mánudagur, febrúar 27, 2006

bolludagur

það var sko enginn bolludagur hjá mér í dag :( búin að liggja killiflöt í rúminu síðan á sunnudagsmorgun með beinverki og pest. var nú sammt hress á laugardaginn og fór með Uglu í Husky göngu, Nótt fékk ekki að koma með þar sem hún var á hálóðarí og þá nennum við ekki að hitta einhverja sæta Husky gaura, en Ugla var þvílíkt ánægð með lífið og daginn. dæmið hefur snúist við á heimilinu, núna er það Nótt sem er að æra Uglu með lóðarís greddu og núna situr Nótt útí garði vælandi og ýlfrandi og vill fá Uglu út að leika við sig...endalausir tíkarstælar á heimilinu :o/

frétti af því að fleiri en einn og tveir voru ekki að lesa rétt í ljóðið hér að neðan og héldu að einhvað svakalegt væri nýlega búið að gerst hjá mér sem léti mig harma í hljóði, þannig að ég ætla að útskýra mál mitt aðeins. Ljóðið heitir 20.02.04 sem er dagsetningin 20 feb 2004 sem er hræðilegasti dagur sem ég mun nokkurtímann á æfinni lifa, fyrsta erindið er um hálkuna, annað erindið er um littlu stelpurnar mínar tvær sem dóu þann dag og þriðja erindið er um mig. þetta ætti þá að vera á hreinu og leiðrétta allann misskilning ;)

ps
búin að bæta við alveg böns af hundasíðulinkum :) sem er náttúrulega bara gaman að skoða ;)
|

mánudagur, febrúar 20, 2006

20.02.04

sólin skín
____í frostinu
________göturnar glitra.

dimmir yfir
____og ljósin tvö slokkna
________svo stutt sem þau lýstu.

streitist á móti
____neistinn er horfinn
_________og harma í hljóði.
|

föstudagur, febrúar 17, 2006

loxins blogg frá stelpunni

hef alveg fullt og ekki neitt til að blogga um, alltaf jafn dugleg í skólanum ...eða hittó :( er hinsvegar búin að vera ógó dugleg að elda mér mat og baka kökur um helgar, þetta er ekki eins leiðinlegt og ég hélt og ég er bara afbragðs kokkur ;) nú er bara að fara að drekka kaffi og fíla rauðvín og þá er ég orðin fullorðin !
Ugla er ennþá að æra Nótt með lóðarísstælunum en þetta ætti að vera búið um helgina og þá getur Nótt loxins farið að labba um húsið án þess að eiga von á árás frá Uglu bollu sem er í aðhaldi fyrir sýninguna en henni finnst bara svo gott að borða..þetta er svo erfitt ! og ég get ekki beðið eftir bjórnum og veigunum í 100 manna vísindaferðinni sem ég er að fara í á eftir...gangi mér vel að vakna í vinnuna á morgun=stórsvigsmót í bláfjöllum klukkan níu !
|

föstudagur, febrúar 10, 2006

ohh svo mikið dúllulegt

Júlía og Ugla að leika sér ;)

þetta eru svo mikil kríli, Linus og Nótt :)
|

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

________________________________

úff greiið Nótt, Ugla er að gera hana brjálaða! Ugla er sem sagt að lóða og þá getur hún ekki látið hana í friði vill bara dansa og sleikja á henni eyrun, núna eru þær úti í garði og Nótt nennir ekki að leika þannig að Ugla geltir bara (eins vel og huskyar geta gelt) og ítir í hana eins og óþolandi krakki með frekju..mikið tíkarástand í gangi í dverghömrunum ;) síðan eru holurnar í garðinum orðnar svo djúpar að ég bakaði muffins ef djöfullinn mundi kíkja í heimsókn :o/

husky=holur í garðinum
husky=hár í matnum, hreina þvottinum og...öllu
husky=sjálfstæðir andskotar
husky=það fallegasta, yndislegasta og ánægjulegasta dýr sem maður getur átt!!
|

laugardagur, febrúar 04, 2006

______

fröken mosó rut skoraði á mig...og ég svara ;)

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:
Fiskikona
Dótabúðakona með meiru
Þjálfari - skíði, karfa, fótbolti -hjá KR of corse !
Pulsuvagninn fyrir utan Sjallann Ísafirði ;) cool ég veit

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Jerry Migure
Threesome
Snow dogs
Pretty Woman

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Ísafjörður
Hvammstangi
Seltjarnarnes
Reykjavík

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Lost
Friends
House
OC (me gelgja ;) híhí

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn
Norge
London
USA

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):
Vedur.is
Mbl.is
Bestivinur.is/spjall
Ugla.hi.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Hangikét, uppstúfur og kartöflur !!
Kjúklingur með öllu sem hægt er að hafa kjúkling með
Grænmeti, kál og ávextir..mismunandi samansett...jummí :)
Tacco al la m og k

4 bækur sem ég les oft:
Skólabækur...oft? bara einu sinni hverja bók :o/
Ýmislegt í tölvunni minni (er það ekki orðin hálfgerð bók??)
...
...hef annað með tímann að gera

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
Á réttum stað á námsáætlununum
Uppí fjalli að þeysast um á sleðanum með tíkurnar
Í einhverri búð þar sem ég er að kaupa ógeðslega mikið af einhverju flottu
Í einbýlishúsi eða endaraðhúsi með stórum garði við enda borgarmarkanna ;)

ég skora á þá sem langar að geridda ;)
|