laugardagur, mars 24, 2007

cocoa puffs ! varð að fá mér og brunaði út á essó á náttbuxunum og fjárfesti í pakka, hef ekki smakkað puffsið í mööörg ár...og það er ekkert spes, betra að blanda cherrios við :)

druslu veður, það mikið drusslu rigningar sudda veður að úlfarnir mínir hafa ekki list á því að fara út á pall einu sinni, stinga bara tríninu út fyrir hurðina og ætla greinilega að halda í sér þar til þetta gengur yfir, maður spyr sig með pempíurnar...algjörlega ekki ég sem ól þetta upp í þeim *roðn*

kíktum á ísafjörð um síðustu helgi, K, Í, M og tíkurnar lagt snemma í hann eða um 6.00 á laugardagsmorgni, stefnan tekin á "ófært" skiltin á leiðinni enda á URUR bílnum ógurlega 44"
fórum í 2 pundin og skildum eftir okkur myndarlegann slóða...
dulúðlegt útsýni...
frænkurnar að bonda ;) ugla var alveg að fíla klórið..komumst til ísafjarðar, átum, sváfum og lögðum aftur í hann á sunnudegi, sluppum yfir tvö snjóflóð og heim í mosóinn :)

náði næstum því að drekkja mér í fyrradag! gleimdi mér aðeins yfir tv og drakk kannski aðeins of mikið af vatni sem endaði á því að ég ældi...maarr spyr sig með stupid-idty. ætla að hætta að drekka vatnið úr hálfslíters bjórglösunum mínum í einhvern tíma ;) en shitt hvað mig laaangar í einn cervesa..það líður að því, ekki nema svona ca ár þangað til *shocked*

Ugla eeelskar garðinn sinn og að naga greinarnar sem hún nær að naga af trjánum ;)

kv Ögn, Nótt og Ugla

|

föstudagur, mars 16, 2007

ngö

- þoli ekki mokstursmenninguna í mosó, þeir eru ofvirkir, það á ekki að moka þar sem ég ætla að fara á hundasleðanum OK! ég þarf að koma mér inn í bæjarráð eða hvað sem það nú er sem fyrst :)

- en síðan á að sópa gangstígana um leið og snjórinn er farinn því ég þarf að komast um á línuskautum (sem verður reyndar ekki mikið í sumar uhuhu :( sendi nú gatnamálastjóra bréf í fyrravor og bað þá vinsamlegast um að sópa gangstígana í grafarvoginum sem fyrst...og já þeir hlíddu :)

- Ugla á erfitt þessa dagana, greiið búin að vera í "aðhaldi" síðan um jólin og er að skríða í kílóatöluna sína aftur blessunin, þori varla að segja það en 3 kg farin :o/ shitt hehe, en henni finnst bara svo gott að borða að hún etur sinn skammt og ræðst svo á dallinn hennar Nótt og síðan passar hún sko alveg upp á það að fá að borða 2x á dag og reynir að plata út 3 skiptið.

- ég hefði hoppað hæð mína í krónunni í vikunni ef ég mætti hoppa þegar ég sá engann annan en Trópí Tríó í hillunni :) keipti nottla 3 kippur og ég sem hélt að hann væri horfinn líkt og blár ópal.

- pósturinn var að koma, erum í nánu sambandi síðan ég sendi honum "hótunarbréf" :o/ honum finnst húsið greinilega það stórt að það geti 8 manns búið hér og hönnunarfyrirtæki í bílskúrnum, henti í hann enn einu bréfinu áðan en greiið átti ekki sökina því hann var veikur í fyrradag...en bara bísna hress í dag :)

- stefnan sett á að vakna 5 í fyrramálið, leggja í hann til ísafjarðar og fara óhefðbundna vetrarleið vestur á 44'' patrolnum með strákunum, kyssa og knúsa fjölskylduna og fara aftur heim á sunnud :)

alveg að fá sinadrátt, langar að horfa á video, eða fara í sund en best að fara að læra ;)
kv ögn
|

