föstudagur, júní 30, 2006

spennan í hámarki...
ég ákvað fyrir 16 liða úrslitin að halda með Argentínu og Ítalíu til vara ;)
vítaspyrnan er að fara í gang..
veit að bjössi heldur með þjóðverjum en mínir menn vinna þetta ;)

kveðja ögnin sem reynir að vera HM stelpa ;)
|

miðvikudagur, júní 28, 2006

UU

jæja komin heim..
- síðustu ca 2 vikur fóru í það að...
..fyrst að gera gjörsamlega ekki neitt nema vera í fílu út af veðrinu
..svo klára að kafna úr feldlosi af uglu en núna af nótt :/
..skiptast á við önnu að æla í klóstið í herjólfi
..fá flottann túristaleiðangur um vestmanneyjar frá helgu
..fara á kaffihús
..við mæðgurnar = ég og tíkurnar mínar tvær, brunuðum til ísó
..30 ára afmæli hjá önnu láru sys á ísó :)
..hanga og hafa það fínt á ísó
..rúnta, labba í bænum, skauta, borða kokoslengju...r á ísó
..keyra aftur heim akkúrat þegar það er sól og gott veður og þurfa síðan að setja rúðuþurrkurnar í gang rétt áður en ég fór inn í hvalfjarðargöngin :(
..og annað, ég þoli ekki auglýsingu Tuborg þar sem gamla fólkið er rekið út úr félagsheimilinu með hávaða svo að unga fólkið geti drukkið sig fullt.
|

sunnudagur, júní 18, 2006

gúddí gúddí gúddí

mér finnst eins og það séu bara helgar í júní, tíminn flýgur áfram...vikan fór í að hitta og kjassa í sætasta nýja drengnum í bænum, barnaafmæli 6 og 9 ára og svo í heimsókn hjá einum sem er ennþá í mallanum á mömmu sinni :) baby´s all over the pleis ;)

helgin fór í afmæliskökuát, rúnt, ekki að nenna að taka þátt í 17 júní, dvd gláp og heljarinnar fjallgöngu :)

en aftur á móti er ég orðin hundblaut af allri þessarri rigningu sem ég væri til í að mundi hætta...þannig að ég byð þá sem trúa á guð um að byðja hann um að hætta að gráta eða allavegana spurja hann hvað sé að!
|

þriðjudagur, júní 13, 2006

....----

þessi helgi fór í road trip, ögnin, kea, sakki, BJ and the tree amigos dogs, lögðum af stað úr bænum um kl 20 á föstudagskvöldið og keirðum og keirðum og enduðum í Ásbyrgi í tjaldi...flúðum þaðan vegna vibba padda sem voru gjörsamlega að éta tjöldin okkar og síðan vorum við svo rennandi sveitt út af hitanum..reyndum að taka þátt í sjómannadagshátíðarhöldum húsvíkinga en ákváðum síðan bara að baða okkur í jarðböðunum á Mývatni lágum þar þar til húðin var orðin vel krumpuð og brunuðum á akureyri og átum lostæti á greifanum og síðan var stefnan bara tekin á höfuðborgina komum þangað seint og síðar meir :)
þoli ekki veðrið í r.vík búið að vera rigning...ALLTAF, úff hvað mig langar að sumarið byrji ég er ekki einu sinni búin að vera úti á bolnum nema þarna í ásbyrgi um helgina..kannski ekki alveg að marka mig kuldaskræfuna
|

miðvikudagur, júní 07, 2006

helgin !

ugla og nótt upplifðu síðasta daginn sinn í moldargarðunum sínum..sem nú er búið að tirfa :)

nutum veðurblíðunnar í þórsmörk

bjórinn var góður ;)

hundar urðu að kengúrum (Linus og Nótt)

ugla naut sín til hins ýtrasta

ég hljóp bak við seljalandsfoss

og allt endaði á skúffuköku...sem er by the way fyrsta skúffukakan sem ég baka á æfinni..eða alla vegana sú fyrsta síðan ég flutti suður !
|