mánudagur, desember 26, 2005

julen

prófin búin, veit sammt ekki hvort ég sé ánægð með það..sé til þegar ég fæ einkunirnar seint í janúar en sammt ánægð að vera búin og fá að hitta fólk aftur. jólin haldin á ísafirði letilíf, matur, konfekt og góðar gjafir. stefnan sett á hvammstanga 30 des og reykjavík síðasta dag ársins og árið sprengt upp í borginni. byrja aftur í boot camp 2 janúar til að hafa orku í Lake Placid USA 18 - 28 janúar skíðað í 9 daga með 80 manna KR hóp. tek 1800mg af íbúfen á dag til að reyna að koma í veg fyrir hækjur á nýja árinu og til að geta staðið í bæði skíðin í USA :o/

gleðileg jól þið fólk og takk fyrir árið ! ;)
|

þriðjudagur, desember 20, 2005

Hrósið fær..

Ugla!... sem gjörsamlega át miðann minn um þáttagreiningu !! ef það er ekki það rétta að gera þá veit ég ekki hvað... þannig að núna ætla ég að éta miðann um atriðagreiningu og við ætlum í sameiningu að éta miðann um greindarpróf...

líf á morgun, fólk á morgun, manneskja á morgun ;)
|

sunnudagur, desember 18, 2005

OK

þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa eflaust fengið segulspjald til að setja á ísskápinn með Geðorðunum 10, en þið vitið ekki það að ég tel mig eiga hugmyndina af þessu..á ég að segja að henni hafi verið stolið af mér eða bara vera ánægð með það að hafa hjálpað til..ánægð held ég bara :) ég var nefninlega í áfanga síðasta vor þar sem komu fullt af fyrirlesurum úr heilbrygðisgeiranum og fræddu okkur um þeirra starf og svona og síðan var eitt verkefni áfangans að skrifa um 3 fyrirlestra sem manni höfðu þótt áhugaverðir og skila þeim á blaði og í tölvutæku (til að senda fyrirlesurunum)..og ég skrifaði um fyrirlesturinn frá geðrækt og talaði sérstaklega um það hversu sniðugt væri að hafa geðorðin 10 á ísskápnum hjá sér og enn sniðugra ef fólk gæfi sér tíma í að lesa þau...þannig að í hvert skipti sem þið horfið á spjaldið á ísskápnum ykkar skuluð þið hugsa til MÍN ;) híhí af því að ég er svo klár ;) OK!

varðandi lærdóminn þá er hann farinn til fjandans, sólahryngurinn minn farinn til anskotans og mig langar bara til kína...fer að sofa 04 og vakna 12 og prófið á morgun er kl 09.00 já veit ekki hvernig það fer..
|

fimmtudagur, desember 15, 2005

reyni að anda and and and...

ég er alveg að fara að gráta búin að vera í prófum í 5 vikur samfleitt af því að ég fór í 3 hlutapróf rétt áður en sjálf prófatörnin byrjaði og það er enn vika eftir af lærdómi...ég þrái frí, ég þrái það að gera ekki neitt, ég þrái að fara í ógeðslega langann göngutúr með tíkurnar, ég þrái að jólin komi og ég þrái hangikétið, uppstúfinn og laufabrauðið í hádegismatinn á jóladag sem er það besta við jólin!!

Hlakkar í mér
sælkerinn.
Rætist óskin
draumurinn?
Hangikétið
og uppstúfinn
gerðu fyrir mig
Bjössi minn ;)
|

þriðjudagur, desember 13, 2005

?

ÉG..
... í jólaskapi? - ekki séns = ekki leifilegt!
... búin að kaupa jólagjafir? - ó nei! á eftir að kaupa 22 af 24 :o/
... jólakort? - lítur út fyrir að verði að sleppa þeim..en fólk má sko alveg senda mér ;)
... jólaskraut heima hjá mér? - nóbb bara rússaperur
... búin að borða einhverjar jólakökur? - nei uhu grát, kaupi á morgun
... búin að dansa við jólalag? - jáhá ég nótt og ugla tökum spor í pásunum mínum :)

.... er ég að fara að upplifa jólastress? I THINK SÓ!! svo glatað :(
|

föstudagur, desember 09, 2005

ö

þreitt og langar auðvitað að vera að gera einhvað allt annað en ég á að vera að gera. Nótt og Ugla eru eins og svo oft áður að bjarga lífi mínu, stuðningurinn frá þeim er gríðarlegur og ef allt er að fara til fjandans í lærdómnum er nóg að horfa bara á þessar elskur þá getur maður ekki annað en brosað og hugsað hvað maður er heppinn að hafa eignast þessi yndislegustu dýr....ó nó ögnin orðin væmin og gæti orðið væmnari þannig að.. farin að sofa ;)

stuðningur í prófatörninni !
|

föstudagur, desember 02, 2005

svo svöng

sá kjötið vappandi
éta grasið
fyrir homo sapiens
gras er ekki gott
en lundin og lærið er ljúffengt... með sykruðum kartöflum
|