miðvikudagur, mars 30, 2005

páskarnir búnir og voru bara fínir, kláraði eina ritgerð og byrjaði á næstu, borðaði mjög svo ljúffengann mat hjá jóhönnu og jóhanni, fór í skemmtilegt brúðkaup á snæfellsnesinu hjá sunnu og magga sem eru núna í brúðkaupsferð með ökuskýrteinin sín ;) !! buðum bjarka í páskasteik á páskadag = grillaðar pulsur og pikk nikk og síðan á djammið G&T. fórum í nokkra 2-3 klst göngutúra með nótt og uglu, borðuðum pizzu og nótt borðaði líka pizzu..var veik í maganum en sammt sátt en væri til í að sleppa pepperoniinu næst :/ var að setja inn fullt af myndum á yndislegu afkvæmin mín hér til hægri, snjórinn er farinn og vertíðin á enda, er ekki komin með vinnu í sumar og soffi er sætlega skrítinn með sítt hár !!
|

föstudagur, mars 25, 2005

jeiii

hundasleðinn er kominn frá svíþjóð http://www.bjorkis.com/sladar/S13/slade13.htm við auðvita óð í að prófa hann, erum búin að vera uppí skálafelli í allann dag það var svo lítill snjór að við prófuðum sleðann bara smá nótt og ugla kunna líka ekkert að draga en það verður sko þjálfað upp í þeim í sumar þannig að þær verði sénar næsta vetur!! (setti myndir inn á yndislegu afkvæmin mín í möppu þar) eftir sleðarallið fórum við í svona 2-3 klst göngutúr um fjallið, nótt og ugla rosalega duglegar í að vera lausar ;)

búin með matarfíkn ritgerðina mína held hún hafi bara heppnast ágætlega þrátt fyrir knappann skrifunar tíma, ég er sem sagt orðin séní í fólki með matarfíkn .. ekki slæmt það ;o)

er að fara í matarboð hjá jóhönnu og jóhanni á eftir og síðan í brúðkaup hjá magga og sunnu á morgun lau og fram á sunnud, svaka stuð gistum á hóteli hjá arnarstapa sem leifir ekki hunda :( sem er fúlt af því að við ætluðum að fara á snæfellsjökul með tíkurnar og sleðann á sunnudaginn en það verður ekkert úr því :(
mig vantar bara að láta bjóða mér í mat eða partí á sunnudaginn til að fullkomna páskana...á maður ekki alltaf að borða hjá einhverjum öðrum á svona sérstökum frídögum ??
|

þriðjudagur, mars 22, 2005

...

komin heim frá siglufirði, gaman og góður árangur hjá krökkunum ekkert til að kvarta yfir. kom sérstaklega glöð heim þegar ég sá að starfsmenn reykjavíkurborgar eru búnir að sópa gangstéttirnar þannig að nú hefst gamanið línuskautaæfingar hjá okkur mæðgunum á hverjum degi, legg til að við byrjum rólega af því að við erum ekki í neinu formi eftir veturinn en síðan verður sko tekið á því !!

er ekki búin að vera að læra neitt í vetur en í staðin er buddan full af peningum (veit ekki hvort er betra :/ ) og refsingin fyrir lærdómsleysið er að ég verð í borginni að læra um páskana, fer reyndar í brúðkaup á snæfellsnesið hjá magga og sunnu á laugardaginn og kem aftur heim á sunnud..hlakka til :) ohh langar svo mikið að fara á ísafjörð þarna á sunudeginum en það verður ekkert af því, en fer vestur um hvítasunnunna.

-mig vantar ennþá vinnu í sumar !!
-er með rosalegt kvef og hnerra geibilega mikið.
-ef þú ert að lesa þetta blogg þá skaltu nú vera kurteis og kommenta einhvað þarf ekki að vera merkilegt ;o)
-þoli ekki hundana sem búa fyrir neðan mig, þeir gelta endalaust mikið og ekki út af neinu, nótt og ugla sitja bara útí garði og hneikslast af þeim, ohh þær eru svo fullkomnar !! :)

...jæja best að halda áfram með ritgerðina um matarfíkla sem eru í 12 spora kerfi OA samtakanna ;)
|

mánudagur, mars 14, 2005

er einhver þarna úti sem getur reddað mér vinnu í sumar, hafið nú eyru og augu opin fyrir mig ;) ég er alveg að fara að vera stressuð yfir þessu !

