fimmtudagur, maí 24, 2007

Minns langar...

..að fara í laaanga fjallgöngu...

..og liggja síðan í leti yfir grillinu...

..að borða þennan sykurpúða...

..að sofa undir berum himni með elskulegu tíkunum mínum...

..hafa þessa hitatölu í loftinu...

..krassa í jarðböðunum á mývatni með trópí..bjórinn er ekki til boða :( ...

..spila golf á stuttermabol...

..og bara gera allt það sem mig langar og dettur í hug...

kv Ögn

-sem er súr yfir veðrinu á íslandi í dag-

|

þriðjudagur, maí 22, 2007

mos

ég er mjög virkur íbúi mosfellsbæjar og búin að stimpla mig rækilega inn í bæjarlífið!! ;) já stelpan búin að senda inn fyrstu formlegu kvörtunina sem ég vill heldur tala um sem, umhugun um svæði bæjarins ;) var að fá svar frá bæjarverkfræðing mosfellsbæjar sem hefur komið boðunum áleiðis til réttra aðila sem munu gera einhvað í málinu...minns glaður með það :D

og síðan náðum við kristinn að láta taka eftir okkur á kjördag, við vorum kannski heldur of sein á kjörstað..nema hvað að þegar klukkan var 21.35 vorum við alveg niðri í miðbæ reykjavíkur ég sat við stýrið, botnaði bensann á sæbrautinni og áleiðis til mosfellsbæjar og heim í stæði, stökk inn og tók smá tíma í að finna skilríki, á meðan hringdi kristinn í klukkuna sem sagði 21.57...spændi upp planið og prjónuðum upp á gangstétt hjá lágafellsskóla, skildi bílinn eftir í gangi og hlupum inn, fólkið kallaði af stéttinni og út um gluggann "þið hafið 10 sekúntur" þegar við komum inn hrópaði ég "hvar er kjördeild fjögur!??" fólkið benti allt í áttina og komum inn og.....við náðum hjúkk :) settum X við það sem fólk ætti sko ekki að skammast sín fyrir að exa við ;)

en allavegana prófin búin vorönnin búin, asnaleg vorönn, eyddi megninu af henni liggjandi í rúmminu með veiki til 17 á daginn og fór þá að þjálfa uppi í bláfjöllum, eins gott samt að þessi veiki var ekki svona kvöldveiki ;) síðan varð ég hraustari og byrjaði að mæta aftur í BC en með bumbu. náði að upplifa það í fyrsta skiptið í vetur að vera bara í fullum skóla, en ekki fullum skóla og 80-100% vinnu...þar með bara 100% manneskja en ekki 200% hehe..ljúft líf skal ég segja þannig að ég naut þess að bora í nefið á milli fimm og tíu öll kvöld og á morgnanna um helgar :D rúllaði prófunum upp. Fékk síðan að vita eftir allskyns athuganir að ég er ekki hjartasjúklingur! shjúkk með það, ég er sem sagt bara afbrygðilegt frávik frá mannkyninu hvað varðar hámarkspúls og hjartagetu...ég held ég muni aldrei deija..

komið nóg...
kveðja ögn
- sem er komin með þrístna þjóhnappa sem passa ekki lengur í íþróttabuxurnar sínar...tuss :o/ -
|

miðvikudagur, maí 09, 2007

and

er kominn tími á bumbumynd?? ætla allavegana ekki að bera á mér magann og sýna naflann alveg strax en fyrst að maður er búinn að ná þeim merka áfanga að vera hálfnaður með verkefnið :) að þá læt ég eina bumbumynd fylgja...tek það fram að ég er í annarlegu ástandi þessa dagana, lítið vit í því sem ég segi eða geri...
...síðan er líka spurning hvort það sé í lagi með mann þegar maður á allar gerðirnar af morgunkorni sem fæst í krónunni?? eins og ég hef sagt hingað til að þá er vömbin á mér 50% cherrios og 50% Chilbab ;)
kveðja Ögn
- sem verður einstaklingur í samfélagi eftir 6 daga -

|

laugardagur, maí 05, 2007

great

fer að ná hámarki ljótunnar í þessarri prófatörn :o/ finnst það frekar of snemmt þar sem það eru tæplega tvær vikur eftir af prófalestri! væri svo til í að vera í þessum töluðu orðum að klára þrekmeistarabrautina á akureyri á einhverjum ásættanlegum tíma eins og planið var...EN var í prófi til hálf fimm í gær þannig að það var ástæðan fyrir því að ég komst ekki...æ mín it hehe :P

lifi alveg afskaplega tilbreytingalausu lífi þessar vikurnar. Vakna, BC annan hvern dag, borða cherrios, opna út á pall fyrir tíkur, læra, borða, opna út á pall, læra, borða, opna út á pall, læra.....og hef því ekkert annað að segja en...

"An intelligent man is sometimes forced to be drunk to spend time with his fools." -Ernest Hemingway

sokkin
kv ögn
|

þriðjudagur, maí 01, 2007

´x

ef ég væri ekki að læra þá væri ég að gera einhvað annað!


Guð á ensku er God.
GOD skrifað aftur á bak er DOG !


kv ögn
- sem er dygð -
|