föstudagur, október 12, 2007

flutt...

með tilkomu stórprinsessunnar í þennan heim dugir lítið annað en að splæsa í lén þar sem myndir og texti gefa sýnishorn af lífinu á reykjaveginum ;) þannig að núna er bara að fylgjast með á slóðinni http://www.reykjavegur63.is/

kveðja maría ögn :)
|

miðvikudagur, október 03, 2007

vikugömul :)

iss ég nennti ekkert að klára þetta blogg hér að neðan og man sko ekki hvað átti að standa meira :o/ en takk kærlega fyrir allar kveðjurnar, gaman að fá svona kveðjur og vita hverjir eru að fylgjast með :)
en allavegana þá gengur allt alveg súper vel hér á heimilinu, littla manneskju krílið sefur á nóttunni og sefur á daginn og vakir, drekkur og gerir í bleyju þess á milli nánast eins og klukka :) hún fær sko nóg að borða og er svaka dugleg, var bara 10gr undir fæðingarþyngdinni þegar hún var viktuð 3 daga gömul :) marr er síðan bara strax komin í blöðin en það er venjan að allir sem fæðast á akranesi koma í blaðinu skessuhorni þannig að hún er í blaðinu í dag en annars ætlum við að reyna að halda öllum fjölmiðlum frá henni eins lengi og hægt er..mikið verið að hryngja og bjóða háar upphæðir fyrir viðtal og myndir og svona :o/ ;) hehe (djókur)

mér finnst ég algjör hetja og á skilið hrós hehe...að vera búin að vera inni í heila viku, ég er ekki beint þekkt fyrir að geta setið á rassgatinu og verið inni svona lengi og einn dagur hefur hingað til verið nóg fyrir mig, en tíminn er svakalega fljótur að líða enda mikklu að venjast :) fór sammt allaleið út í búð í dag og já það var vægast sagt spes..líka spes að hafa getað rennt upp dúnvestinu mínu ;)
getið smellt á myndirnar til að stækka þær..

búúú...ég er afturganga
kúri kúr
svona sefur maður og síðan heyrist annarslagið mal úr vöggunni :)
úff hvað við erum glaðar með lífið ;)
testa bílstólinn, reyndar búin að testa hann smá í heimferðinni frá akranesi og gekk það rosa vel
hún er einhvað crasy yfir því að fá ekki að fara á rúntinn í dag :o/
komin í gallann sem amma og afi á ísó gáfu henni..
(ekki hægt að stækka þessa, veit ekki af hverju)
mússí mússí...
við að leika saman ;) voða létt að leika við svona vakandi stubba, bara tala og tala um bara ekki neitt (á ekkert erfitt með það sko) veit sammt ekki hvort henni finnist það skemmtilegt en það á eftir að koma í ljós :)
og aftur er ég sofnuð, í flottu vöggunni sem amma og afi á ísó gáfu henni, með sætispúðana sem eiga að vera í tripp trapp stólnum sem afi og amma á hvammstanga gáfu henni, tilraun til að örva skilningavitin í vökustundunum ;) hehe
kv ögn
|

þriðjudagur, október 02, 2007

..unfinished blog...

getið smellt á myndirnir til að stækka þær
maður sefur alveg doldið mikið..
grætur voða lítið en smá er nauðsynlegt ;)
einhverjar geiflur, held að það sé engin hugsun á bak við þennan svip nema bara vöðvaæfingar.
alveg steinsofandi og fallegust
í slökun
einhvað að tjá sig, held að hún sé að byðja um "bara aðeins meira, mamma mín"
kjúlli á skiptiborði að syngja gloríu ;)
Nótt og Ugla að rífast um það hvor á að vera stóra systir, þær eru jafn gamlar en Nótt er frekari þannig að hún er sem sagt stærri systirin en báðar stóra systur, gott að þær gátu útkljáð málið áður en littla chill mætti í heiminn, fórum daginn áður en hún fæddist í 2 tíma göngutúr til að leysa málin ;)

....á eftir að klára bloggið...farin að sinna mannveru meðan hún er vakandi með augun opin sem gerist ekki mjög oft...
|