IBM inn minn er ekki búinn að eiga góða viku, byrjaði á því að hella bjór yfir takkaborðið og þráðlausa netkortið, netkortið ónýtt og einhvað píphljóð í tölvunni. af því að netkortið er ónýtt þá þarf ég að hafa hana í sambandi og þá þurftu nótt og ugla náttlega að flækja sig í snúrunni og tölvan gríttist í gólfið, þannig að nú er skjárinn einhvað breinglaður, takkaborðið laust og skelin pínu brotin .. ekki gott :(

kristinn, ísak og einhver jónas? eru komnir frá þýskalandi fullir af einhverjum frösum sem ég er ekki alveg að fatta og örugglega ennþá fullir af einhverjum vökva sem mér finnst alveg rosalega góður !
|

sunnudagur, mars 13, 2005

kuldi er af hinu góða

þá er þessi kulda helgi að vera búin, mikið búið að vera að gera. við mæðgurnar horfðum á idolið og hökkuðum í okkur snakk og reykt svínseyru ég var sammt meira í snakkinu. eftir það fórum við og gistum uppí skálafelli sem gekk ágætlega nema nótt og ugla voru að veiða einhverjar hlussu fiskiflugur alla nóttina, vöknuðum síðan fyrir kl 7 til að halda svigmót KR 9-12 ára, smá stress en það reddaðist allt á endanum.

svekkjandi svekkjandi allur snjórinn farinn á ísafirði þannig að það verður ekkert unglingameistaramót um næstu helgi sem þýðir að ég fer ekki vestur fyrr en 14 maí sem er bara allt of langt þangað til, í staðin fer ég til siglufjarðar sem er sko engin sárabót :(

var að koma af æfingu í bláfjöllum og það var KALT!! giska á -17 gráður en fréttatíminn sagði -26 gráður sem mér finnst soldið ótrúlegt, kannski ekki alveg að marka mig var nebbla í þrem rúllukragabolum, vindheldri flíspeysu, tveim úlpum, tvær húfur, tveim gammasíum og skíðabuxum..soldið íkt ;)

stundum get ég verið alveg sko ! fjórir af mínum krökkum fermdust í dag ég fór í eina veislu en sendi sammt fjögur skeiti, sem sagt einu of mikið greiið hlynur fékk skeitið sitt mánuði of snemma :/ hann er auðvita búinn að hryngja í mig og panta nýtt skeiti á fermingardaginn..hann fær sko skeiti!!

bryndís sys hér kemur smá um þig af því að þú ert alltaf að kvarta yfir því að ég bloggi ekkert um þig. bryndís er að fara að fá bílpróf eftir 5 mánuði, hún á kærasta sem heitir grétar, hún talar alveg rosalega hratt, er rosalega fjörug og skemmtileg stelpa sem fær sér flúmmí reglulega ;o)
|

föstudagur, mars 11, 2005

var að koma úr frænkuklúbb þar sem 10 frænkur sem eiga ættir sínar að rekja að Garði á kópaskeri hittast og kjafta og kjafta allavegana eiga þessar frænkur mínar sko ekki erfitt með það, mikið fjör og gaman.

shitt ég fór í mínu mesta sakleysi í bónus í dag til að setja aðeins meira í ískápinn en bara vogaídýfu og tómatsósu, fólkið var brjálað það var eins og fólk væri í einhverjum gleði transi yfir vöruverðinu geðshræringin var þvílík og fólk hrópandi út um allt verð á vörum eins og "vínber á 21 krónu" og hrifsuðu vörurnar úr hillunum. það voru örugglega allir að kaupa meira en þeir þurfa þannig að íslendingar eiga eftir að vera óvenjulega saddir næstu daga og í framhaldi af því held ég að offita aukist af því að fólk borðar eins og það getur svo það geti farið og keipt meira af ódýrri matvöru, þetta er svo mikil klikkun en gott það er allt svo dýrt á íslandi þannig að það er ekki furða að fólk tapi sér í svona stríði.

bara láta ykkur vita að ég á eftir að lenda í árekstri á alla næstu dögum, síðan á sunnudaginn hefur 5 sinnum verið illa svínað á mig og þá meina ég illa ég átti sammt sökina einu sinni en í öll skiptin hefur munað alveg geðveikt littlu þurft að keira upp á kanntstein og alles...

ó vell ætla að klára bjórinn og fara síðan að sofa..kannski að ég bjóði nótt og uglu að sofa uppí af því að kristinn er í þýskalandi, ohh það er svo kósý (þó það sé bannað :o/ )
|

fimmtudagur, mars 10, 2005

ekkert að gerast en sammt smá blogg um staðreyndir dagsins!

ég á nýja puma skó sem þýðir að nú er maría glöð, mamma og bjössi gáfu mér þá í mjög svo snemmbúna afmælisgjöf :)

kristinn bara í þýskalandi á Cebit þannig að núna kallast ég einstæð móðir með tvær tíkur.

mig langar að reykjarvíkurborg fari að sópa göngustígana svo ég geti farið að fara mína daglegu 10 km línuskautaferðir með nótt og uglu.

fisherman´s woman diskurinn með emilíönu torrini er alveg ólýsanlega góður.

nótt og ugla eru það besta sem maður getur hugsað sér að eiga !
|

mánudagur, mars 07, 2005

.....