þriðjudagur, mars 13, 2007

kakósúpa

kominn tími á að blogga og ég lofa að koma ekki aftur með ljóð með klám ívafi sem styggir feminista og viðkvæmar sálir sem ramba inn á síðuna ;) þeir sem vilja geta sett setninguna "í garðinum er eik" inn í stað klámsettningarinnar :D

Ugla, Rökkvi, Nótt (þegar Rökkvi var í pössun í febrúar)
Heldur betur fjör í garðinum



Fórum í góðann göngutúr í dalnum okkar á laugardaginn, komin smá þreita í mannskapinn og Ugla ákvað að leggja sig aðeins í snjónum :)

Nótt ákvað hins vegar að vera algerlega fallegust! enda átti hún næga orku eftir þó svo að Ugla væri orðin þreitt og mamman kannski smá líka ;)


kv Ögn

--sem er að borða kakósúpu og mjólkurkex aka hundakex--

|

fimmtudagur, mars 08, 2007

mög

ég fór í smá rannsóknarvinnu...
frá kl 17.00 miðvikudaginn 28 febrúar og til kl 17.00 miðvikudaginn 7 mars = ein vika, keyrði ég 845.5 km á einum og hálfum tank á Pólóinum mínum. ég fór aldrei út fyrir höfuðborgarsvæðið því bláfjöll eru í landi kópavogs en þetta er bara svona meðalvika í keyrslu hjá mér á janúar-apríl mánuðum. hef ekki reiknað hversu mörgum klst á þessarri viku ég eyddi í elskulega pólóinum mínum sem er jafn langur tími og hlustaði á útvarpið í vikunni því ekki get ég hlustað á það heima hjá mér því ég bý úti í sveit þar sem er ekkert útvarpssignal þó svo ég eigi Tivoli útvarp sem á að vera það besta :o/

fór líka í smá tilraunastarfsemi með safapressuna...
appelsínur = góður safi
epli græn = góður, er í uppáhaldi akkúrat núna
epli rauð = ekki alveg eins góður og græni
gulrætur = vondur, finnst gulrætur heldur ekkert voða góðar
kíví = jummí
gúrka = oj, smá blendnar skoðanir en sammt meira oj
tómatar = ég var hrædd en safinn smakkaðist barasta vel
græn vínber = góður, en ekki í mikklu magni

ætla núna að snúa mér að hæfilegri blöndun og samsetningu og þróa einhvern ómótstæðilegann drykk.
Trópí Tríó er að mér sýnist horfinn af markaðinum og því er nauðsynlegt að ég þrói einhvern tríó safa.

búið að fresta mótinu á ísafj :( þannig að ég verð bara í mosó um helgina...mér er ekki ætlað að komast vestur en það mun ekkert stoppa mig um páskana, ég mæti um páskana!!

en nú er ég svöng langar í steik
pjallan á mér er bleik
common give me a brake
ég er bara fake

kv Ögnin
|

þriðjudagur, mars 06, 2007

"allt hermir apinn eftir"

jeiii æ did it og alveg sjálf, einhverjar helv breytingar og gat ekkert farið inn á þetta dæmi til að skrifa.
mikið búið að vera að gera síðastliðnar 2 vikur, búin að eiða mestum af mínum tíma uppi í bláfjöllum, erum búin að vera að passa Rökkva í eina viku sem er yngri bróðir Nótt og Uglu þannig að það er búið að vera fjör.
fór í vísindaferð, 30 afmæli, matarboð og annað matarboð, frænkuklúbb, saumaklúbb, aðalfund, rúmlega upp í landmannalaugar, hundasýningu....
stefnan tekin til ísafjarðar um helgina með KR-Ármann á mót, úff hvað mig langar til ísafjarðar :)

hef annars nákvæmlega ekkert að segja, er meira en hálfnuð með honey nut cheerios pakka 567g síðan í gær stefni á að klára han í dag og safapressan ekki gleima safapressunni hún er æði, love it ;)

kv ögn

Efnisorð:

|