föstudagur, september 30, 2005

..

geðveik vika mikið að gera og ég eiginlega alltaf með hausverk.. próf á morgun (laugardag!) og hundasýning alla helgina og síðan enn klikkaðari vika framundan.
er búin að skrá mig í boot camp hjá hnefaleikafélaginu 6 vikna námskeið þar sem ég ætla að næla mér í útrás og þol !!

Nótt og Ugla eru svo æðislega æðislegar :) og ég orðin þvílíkt háð þeim, var komin í fráhvarf í dag því ég var í skólanum frá 9-17.

langar að fara að sofa..en þarf að læra..hlakkar svo til að fara á hundasýninguna..þarf að læra.
|

þriðjudagur, september 27, 2005

skeini skein

Hver hefur ekki lent í því að sitja á dollunni og úbbs ekki til neinn klósettpappír...ekki lenda í þessu aftur heldur smelltu þér á gæða klósettpappír frá Papco 48 rúllur á 2.500.- og 24 eldhúsrúllur á 2.500.-
látið mig vita fyrir miðnætti miðvikudaginn 28 sept, maria@nh.is eða 820 0009 treysti á ykkur --OK-- ;)
|

fimmtudagur, september 22, 2005

klukk klukk

allt að verða crazy í klukkleiknum, fröken Hugrún (hugsy) og Lena ljúfan voru svo vænar að klukka mig þannig að hér kemur súpan..

1. mér finnst alveg ógeðslega þægilegt að vera kallt í framan og heitt alls staðar annarstaðar.
2. afi minn í Tungu kallaði mig alltaf "trippið hún toppa".
3. ég þoli ekki að hafa drasl í kringum mig eða inni í skápum en gólfið og veggirnir meiga vera skítugir, enda ekki annað hægt með husky hunda.
4. ég get blásið lofti út um hægra augað á mér ef ég held fyrir nefið.
5. eitt af því leiðinlegasta sem ég geri er að fara á klóstið að pissa.

og þar hafið þið það! ég þekki nú ekki marga bloggara en ætla að klukka = Mæju (María G), Hrafnhildi, Höllu, Mosó Rut og Frú Hafdísi.

takk takk ;)
|

sunnudagur, september 18, 2005

aarrrg arg er að horfa á Emmy og það var kjaftað frá því hver vinnur American next top model uhuhuh ég er ógó svekkt, var sammt búin að ákveða að halda með þessarri sem síðan vann greinilega...ömó tömó langar að kæra ! ;(
|

husky

ástand á heimilinu tvær tíkur á lóðarí og ein að fara úr feld þannig að nú er tíminn þar sem ég klæðist eingöngu leðurgallanum mínum !! úú ;) siberian husky að fara úr undirfeldinum er sko ekkert grín :o/ en mér finnst það æðislegt eins og allt við þessa hunda :o), en ég er dugleg að kemba til að fá sem mest í kodda og síðan er eins og það sé snjór úti í garði (nema það eru bara husky hár) þannig að núna ryksuga ég bæði inni og úti! (skil ekki af hverju nágrannarnir stara á mig þegar ég er að ryksuga grasið.. humm)
en sýning 1 okt og ugla verður að fara að fá undirfeldinn annars verður hún ekki með :( og þær komnar í strangar æfingar fyrir sýninguna, lyfta lóðum og úthald ;)

..búin að moppa og fá mér að borða þannig að ég helli mér bara aftur í lesturinn í klínískri sálfræði :) víví

ps.
davíð værir þú til í að allavegana láta mig vita hvernig þér líkar ljóðið, ég mun meta það mikils ;) ok
|

sunnudagur, september 11, 2005

TTT

mig langar að bölva konunni sem ákvað á viku að golfbúðin par fimm mundi hætta og ég á inni 7000 kr gjafabréf sem nú er orðið að engu, vann reyndar gjafabréfið á golfmóti en sama er mér ég ætla að fá peninginn! konan á ekki von á góðu bölv bölv þú slæma kona!!
djamm á helginni við kristrún vorum sko aðalpíurnar í bænum en aðal gæjarnir voru í félagsráðgjafapartíinu ó já!! kvöldið einkenndist af dansi, hrösun, opalskotum, rigningu, sérstakaleiknum, opalskotum, vöfflum, handblástursþurrku og já opalskotum ;)
keppti á golfmóti í dag og má segja að ég hafi sýnt fram á mína verstu frammistöðu á móti í sumar sem er ekki gott, ætla bara að fara að slaka á í golfinu og einbeita mér að hundasýningunni sem verður 1 okt :)

ó davíð ó davíð
ég mun sakna þín sárt
horfinn úr pólitík
með hárið svo grátt
þú ert sammt ennþá kóngurinn
og íslandið átt
ó davíð ó davíð
við metum þinn mátt!
|

þriðjudagur, september 06, 2005

myrkur

skólinn úff úff kvíði haustinu!! þannig til að róa taugarnar og undirbúa mig undir haustið fórum við ísak og kristinn í golf í öndverðarnesinu í dag og sweet sweet ég chippaði 50 metra og beint ofaní fyrir birde á par 4 geri aðrir betur ;)

fór í langann göngutúr í gær með tíkurnar mínar og tók eftir því að allt í einu er myrkrið bara komið sem fer svo illa í marga íslendinga en ég er sko ekki ein af þeim, mér finnst ljósin svo kósí og falleg. þannig að þegar ég var að labba þá helltist ljóðaandinn yfir mig eins og svo oft áður og datt mér í hug nokkrar línur.

Fyrir þá sem ei myrkrið þola
hugsið um ljósin sem falleg loga,
í myrkri, þau lýsa betur
mun fallegri þau eru um vetur.
|

föstudagur, september 02, 2005

osso

verð að fara að blogga áður en anna lára fer að hóta mér að hún ætli að taka mig úr favorits :(
en allavegana þá var brúðkaupið frábært enda alveg frábærlega skemmtilegt fólk í því !! skemmti mér þvílíkt og mæli með því að dóra og dáni staðfesti giftinguna eftir ár...ok dóra? :) varð eftir á ísafirði og nærði hugann með því að hanga, spjalla við júlíu frænku mína og fara á kremakynningu sem var bara mjög gaman svona hálfgerð saumaklúbbastemming :)
fyrsti dagurinn í skólanum í gær hlakka til að standa mig vel og vera dugleg !! er það ekki alltaf þannig í byrjun annar að maður ætlar að gleipa fíl en síðan þegar prófin koma er maður varla búinn að borða mús! ég er allavegana að stefna að því að gleipa fílinn ;)

margt skrítið í kýrhausnum!!
hryngdi í aðstoðarkonu tannlæknis míns í dag og ætlaði að fá tíma í kannski svona næstu viku eða einhvað en neinei hún fletti upp tímunum í tölvunni og spurði mig síðan hvort ég gæti mætt einhvern morguninn í janúar! janúar? er ekki í lagi það er á næsta ári..dísús.
og síðan skuluð þið vara ykkur á manninum með gula hjálminn sem keyrir um á göngustígunum í grafarvoginum á gráu vespunni sinni með hundinn hlaupandi á eftir sér !!

þangað til næst.
|