þriðjudagur, febrúar 20, 2007

20 febrúar

og þá kom dagurinn aftur og á alltaf eftir að koma aftur en breytast með því að bæta við sig ári í hvert sinn. vegirnir eru greiðfærir og engin hálka í dag segir vegagerðin.


20.02.2004

sólin skín
____í frostinu
________göturnar glitra.

dimmir yfir
____og ljósin tvö slokkna
________svo stutt sem þau lýstu.

streitist á móti
____neistinn er horfinn
_________og harma í hljóði.

höf.ögn
|

laugardagur, febrúar 17, 2007

heimilislíf er erfitt !

hvað er í matinn? gerðu einhvað að borða, nenniggi út í búð, það er ekkert til... æji borðum bara flatköku og hangiálegg og hafragraut og síðan snakk og svona í kvöld ;) jaaá

allir sáttir og 3 mínútur líða

"helvítis, fitubollan fór upp á borð og kláraði allt hangikjötið!!" ARRG

endar í hafragraut og snakki...meira af snakki sammt ;)
|

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

spurning um að róa sig aðeins ;)

ég er að segja ykkur það að ég er klikkuð, alveg spennigal!! fór barasta alein á McDonalds og verslaði mér kjúklingaborgaramáltíð, sódavatn, 3 tómatsósur og ekki stækka hana!
veit 100% að ég hef ekki borðað McDonalds síðan í júlí 2006! kannski lengra síðan.
stefni ekki á svona klikkun á næstunni aftur en ef ögnin er svöng þá verður hún að fá að borða strax!!!
|

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

0=0

já já bara búin að vera drusluleg og veik síðustu vikur, fór nú sammt í oddskarð um síðustu helgi og er síðan ennþá drusluleg í góða veðrinu en Nótt og Ugla eru sko ekki druslulegar ;)
|

föstudagur, febrúar 09, 2007

...

ÉG ER Í KJÖRÞYNGD !
ég kaus það að vera í þessarri þyngd og því er ég í kjörþyngd !


farin á Neskaupstað, mót í Oddskarði alla helgina...passið ykkur á gaurnum honum Kristni/Criz hann á það til að ónáða fólk á djamminu þegar konan er ekki í bænum :P
|

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

llLLLLll

það er kallt og mér er kallt ég er kuldaskræfa eða kannski ekki kuldaskræfa því ég er engin skræfa en mér er alltaf kallt þegar það er kallt og þegar ég er ekki nógu vel klædd en sumir mundu segja að ég sé alveg nógu vel klædd, ég næ því örsjaldan að vera á stuttermabol á sumrin og man varla eftir því að hafa verið í pilsi eða stuttbuxum nema bara í útlöndunum. mér finnst kuldinn í náttúrunni á veturnar vera fallegastur, ein besta tilfinning sem er til er að vera hlítt allstaðar nema í framan, vera það kallt í framan að andlitsvöðvarnir starfa bara til hálfs og vera kallt á augunum :) jább svona er þetta bara ;)

var að þjálfa á akureyri alla helgina, mætt í fjallið kl 8.00 og var sko vel fram eftir degi. er síðan að fara í Oddskarð á mót um næstu helgi, hef ekki farið austur á skíði síðan barasta ég var sjálf að æfa og keppa og það er sko laangt síðan, eða kannski ekkert svo, allavegana ekki komið í tveggja stafa töluna ennþá ;)

mig langar í nýbakaða skúffuköku...núna strax!!!
|

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

rússur og toppur

síðustu 2 klukkutímana náði ég að borða 204gr af súkkulaðirúsínum frá GÓU, mjög mikilvægt að þær séu frá GÓU! svo góðar svo góðar...en ég er núna orðin full og langar alveg að gubba þeim...en tími því nottla ekki ;) svo góðar og auðvita toppur með hvítum tappa með til að skola þessu niður :)

ég er greinilega einhvað komin úr þessu Elítu formi mínu af því að ég er með harðsperrur eftir gærdaginn þar sem ég tók 1 BC æfingu og 6km BC hlaupaæfingu, ekki gott en ætti ég að geta sagt að ég væri farin að sakna harðsperra? nee held ekki hehe fínt að sleppa við þær.

any hó ætla að klára rúsínurnar

Ugla hress í KR fíling ;) .....keyra sooooo
|