fimmtudagur, júlí 28, 2005

Stelpan !

haldið ekki bara að stelpan hafi fengið fyrsta fuglinn sinn áðan :) = fimmujárn - fimmujárn - og svo frekar langt pútt, gæti ekki verið betra. og síðan er ég á hraðri forgjafar niðurleið komin með 32,5 og stefni ótrauð í allavegana 29,9 langar bara að komast niður fyrir 30 :)

vissuð þið að grillað kíví verður eins og heitt rabbabara mauk á bragðið en sammt meira svona sætur en súr.. virkilega gott ;)
|

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Grundarfjarðardagar

Ekki slæm helgi að baki, við dverghamrafjölskyldan ásamt heimalingum skelltum okkur á grundarfjarðadaga til soffa og félaga á laugardaginn fórum í skrúðgöngu með gula hverfinu og sötruðum bjór og G&T í mikklu magni öllum til mikillar gleði og skemmtunar og dansað alveg þvílíkt á kaffi 59 ;) (getið séð myndir í myndasafninu hennar rutar www.rut.bloggari.is)

síðan vorum við vittleisingarnir búin að skrá okkur í mót á grundarfirði á sunnud kl 11.50 rétt náðum að skríða út úr tjaldinu og mættum frekar illa á okkur komin beint á teig, eitt af því erfiðara sem við höfum gert en þetta gekk bara fínt hjá mér (lækkaði um heilann í forgjöf híhí) en strákarnir voru ekki alveg að meika það :(

er komin með sund æði langar bara alltaf að fara í sund þannig að ef ykkur langar í laugina og vantar félagsskap call me :)

verslunarmannahelgin óráðin ef einhver hefur góðar hugmyndir þá er það vel þegið ;o)

þangað til næst...ca
|

föstudagur, júlí 22, 2005

unaður

úff hvað tónleikarnir voru unaðslegir !
jarðaber eru unaðsleg
nýjar íslenskar gulrætur eru unaðslegar
það er unaðslegt að ég er búin að finna sveifluna mína aftur ;)

unaður er munaður
hver ætli sé grunaður
um að vera allsber
í kjarrinu
allsber er unaður
allsber er munaður
|

þriðjudagur, júlí 19, 2005

sumar

held það sé kominn tími á blogg ;)
fór sem sagt í sumarfrí sem var alveg helvíti skemmtilegt og þakka maríu Á, stöð 2, soffíu, hildi og hr Þ gítarspilara kærlega vel fyrir skemmtunina í ásbyrgi :) hehe og auðvita líka árna, siggu og félögum ;) lá í fellihýsinu, grasinu, sundlaugarbakkanum, á bakinu, maganum og hafði það gott með bjór í annarri og grillsteik í hinni og spiluðum kana, silgdum um lagarfljótið á árabát með nótt og uglu.
er búin að lofa vel upp í ermina á mér fyrir næsta sumar þar sem ég ætla að skaffa gítarspilið *hóst* ég verð heldur betur að fara að herða mig á og æfa mig :o/

var að setja saman slátturvél og er búin að slá garðinn og ætla núna að fara í golf með hjördísi og einhverjum konum, er búin að tapa öllu golfi niður og get sko gleimt því að fara að skila einhverju inn til að fá 33,5 :o/ hrikalega slæmt er gráti næst.. en ætla að fara og klæða mig í engin golfföt af þvi að það er svo gott veður ;)

er að fara á tónleika með emiliönu á fimmtudkv og stefnum á grundarfjarðardaga með soffa á helginni :)

---
sigga mín ertu nokkuð með oddnæmbi :p
|

fimmtudagur, júlí 07, 2005

aha

vá hvað ég er illa haldin af golf bakteríu er bara alltaf í golfi og þegar ég er ekki í golfi þá langar mig að vera í golfi, er búin að lækka mig niðrí 33,5 en á bara eftir að spila forgjafahringinn þannig að forgjöfin fari inn :)
er að fara í ferðalag á eftir með hressasta fólki landsins = siggu og árna, ætlum að hitta þau einhverstaðar og fara einhvert í einhvað langann tíma ? sem sagt ekkert ákveðið sem er lang skemmtilegast þannig að það má segja að ég sé að fara í óvissuferð ;) víví.

hef komist að því að ég á fáa msn vini :( nýir vinir velkomnir ;) maria@nh.is

þangað til næst (einhvertímann í næstu viku)

..BÆBB
|