þriðjudagur, nóvember 28, 2006

VVV

var að leita af einhverju í glósunum mínum síðan úr klínísku sálfræðinni síðan í fyrra og fann þessa örvæntingafullu hnipru neðst í glósunum sem voru gerðar fyrir lokaprófið...úff greiið ögnin greinilega alveg að fara á taugum..reyndar ekkert voða langt í það núna þessa dagana :o/

STOPP !
Leifið mér að anda
Segið tímanum að hægja á sér
Er ekki í lagi ?
Hver í fjandanum er að stjórna þessu
Ég vil fá að tala við hann...

Það þarf að grípa í taumana
Þetta er ekki hægt
Ég verð komin með hrukkur
Stór eyru og fætur
Áður en ég veit af

kv ögnin
sem er að hlusta á "Don´t worry, Be happy" með Bobby McFerrin í I-podinum
|

mánudagur, nóvember 27, 2006

KLÖPPUM fyrir...

...Magnúsi Scheving því maðurinn er náttúrurlega bara snillingur !

---af mbl.is
Þættirnir eru nú sýndir í 103 löndum víða um heim. Latibær hlaut í gærkvöld bresku BAFTA-verðlaunin fyrir besta alþjóðlega barnaefnið í sjónvarpi, en BAFTA eru ein virtustu kvikmynda- og sjónvarpsverðlaun heims. Magnús gekk á höndum inn á svið þegar hann veitti verðlaununum viðtöku.
-----
hann er svo kúl...að labba á höndum í jakkafötunum er bara kúl!
|

laugardagur, nóvember 25, 2006

Laugardags smásagan

ath - story took place in a real environment,last week !

Ég brunaði í krónuna og tók alveg tvö bílastæði, þeistist um verslunargangana, tók frammúr fólki með kerruna mér að vopni, ég sem óð stúlka/kona hrifsaði það úr hillunum sem ég ákvað að hafa með kaffinu og í matinn. Hentist að kassanum og þá.....var auðvita unglingur að vinna sem hreifir sig ekki mikið hraðar en skjaldbaka...og ég beið, beið og loxins var ég afgreidd, ég hendist af stað með poka í báðum kemst ekki framúr konunni með börnin tvö því ég hafði misst kerruvopnið mitt, og kunni ekki við það að dangla pokunum í hana, loxins kemst ég framúr og er við það að losna út þegar einhver kona kallar “fyrirgefðu” ég tek það ekki til mín en heyri síðan aftur með háum tón fyrir aftan mig “FYRIRGEFÐU, ÞÚ GLEYMDIR KLÓSETTPAPPÍRNUM” ég sný mér við, þar stendur kona í öngum sínum og í því kemur unglingspilturinn með rokkarahárið sitt aðsvívandi með klósettpappírinn teigðann til himins...réttir mér hann og allir verða glaðir...hálfur mosfellsbær varð glaður fyrir lukku mína að hafa ekki farið heim pappírslaus !!!

alveg sérstaklega fyrir hana Kristrúnu vinkonu mína híhí

Kveðja Elite Ögnin ;)
|

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Dýrið

Boot Camp dogs!...Husky hundar mundu alveg meika BC æfingar enda þolmestu sleðahundarnir. Ugla rændi sem sagt brúsanum mínum sem ég var búin að vera að leita af í tvær vikur, grunar að hún sé að senda mér skilaboð um að hún vilji fleiri göngutúra og fjallgöngur :o/
|

sunnudagur, nóvember 19, 2006

ELITE

já stelpan barasta orðin ELITE og fyrir ykkur sem ekki vitið að þá er það ógeðslega kúl innan Boot Camp sko ;) híhí

mér tókst sem sagt að...
--hlaupa 8 hringi=2km á innan við 12 mín
--gera 40 armbegjur á tánnum á innan við 2 mín (bannað að fara á hnéin)
--gera 80 sit ups með hendur á öxlum á innan við 2 mín
--gera 55 froska með hoppi á innan við 2 mín
--og 100 kassauppstig upp á ca 40 cm kassa á innan við 2 mín
+ það að gera þetta í einhverju -10°frosti
er sko alveg erfiðara en maður heldur :) ca 45 búnir að taka prófið og 11 búnir að ná því :)
verðlaunin fyrir að ná ELITE prófinu eru sko ekki af verri endanum...fæ að gera erfiðari æfingar á æfingum! fengum elite bol og síðan er það náttla aðallega heiðurinn við að vera Elite ;)

