svo sannarlega lélegust af þeim í stjórninni á gönguskíðum, bara einhverjir Vasakeppnis-reynsluboltar en ég á hunda sem geta dregið mig ;)

veðrið hefur algjörlega sökkað síðustu vikur ég hefði haldið að geitungar héldu sig bara inni í búinu sínu í svona veðri en nei nei þeir vilja vera inni í timburhúsinu mínu :( þrjá daga í röð í síðustu viku komu um 5-6 geitungar inn á dag, ég og nótt vorum sveittar á veiðunum þar til ég fékk nóg og reddaði málunum með því að hanna gluggavarnir...franskur rennilás og tjull !! snyrtilegt, virkar og ég ósveitt og áhyggjulaus ;)

samkvæmt planinu á Chillarinn að mæta 26 sept og það þýðir að í dag eru bara 13 dagar í þetta, er reyndar að vona að hann sé fljótfærinn og láti sjá sig fyrr, reyndar fínt að hafa hann stundvísann en það væri dæmigert að hann verði bara sauður og seinn :( en allavegana í mesta lagi 27 dagar í mætingu :) sem er alveg agalega stutt, tel mig bara ágætlega setta með allt tilbúið..nema kannski ungbarnakunnáttu en börn eru háþróaðar verur þannig að þetta ætti ekki að vera flókið :o/
er annars alveg mega hress og gæti alveg eins gleimt því að ég sé ófrísk nema ég er bara vanalega ekki með svona vömb :)
(tekið 21ágúst, komin 35v sem er 8mánuðir og einhvað farin að síga)




á ekki nýrri bumbumynd í tölvunni en vömbin er sko búin að stækka meira og er nú farin að rekast í veggina :o/ en þrátt fyrir vömbina þá er ég að fara á kostum og algjörlega að bæta danshæfileikana mína í bumbuleikfiminni, kannski ekki dansæhæfileikar en fyrir manneskju sem hefur í mestalagi farið 2 sinnum í erobik eða pallatíma þá er ég ánægð með mig ;) þessi leikfimi er algjör snilld og ég mæli með því að þið óléttu eða þið sem þekkið óléttulínur látið þær vita af http://www.fullfrisk.is/ sem er án efa má segja harðasta óléttuleikfimi sem er í boði, mikið af æfingunum svipar til boot camp og eru ótrúlega fjölbreittar og allt undir stjórn tveggja hjúkka þannig að það er allt undir control :) gerðist súpermodel einn daginn (þá komin 34vikur) og árangurinn sést í þremur mismunandi bannerum og í linknum "myndir" á síðunni hjá fullfrísk :)

annars er Uglu að dreima einhvað svakalega skemmtó hérna við hliðina á mér, "geltir" og kippist til..bara krúsí :)

Ugla að pústa eftir mikil hlaup um helgina :) "lífið er yndilegt" er hún pottþétt að hugsa !

laaang blogg og farin að sinna Sky og nammipokanum ;)

kv ögn

|