Lena, nótt vill endilega fá að þakka þér fyrir að hafa keypt svona mikið nammi á föstudaginn sem við gátum síðan ekki klárað en nótt er nú svo hjálpsöm að hún kláraði það fyrir okkur, henni fannst bingókúlurnar og sterki brjóstsykurinn bestur en væri til í að fá meira hlaup næst !

það sem ég þoli ekki eru kellingar sem eru að drepast úr rifrildaþörf og æsingi. var að lenda í einni áðan ég bara vona það hennar vegna að hún sé á breytingaskeiðinu og fari nú að lagast, hún er mesti feministinn sem ég hef talað við og ég sem fíla ekki feminista. mér leiðast konur sem vilja troða konum allstaðar inn bara til þess að hafa konu þar þó svo að kallinn sé betri kosturinn, ég er allavegana þeirrar skoðunar að konur eru bara hæfari í ákveðin störf og kallar í önnur.

ég gleimdi að segja það í síðasta bloggi að Ugla fékk sko tvo bikara sem heimskautaræktun gaf einn eignarbikar og einn farandsbikar, þannig að núna á hún þrjá bikara hún fékk nebbla bikar þegar hún var besti hvolpur sýningar þegar hún var 5 mánaða -- mont mont
|

sunnudagur, mars 06, 2005

Jeii

Jæja þá er þessi helgi búin, lítið sem ekkert sofið.

Lena sýndi snilli sína á föstudaginn og gerði síðuna mína meira pró með því að setja á hana gestabók, teljara og solleis dót alger snillingur takk takk fyrir lena !!

laugardagurinn byrjaði kl 05.50 með því að drífa á sig á skíði og halda eitt stk bikarmót, veðrið var leiðinlegt en auðvita var gull og silfur og 4 sæti og sonna hjá KR, maður er svo bestur. eftir mótið var farið að horfa á dobermann hundana á hundasýningunni-ohh svo flottir. síðan var skellt sér í síðasta hjólreiðatúrinn fyrir sýninguna og eftir það fóru nótt og ugla í bað og blástur á hundasnyrtistofunni í dugguvoginum, veit ekki hvort ég ætti að þora að viðurkenna það en þær voru svo hreinar og fínar eftir baðið að ég stóðst ekki mátið og leifði þeim að sofa uppí rúmi :/ ohh það er svo þægilegt að hafa dúllurnar sínar hjá sér :) (tek það fram að þær fá sko annars aldrei að fara upp í rúm)

sunnudagurinn byrjaði jafn snemma og á lau með öðru bikarmóti. síðan fór ég á hundasýninguna að sýna nótt og uglu, það gekk alveg best sko ! ugla var besta tík tegundar og nótt í öðru sæti og fékk meistaraefni, síðan vann ugla pabba sinn þegar keppt var um besta siberian huskyinn :o) ugla fékk bæði íslenskt- og alþjóðlegt meistarastig en fyrir þá sem ekki vita þá er það alveg það flottasta sko !

ekkert smá skemmtileg helgi sem fór í allt annað en að sofa og læra en reyni einhvað að bæta úr því í vikunni allavegana lærdómnum ;)
|

föstudagur, mars 04, 2005

ekki gott

skóli hvað er það eiginlega?? ég er að vinna svo mikið að skólinn er í rugli og ég horfi sko ekki fram á skemmtilegar tölur í vor...ekki gott !

helgin er vel pökkuð í vinnu.

ég elska sódavatn.

og sjónvarpsstöðvar á íslandi eru alltof sjúkar í þætti um of feitt fólk og lítalækningar !
|

miðvikudagur, mars 02, 2005

;o)

Ég keipti mér hvítt tivoli útvarp í fríhöfninni engin smá gæði og geggjað flott, síðan keipti ég mér líka diskinn með emiliönu torrini og ragnheiði gröndal mæli með þeim! ég er svo mikið fyrir svona fallega ljúfa tónlist ;).. enda sjálf svo ljúf. síðan var ég líka að kaupa mér blátt vesti í vero moda svaka ánægð með það.

Er að fara að halda bikarmót 13-14 ára um helgina soldið stress fyrir það en það ætti að reddast með góðum mannskap. og síðan er ég líka að fara að "keppa í hundum" á sunnudaginn s.s hundasýning! ég sýni uglu bollu og steinunn úr nælon sýnir nótt feldlosara með meiru, líst ekki allt of vel á þetta en maður veit aldrei...já stress fyrir sýninguna líka. og síðan eru mamma og bjössi að koma á morgun þau eru bara að koma til að djamma þetta fullorðna fólk sko það djammar meira en unga fólkið ég ! ekki það að það þurfi mikið til.

ég þrái að fara að eiga hefðbundinn kvöldmatartíma þar sem maður borðar með örðu fólki ekki bara tveimur hundum sem góna á mann og bíða átekta eftir því að maður missi einhvað niður, en ég sé ekki fram á það að þetta fari að rætast þannig að ég held bara áfram að borða eggjanúðlurnar mínar og hrísgrjónin frá nings ein...
|