Elite píurnar kristín, ólöf og ögn :D

síðan var farið á þvílíkt skemmtilegt BC djamm um kvöldið eftir að hafa soðnað í laugardalslauginni. ég bara merkilega ekki þunn og skellti mér snemma upp í fjöll og út í snjóinn með nótt og uglu :)

kveðja Elite Ögnin
|

föstudagur, nóvember 17, 2006

föst - tsöf

dagur tvö án æfinga...ég er orðin feit og komin með hár undir hendurnar....eða ekki ;) bara fín sko :) elítan á morgun úú hlakka þvílíkt til, fer fyrst með elskulegu tíkurnar mínar í augnskoðun upp í sólheimakot bara svona til að vera alveg viss og með stimpil um að þær séu ekki berar fyrir einhverjum arfgengum augnsjúkdómum sem væru ekki æskilegir í ræktun þegar ég tími að nota ítalska sæðið mitt sem bíður bara núna frosið á keldum :D
en síðan er stefnan sett á að smakka áfengi á morgun, stíga nokkur létt dansspor og vera í gúddí fíling :)

er þreitt
ætla að hvíla mig oggu
og fara síðan að borða einhvað gómsætt hjá Lens og Gunns og klípa í kinnarnar á Friðgeiri :)

the ögnin
|

sunnudagur, nóvember 12, 2006

ummmm

Hópefli hjá nethönnun og nýr starfsmaður vígður í hópinn, fórum að borða á Tapas og ég fékk mér…
Lambalundir í lakkríssósu
Hvlítlauksristaða sveppi
Beikonvafinn túnfisk
Nautalundir í teryaki
Hvílauksristaðir humarhalar á spjóti
Og svo súkkulaðiköku með berjasósu í eftirrétt
Og svo smá smá oggu pons hvítvín
Jummíjummí
smakkaði síðan líka lunda sem leit út eins og salamandra :o/
Tel mig síðan algjörlega eiga setningu helgarinnar :o/ þegar ég hitti slóvensku stelpuna sem er að þjáfa með mér á kaffibrennslunni og spurði hana…”Are you just tékking át the læf” HAllÓ hversu lélegur er hægt að vera í ensku!!

Fór síðan og testaði elítuna í dag með don kong og slött ;), er tæp eiginlega mjög tæp í tveimur greinum en vika til stefnu og vona bara að smá hvíld og keppnisskap bjargi þessu :o/

ohh nótt og ugla er svo mikklar dúllur liggja alveg stjarfar fyrir framan tv þegar dýravinir eru á s1 :)

fjallganga í Jósepsdal


kveðja the ögnin
--sem er með eindæmum löt við lestur þessa dagana
|

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

HHH

það er komið að því...snjórinn er kominn, veit ekki alveg hvort ég sé ánægð með það, hann er of lítill til að geta farið á skíði en hann er of mikill til að fara á línuskauta og er ennþá of lítill til að fara dog-sledding :o/ en dagarnir hjá mér núna snúast bara um það að æfa fyrir BC-elite próf sem er hard core multi þrekpróf og borða nógu mikið svo ég haldi þessar æfingar út :) hlakka alveg helling til að reyna við þetta :)
ég og helga erum hetjur! ætluðum að taka hádegis æfingu í gær en "skruppum" fyrst í skífuna til að kaupa okkur miða á rockstar húsbandstónleikana...biðum í klukkutíma og smá meira eftir því að fá miða..ákváðum þá bara að hafa þessa hádegisæfingu bara svona bíða í röð þolinmæðisæfingu og fengum okkur síðan bara að borða en við erum allavegana að fara að kyssa Toby 30 nóv ;) ohh hvað hann verður heppinn strákurinn!! en tók síðan hlaup og himnastigaæfingu með robba...ég var gjörsamlega ekki í rétta himnastiganum síðast og fer seint eða aldrei 10 ferðir í þessu helvíti!!

the gells í fíling um helgina
|

föstudagur, nóvember 03, 2006

hlæjum oftar !!

var sem sagt að klára að safna gögnum fyrir rannsóknarverkefni sem ég og einn gaur erum að gera, það gekk í stuttu máli út á það að athuga hversu margir mundu hlæja ef ég hlæ af því að hann hellir hrikalega mikilli mjólk á gólfið þegar hann er að fá sér kaffi á kaffistofum háskólans :) ég er sem sagt búin að vera að gera mér upp hlátur og æfa mig í hlátri síðustu daga...það er algerlega málið!! ef maður er súr og svekktur þá á maður bara að gera sér upp hlátur og ef maður er nógu skemmtilegur þá endar það í hláturskasti híhíhí ;) ein skemmtilegustu hlátursköstin sem ég hef tekið eru þau þegar ég og skíðafélagar mínir fórum í leikinnn hóphlátur!...einn byrjar að hlæja bara smá og síðan hlær næsti meira og svo framvegis þar til þetta endar allt í hláturskasti híhí alveg hrikalega gaman...

dagskrá helgarinnar só far er að fara á hunda ræktunarnámskeið í dag og í fyrramálið hjá Hans-Ake Sperne, þetta verður án efa mjög fróðlegt og gaman, hann er atferlisfræðingur og mun að mestu leiti tala um byggingu og atferli hunda :)
síðan er stefnan sett á að kíkja á kaffihúsalífið með the gells í kvöld og fá sér einhvað rosa hollt, engar kökur og engann cervesa :( því það verður tekið hrikalega á því á morgun eftir námskeiðið þar sem Elítuæfingarnar sem ég er að stefna að verða testaðar í real environment og í full action !!

ég er búin að finna ofurmömmu íslands...sá hana á mikklubrautinni áðan..hún gat hlustað á útvarpið, keyrt á 80, talað í símann og gefið barninu sínu pela, allt í einu!! hún var sammt örugglega á sjálfskiptum bíl.

kveðja
Ögnin
sem veit NÚNA hvar himnastiginn er !! hehe
|